Alþýðublaðið - 07.05.1964, Page 4

Alþýðublaðið - 07.05.1964, Page 4
itt^ww^Www^v/.ftv^AWr nmmmimMM*%MiwmwMi>MaM«Mmw**»|iwwmiMWWHM%MWWwwMMMWMWww*w!,w,WWWMiW|W*w* Frcstun opin- berra framkvæmda: Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, (S) svaraði í dag sameinuðu þingi. Var þar fyrir frá Eysteini Jónssyni (F) um það hvort ríkisstjórnin hefði á- kveðið samkvæmt heimild í lögunum nr. 1/1964 að fresta einhverjum opinberum fram- kvæmdum og þá hverjum. ForsæfcisráEJherrarln svaraði því til, að enn liefði engin á- kvörðun verið tekin um slíkt, og hvort svo yrði gert, færi að öllu eftir framvindu efna- hagsmála. Efling byggðar á Reykhólum: Matthías Bjarnason (S) hafði framsögu fyrir allsherjarnefnd við síðari umræðu þingsálykt unarti.lögu um eflingu byggð ar á Iteykhólum. Hann lagði á- herzlu á, að vinna bæri að því að gera Reykhóla að miðstöð félagslífs í Austur-Barðastrand asýslu. Tillagan var samþykkt. Héraðsskólar: Jón Þorsteinsson (A) hafði framsögu fyrir meirihluta alls herjarnefndar við síðari um- ræðu þingsályktunartillögu Framsóknarmanna um að kos in verði milliþinganefnd til að gera tillögur varðandi héraðs- skóla og barnafræðslu úti á landi. Meirihluti nefndarinn- ar leggur til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Jón sagði, að hún hefði verið send fræðslumálastjóra til um sagnar. Skoðun hans væri að gera ætti þá skóla sem nú eru ,í notkun þannig úr garði, að Reykjavík, 6. maí — EG. í dag voru fundir í báðum deildum Alþingis, svo og í sameinuðu þingi var fyrir- spurn frá Lúðvík Jósefssyni (K) til fjármálaráðherra um stóreignaskatt. Fyrirspurnin var í þrem liðum: Hve miklu nam skatturinn? hve mikið var innheimt af honum 1961, og 1962 og 1963?, og hve mikið af fénu fór til byggingasjóðs rík- isins. Gunnar Thoroddsen, fjár- málaráðherra (S) svaraði fýrir spurninni, og rakti gang máls ins frá upphafi. Álagningu stóreignaskattsins hefði verið lokið í febrúar 1958, og þá hefði skatturinn numið 136,6 milljónum króna. Margir, sem lagt var á, hefðu kært, og þeg ar búið var að athuga kærurn ar og reikna skattinn að nýju reyndist hann vera 125,9 millj ónir. 29. nóvember '1958 hefði svo Hæstiréttur fellt út gildi ákvæði laganna um verðmætis mat á eignum í hlutafélögum. Þá hefði enn -ein álagning ver- ið framkvæmd, og er henni' var lokið í marz 1959 hefði skatturinn í heild verið kom- inn niður í 113,3 milljónir. Síð an hefðu svo enn borizt kær- ur og þá hefði ríkisskattanefnd ákveðið nýjan verðmætisgrund völl fyrir mat og hefði álagn- ingu samkvæmt lionum verið lokið í desmebr 1959. Talið hefði verið að heildarskatta- upph.æðin næmi þá 73,5 millj- ónum krópa. í desember það ' sama ár hefði Hæstiréttur fellt dóm um ákvæði laganna um fyrirframgreiddan arf og fellt þau úr gildi. Síðan hefði rétt- urinn í öðrum dómi stórlækkað verðmætismat á lilutabréfum. Heildarupphæð skattsins næmi nú 65,8 milljónum, og hefði hann' samkvæmt því frá upp- hafi lækkað úm 70,8 miíljónir króna. í peningum og skuldabréfum hefðu greiðslur verið umrædd ár sem hér segir; 1961: 2,9.miUj ónir, 1062 542 þúsund. krónur, og 1963 -í- 366 þúsund krón- ur. Vextir og afborganir af skuldabréfum hefðu álls num- ið 13,6 milljónum króna. Síðan ræddi fjármálaráð- herra lögin,. og- rakti þau á- kvæði þeirra sem Hæstirétt- ur hefði ógilt, og vitnaði í Hæstaréttardóma. Hann sagöi að ekki hefði verið fárin sú leið að taka lögtak hjá þeim, sem ekki hefðu staðið í skil- um um skattgreiðslur, því enn væru mál vegna Jaganna fyrir dómstólum. Sú leið hefði ver- ið farin, að láta hlutaðeigandi setja tryggingar fyrir greiðsl- nnum og væri því lögverndað- ur réttur ríkissjóðs tryggður. Ráðherrann- lýsti því sem per- sónulegri skoðun sinni að rétt væri að lengja greiðslufrest skuldabréfa, sem .gefip ljefðu verið út vegna skattsins, af þeirri ástæðu hve langan tíma allt þefta héfði tekið. Lúðvík Jósefsson (K) sagði framkvæmdina á þessum lög- um vera harla -einkennilega og benti á að Hæstiréttur liefði ekki lýst lagaþálkinn sem heild andstæðan ,stjórnarskránnl. Kvað Lúðvík að segja mætti, að horfið hefði verið frá því að innheimta skattinn. Eysteinn Jónsson (F) sagði stóreignaskattslögin frá 1956 í öllum aðalatriðum eins og stór eignaskaúslögin frá 1950, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Fram sóknarflokkurinn hefðu staðið að því að setja. Hann lagði áhcrzlu á, að skattborgararnir sætu nú ekki lengur við sama borð hvað skattinnheimtu snerti. hver geti tekið við 150 nem- endum, sem er álitið hæfilegt, áður en ráðizt er í nýjar bygg- ingar. Ennfremur beri að stefna að því að sameina hreppa um barnaskóla og fyrir lægju nú á- ætlanii- um skipan þeirra mála fyrir landið allt Fræðslumálast. hefði sem sé þegar gert það sem tillagan ætlaði milliþinga nefnd að gera og væri því tillagan óþörf. Einar Ágústsson (F) hafði framsögu af hálfu minnihlut- ans, sem leggur til að tillagan verði samþykkt. Minnti'liann á, að tvö fjórð- ung=sambönd liefðu mæ’t með samþykkt þessarar tillögu. Auk fyrrgreindra töluðu þeir Gísli Guðmundsson (F) og Á- gúst ÞorvalíítDn, sem taldi mikla þörf á iðnskólum í sveit um landsins. Jón Þorsteinsson (A) tók til má's aftur og minnti á að hlut verk nefndarinnar væri sam- kvæmt tillögunni könnun og athugun á þessum málum, und- irbúninjps'arf, sgm fræðslú- málaskrifstofan væri þegar bú in að vinna og vitnaði .hann síð an í umsögn fræðslustjóra um tillöguna. Umræðum var frest að og málið tekið út af dag- 'skrá. UNESCO: Sigurður Bjarnason (S) mælti fyrir áliti utanríkismála nefndar um þingsá’yktunartil lögu þess efnis að ísland ger- ist aðili að menningarmála- stofnun Sameinúðú þjóðanna UNESCO. Utanríkismálanefnd mælir einróma með samþykkt tillögunnar. v Björnssíeinn í.Rifi: Benedikt Gröndal (A) mælti fyrir þingsályktunartil'.ögu, sem þingmenn Vesturlandskjör dæmis flyija, þess efnis, að Björnsteinn á Rifi, þar sem Björn hirðstjóri var skorinn af Breturn fyrir um það bil fimm öldum, verði varðveittur. Ben edikt sagði að pm þessgr mund ir væri unnið að landshafnar gerð að Rifi, og væri steinninn á athafnasvæði hafnarinnar, en þó svo liann yrði varðveittur mundi slikt ekki verða til tjóns eða trafala við landshafnar- gerðina. Þingmenn kjördæmis ins hefðu orðið sammála um að ekki skuli grátá Björn bónda, heldur safna liði‘‘ og því væri tillagan flutt. Tillag an gerir ráð fyrir að kostnað- vegna framkvæmda við þetta greiði landshöfnin. Markaðsr annsóknir: Jón Skaftason (F) mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu sem sex Framsóknarmenn flytja um að nefnd athugi um skipulagðar markaðsranngókn- ir í þágu útflutningsaevinnu- veganna. Benti hann á nauðsyn þess að við fylgdumst vel með þeim mörkuðum, þar sem við seljum afurðir okkar. Eftirlit með opin berum sjóðum: Frumvarp til laga um eftir- lit með opinberum sjóðum var í dag-afgreitt til 3. umræðu í neðri deild. Einar Ágústsson (F) mælti fyrir smávægilegum breytingartillögum, sem fjár- málaráöherra lýsti sig sam- þykkan og var hún samþykkt. Meðferð ölvaðra: Frumvarp til laga um með- ferð ölvaðra manna og drykkju sjúkra kom til einnar umræðu í neðri deild í dag, og var það afgreitt sem lög frá Alþingi. Ávöxtun fjár trvgginsrarfélaga: Birgir Finnsson (A) hafði framsögu fyrir allsherjarnefnd í neðri deild í dag við 2. um- ræðu frumvarps til laga um ávöxtun fjár tryggingarfélaga. Nefndin leggur til að frumvarp ið verði samþykkt með einni smávægilegri breytingu, sem þó er ekki efnisleg, en á þá lund að tryggingarfélögin geta nú betur sætt sig við ákvæði frumvarpsins en áður. Frum- varpið var afgreitt frá neðri deild á tveim fundum í dag og verður það nú sent til efri deildar. Aukinn skyldu- sparnaður: Emil Jónsson, félagsmálaráð herra (A) mælti fyrir stjórnar frumvarpi um aukinn skyldu- sparnað, eða breytingar á lög um jim Húsnæðismálastofnun í efri deild í dag. Frumvarpið hefur verið afgreitt frá neðri deild. Emil rak i efni frum- varpsins og gerði grein fyrir þeim breytingum, sem það ráð- gerir, en fyrir tilstuðlan þess munu um 30 milljónir verða til ráðstöfunar til íbúðalána skyldusparnaðar. Sí óðhesta f rumvarp: Frumvarp til breytinga á bú fjárræktarlögum, var afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Breyt ingarnar sem það hefur í för með sér eru á ákvæðum um stóðhesta sem ganga lausir. Breytingartillögur voru allar felldar. MMMWWMWWMMWWMWMMWMMWWWMWMMWMMMW Sæfaxi, og er heildarafli hans 920 tonn. Útilegubátarnir þrír eru og að hætta veiðum, en Ilafþór er með 460 tonna heildarafla, Gull- faxi með 620 og Stefán Ben. með 340 í net og á línu. Bátar hætta (Framhald af 1. síðu). væntanlegir heim um helgina. I Vestmannaeyjum voru 4 bátar frá Neskaupstað, og er heildarafli þeirra frá áramótum sem hér seg- ir: Björg, Glófaxi og Þráinn, all- ir með um 1000 tonn, og Hafrún með um 800 tonn. í Grindavík var í dag er NA-átt í Neskaupstað og rigning, og má heita að þar hafi nú rignt í þrjár vikur sam- fleytt. BindLasfélög- unglinga: v Páll Þorsteinsson (F) mælti í dag fyrir þingsályktunartil- lögu, sem hann flytur ásamt Halldóri Kristjánssyni (F), um bindindismál unglinga. Lögsagnarumdæmi Akraness: Frumvarp til laga um lög- sagnarumdæmi Akraness var til' fyrstu umræðu í neðri deild í dag. Það er komið frá efri deild, og var því vísað til 2. umræðu og nefndar. M.s.Hekla fer vestur til ísafjarðar 12. þ.m. Vörumóttaka á föstudag til Patreksfjarðar, Sveinseyrar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar og ísafjarðar. Farseðlar seldir á mánudag. Ms. Herðubreið fer austur um land í hringferð 11. þ.m. Vörumóttaka á föstudag til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breið- dalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Mjóa- fjarðar, Borgarfjarðar, Vopna- fjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafn- ar og Kópaskers. fyrir sjálfvirk kynditæki fyrir Súg- kyndiijgu aðeins það bezta. jafnan fyrir- liggjandi. Vélsmiðja Biörns Magnússonar. Keflavík, sími 1737 og 1175. vantar unglinga til að bera blaðið til ás'kriifenda í þessum Ihverfum: ★ Lindargötu ★ Miðbænum ★ IjEöfðahverfi Afgreidsla AlþýðublaHsins Sími 14 900. 4 7. maí 1964 ALÞÝÐUBLAÐI0

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.