Alþýðublaðið - 29.04.1964, Blaðsíða 7
í fimm vestur-þýzkum borgum
er um þessar mundir verið að
reyna athygiisverða aðferð til að
hafa uppi a þéim, sem brjóta um-
ferðarlögin í skjóli þess, að eng
inn lögregluþjónn sé nærri til að
grípa þá.
Mörgum ökumönnum héfur
heldur brugðið í brún nú upp á
síðkastið, ef þeir hafa farið yfir á
rauðu ljósi eða gulu á gatnamót-
VW TAPAÐI
MÁLINU
FYRIR skömmu var frá því skýrt
hér á síðunni, að VW verksmiðj-
urnar . hefðu höfað mál gegn
þýzku bílablaði og krefðust mik-
illa skaðabóta.
Ástæðan til málshöðunarinnar
var sú, að blaðið hafði varað al-;
menning við að kaupa VW 1500,
og ekki talið bílinh verðugan þess
trausts, sem VW merkið hvarvetna
nýtur. Nú hefur undirréttur dæmt
í málinu, blaðinu í vil, og var VW
gert að greiða málskostnað.
uin, þar sem engirfn lögreglu-
þjónn hefur verið sjáanlegur, og
hafa svo nokkrum dögum síðar
fengið kæru. Hafi þeir neiiað sekt
smni hefur lögreglan dregið fram
ljósmyndir, sem sýna þegar brot-
in eru framin, meira að segja á
hvaða tíma sólahringsins. Á mynd
unum er auðVeldlega hægt að
greina skrásetningarnúmer bíl-
anna þannig að um ótvíræð sönn-
unargögn er að ræða.
Ljósmyndin er þannig fengin
að myndavél er komið fyrir á
staur öðrum megin við gatnamót.
Vélin er þannig stillt, að hún sýn-
ir jafnan umferðarljósið og enn-
fremur kemur fram á myndinni
hvaða dag og klukkan hvað hún er
tekin. Vélin tekur tvær myndir
með stuttu millibili allan sólar-
hringin. Loftpúðum er komið fyr-
ir í götunni og þegar ekið er yfir
þá á grænu ljósi eru þeir tengd-
ir teljara, sem telur hvað marg-
ir bílar fara yfir á hverju ljósi, en
sé hins vegar ekið yfir á rauðu
eru loftpúðarnir tengdir mynda-
vélinni, sem þá tekur myndir af
sökudólgunum. Á kvöldin og nótt
unni er notað „flash“.
Umferðarlögreglan í Vestur-
Þýzkalandi bindur miklar vonir
við þessa nýju tækni og vonar að
hún verði til þess að umferðaraf-
brotum og þá um leið umferðar-
slysum fækki.
Meira að segja Kínverjar eru nú farnir að framleiða bíla. Þessi, sem myndin er af, var nýlega sýndur a
kínverskri vörusýningu í Japan. Bíllinn heitir Rauði fáninn", ogr er ekki ósvipaður dý’rustu gerð rúss-
neskra bila, sem aftur líkjast svo eldri gerðum bandarískra bíla.
MALBIKUN GATNA
Offc skemmast bílar illa í árekstrum, en engan höfum við þó séð,
sem farið hefur jafnilla og þessi enski Wolseley bíll, því hann er í
bókstaflegri merkingu vafinn utan um Ijósastaurinn.
FÉLAG íslenzkra bifreiða-
gigenda hélt nýlega aðalfund sinn.
'í skýrslu, sem blaðinu hefur borizt
sést að starfsemi féiagsins er orð-
in mjög öflug og vinnur það öt-
ullega að hagsmunamálum bif-
reiðaeigenda.
FÍB hefur nú skrifstofu í Bol-
holti 4 og þar geta félagsmenn
fengið ýmsar upplýsingar, tækni-
legar og lögfræðilegar og léið-
beiningar í sambandi við trygg-
ingar og kaup og sölu bifreiða.
Félagið hefur mælt með þings-
! ályktunartillögu, sem fram kom
á Alþingi í vetur, um að hafinn
verði undirbúningur þess að taka
upp hægri handar akstur á ís-
landi, en það mál hefur verið bar-
áttumál félagsins um árabil. í
skýrslunni um starfsemi félagsins
kemur fram að stjórnin hefur
rætt við forráðamenn tryggingar
félaganna um breytt fyrirkomulag
bifreiðatrygginga og er það mál
nú í athugun. Félagið hefur sótt
um lóð til borgaryfirvaldanna og
æskir athafnasvæðis fyrir innan
Elliðaár. Eftirfarandi tillögur voru
samþykktar á aðalfundi félagsins:
„Aðalfundur Félags íslenzkra
bifreiðaeigenda haldinn 18. marz
1964 lýsir ánægju sinni með þær
framkvæmdir, sem orðið hafa í
malbiku|h gatna í Reykjavík á
síðasliðnu ári, en telur þó, að
hraða þurfi þessum framkvæmd-
um meir en áætlað er. Af því til-
éfni skorar fundurinn á. borgar-
yfirvöld að fresta öllum fram-
kvæmdum við fyrirhugaða ráðhús
byggingu, þar til lokið er hinum
brýnu, en kostnaðarsömu fram-
kvæmdum við malbikun allra
gatna í íbúðarhverfum borgarinn-
ar og tekin hefur verið upp sá
háttur að malbika götur í nýjum
hverfum jafnóðum og hús eru
byggð.“
Þá kom einnig fram eftirfaran.di
tillaga:
„Aðalfundur Félags íslenzkra
bifreiðaeigenda haldinn 18. marz
1964, beinir þeim eindregnu til-
mælum til háttvirtrar fjárveitinga
nefndar Alþingis, að nefndin hlut
ist til um að á næstu fjárlögum
verði fjárveiting til vega- og brú-
argerðar aukin verulega þannig,
að fjárframlag til vegamála verði
eigi minna, en % hlutar af þeim
heildartekjum, sem ríkissjóður
hefur af bifreiðum og rekstrar-
vörum þeirra.“
Var tillaga þessi einnig sam-
þykkt samhljóða.
í byrjun starfsárs var félagatal-
an 2620, en í lok þess 4200, nemur
aukningih um 60% og mun vera
sú mesta, sem orðið hefur á einut
ári frá stofnun félagsins. Úr stjóm
áttu að ganga formaður og ritari,
en voru báðir endurkjörnir. Úr
meðstjórn gekk Einar Árnason,
í stað hans var kosinn Ingvar Sig
mundsson, Ajkranesi. Aðalstjórn
félagsins skipa nú: Arinbjörn Kol-
beinsson, formaður, Magnús Hösk
uldsson ritari, og Valdimár J.
Magnússon gjaldkeri. Meðstjórn-
endur eru verkfræðingarnir Gisli
Hermannsson og Haukur Péturs-
son. Framkvæmdastjóri er Magn-
ús H. Valdimarsson.
Til einskis er a5
flytja dekkÍBi til
MARGIR bílaeigendur fylgja
þeirri reglu að færa tii dekkin
undir bíl sínum í þeirri trú, að
þannig endist þau betur.- Leið- ;
beinlngar um þetta má finna í '
fjölmörgum bílabókum. Þar er [
mönnum til dæmis ráðlagt, að
færa hægra framdekk og setja
það á vinstra megin að aftan, og
svo framvegis.
' Nú eru sérfræðingar í þessum
sökum farnir að hallast að því, að
ekkert sé að marka þessa kenn-
ingu. En hún er þó enn í gildi
að nokkru leyti í sambandi við
bíla með’hallandi hjól sbr. Skoda.
Tilraunir sem gerðar hafa verið
í sambandi við þetta benda til
að nýting dekkjanna verði jafn-
vel ennþá verri ef þessum skipt-
ingarreglum er fylgt. Forsvars-
menn sænskrar dekkjaverksmiðju
hafa fullyrt, að dekkin endist 16%
verr, ef skiptingarreglunum er-
framfylgt. Eini kosturinn við aðk
flytja þau á milli, er sá að þ'ann-
ig er hægt'að láta öll dekkine
slitna jafnt, en með því er ekk-
ert fengið. ! ; '
Nú liafa 40 þús. Hillman JMP
verið framleiddir í hinni hýju.
verksmiðju Rootes í Skotlandi.
Um þessar mundir eru framleiddii”
þar 1000 bílar á viku og líka. þtir
mjög vel..
NVSTÁRLEG UM-
FERÐARGÆZLA
l
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 29. apríl 1964 J