Alþýðublaðið - 07.05.1964, Page 8

Alþýðublaðið - 07.05.1964, Page 8
rjggpiHUiimiiiiiiiimmiiiiiiiiiiit.iiiiiimfiiiiiiiiiiiiimmimmiitiiiii»iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaMiliimiiiftimiiiiiiiimiii iiiiiimmiiiiiimiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiuiiiiti'iioiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiB ^ Parísarbréf frá Svövu Sigurjónsdóttur KVIKMYNDALÍF í PARÍS París 28, apríl 1964 AÐ HEYRA talaS um kvik- myndir á íslandi sem listgrein er mjög sjaldgæft. Heima fara menn aðallega í kvikmyndahús til að dreifa tímanum. Þeir gá í einhverju dagblaðanna, hvaSa myndir eru sýndar og velja svo eina úr sem margir frægir og góðir leikarar eru í .Um leið hugsa þeir: „Eg tírúi ekki öðru, en þessi sé góð, fyrst slíka leikara má sjá í henni“. Eftir leiksýninguna er gjarnan rætt um myndina, um efni hennar og frammistöðu leikara Engum dettur leikstjórn í hug, hversvegna myndin var gerð, né hvernig hún skeri sig úr öðrum myndum. Hér í París er þessu á allt annan veg farið. Oft heyrist sagt meðal íslendinga, sem hafa ekki sézt nýlega: „Hefur þú menntað þig eitthvað upp á síðkastið?“ — „Já ég fór um daginn á nýju myndina eftir Bunuel. Hún er mjög góð, eins og hans er von og vísa. Tekur hann þetta (nefnda) vandamál fyrir á nýjan og mjög athyglis- verðan máta. Þú mátt alls. ekki láta hana fara framhjá þér“. Það er kannski rangt að bera saman kvikmyndalífið í París og Reykjavík. Hérna eru 272 kvikmyndahús, en í höfuðborg okkar íslendinga eru þau tíu. Sum bíóin, þar á meðal „La Cinémathéque Francaise", — sem heldur uppi kynningum á myndum, er gengið hafa um heiminn, — taka sig oft til og sýna einungis kvikmyndir frá einu landi eða eftir einn leik- stjóra. Áhugamönnum um kvik myndaleik gefst því góð- tækifæri til að kynna sér verk hvers höfundar. Þannig hafa margir erlendir leikstjórar, t.d. Ingamar Bergman, hlotið feiknavinsældir hér í Frakk- landi. Kvikmyndahúsin opna mórg hver um hádegi og sýna svo stanzlaust fram á kvöld. Menn geta því horft á sömu mynd na allan liðlangan daginn. Verðið er mjög misjafnt, og fara mð- arnir eins og ekkert upp í hundrað krónur. í ódýru bíó- unum eiga menn auðveldlega á hættu, þegar verið er að sýna góðar myndir, að þ«rfa að standa út alla sýninguna, því að þau eru fyllt eftir kostum. í kvikmyndahúsin fara flestir á kvöldin. Aðgöngumiðar eru seldir rétt fyrir næstu sýningu, um leið og húsið hálftæmist, Þar af leiðandi má oft sjá um 50 metra langar þrefaldar bið raðir út á götu, jafnt í rigningu sem sólskini. Til þess að þessu fólki leiðist ekki of mikið, fara amerískir bóheimar, einn eða fleiri saman, að syngja fyrir það amerísk þjóðlög og leika undir á gítar. Þeir lifa ein- göngu á þessu starfi, og hver þeirra hefur sína stúlku til að ganga um biðraðirnar og safna saman peningum. Þetta er flestallt ungir strákar, sem ganga um í skíðapeysu og galla buxum. Söngur þeirra er furðu góður og tíminn er því fljótur að líða. Rétt áður en aðalmyndin hefst, eru sýndar auglýsingar- myndir í sambandi við sælgæti, sem selt er um leið. Menn fá þá að sjá Kleopötru bjóða Cesari sínum heimsins beztu karmellur og svo framvegis. Margir kvikmyndahúsgestir hafa varann á fyrir þennan hluta sýningarinnar. Þeir hafa nefnilega tekið með sér eitt- hvert skemmtilegt lestrarefni, . . sem þeir sökkva sér niður í.myndinni ..Dagbok vmnukonu . í „La Cinémathéque Franga-sem fengið hefur mjög góða dóma ise“ eða „Sínematekkinu", einshér. og landarnir kalla það oftast Hérna sjáum við Jeanne Mor- eau í hlutverki vinnukonunnar í nær, eru þrjár mismunandi myndir sýndar á kvöldi. Tækni þessara gömlu mynda er stund um verri en nú gerist. Aftur á móti eru þær sjálfar oftast nær frábær listaverk, sem veita leik stjórunum ævarandi frægð. „Sínematekkið" er stofnun, er safnar góðum myndum, sýnir þær og lánar stundum út. Stofn un þessi beitir sér og fyrir mörgum öðrum málefnum. Með al annars hefur hún heiðrað, rétt við og endurlífgað ýmsa gamla fræga afdankaða lista- menn. í þessu sambandi má Nú skulum við athuga nokkr ar kvikmyndir, sem nýlega hafa verið frumsýndar hér og vakið hafa mikla athygli. Þar á meðal eru frönsku myndirn- ar Les Parapluies de Cher- bourg, Le Journal d’une Femme de Chambre, Judex, Le Feu Follet; enska myndin Tom Jones og sænska myndin Tystn aden. „Les Parapluies de Cher- bourg“ eða „Regnhlífarnar i Cherbourg“ er eftir unga snillinginn Jacques Demy Hann hefur einnig gert kvik- myndina ^Lola", sem sýnd var í Gamla bíói síðastliðið sumar. Demy er sagður vera „néoréla- list poétique“ eða í beinni þýð ingu skáldlegur ný-raunsæisti og hafa skapað nýja stefnu í kvikmyndagerð. Nýjung hans er meðal annars að láta leik- arana tóna allt, sem þeir segja. Þetta kemur vel fram í þess- ari síðustu mynd hans, sem er með breiðu tjaldi og í litum. Myndin gerist í hafnarborg á vesturströndinni. Cherbourg. Borg þessi er aðallega þekkt fyrir rigningu, hvergi' er sagt rigna meira í Frakklandi en þar. Aðalsöguhetjurnar er ung stúlka og móðir hennar, sem á regnhlífarverzlun. Unga stúlk an verður ástfangin af bílavið gerðarmanni. Þau lifa saman hamingjusöm, þar til að hann er kallaður til Alsír í herinn. Stúlkan er ófrísk og giftist í vonleysi sínu eina manninum, sem hún treystir til að gangi barninu í föðurstað. Myndin er að sumu leyti beint fram- hald af „Lolu“, því að fóstur- pabbinn er enginn annar en vonbiðill Lólu. Mynd þessi er mjög góð og hún fékk Louis Delluc kvik- myndaverðlaunin í ár. Það fer vel á að hafa myndina tónaða, miklu betur en menn geta hald ið að fyrra bragði. Hún er mjög falleg, hugljúf og lýsir vel fínum tilfinningum. Leikar arnir eru sérstaklega vel hæfir í hlutverk sín. Þeir helztu eru Catherine Deneuve, Anne Vernon, Nino Castelnouvo og Marc Michel. „Le Journal d’une Femme de Chambre" eða „Dagbók vinnu- konu“ er gerð af snillingnum Bunuel, sem er Spánverji. Hann hefur gert fjölda góðra (Framhald á 10. síðu). minnast á Buster Keaton. — Væri ekki upplagt að stofna vinafélag Sínematekksins á ís- landi til að gefa öllum íslend- ingum kost á að sjá þessi frá- bæra listaverk? H ai L D b; F u; h; S ft e: 3] KARLMENN, KARL Núna stendur kvikmyndahátíðin í Cannes yfir. Hún var opnuð með myndinni „La Chute de L.Empire romain“ eða „Fall Rómaveldis", sem Sophia Loren leikur í, og er þetta stór sigur fyr- ir leikkonuna. Meðfylgjandí mynd er af Sophiu Loren í hlutverki sínu. París, 30. apríl 1964. Fyrst rætt hefur verið svo mik- ið upp á síðkastið um nýju kvenfatatízkuna, er kannski rétt að gefa karlmönnunum líka sinn skammt. Engin gjör- bylting hefur átt sér stað í þessum málum frekar en endra- nær, karlmenn þurfa sem áð- ur að ganga í- þungum heitum flfkum á sumrin og svo fram- vegis, en nú eiga þeir að reyna að yngja sig sem mest upp með klæðaburði. sa Núna ræður brezk tízka mestu í París í sambandi við karlmannafatnað. Hún hefur þá stefnu að lengja og grenna karlmanninn. Jakki hans á að hafa venjulega axlabreidd, lítil horn á kraganum, vera síðari en tíðkazt hefur, falla að hlið- unum, hafa fellingu í bakinu og opnast framan að neðanverðu. Buxurnar eiga að vera sem áð- ur mjóar, þröngar og án upp- brota. Vesti eru nokkuð í tízku. í sportklæðnaði er allt í tízku, sem þykir þægilegt, og þessi fatnaður er gerður úr þunnu efni, svo sem „tvíd” frá Bretlandi og Hjaltlandi, svo og gabardíni. Litavalið er fjölbreytt í ár. Helztu tízkulitirnir eru móleit- ir, og allskonar brúnir. Gráu og bláu ber enn mikið á, en grænu og purpurarauðu einung is i sambandi við sportfatnað. Á skyrtum eru aðallitirnir „viskí”-litt og gulbrúnt. Mikið er og um köflóttar og röndóttar skyrtur. Með þeim þykir fal- legt að nota græn slifsi. a ekk að um, þes kve lest myi ftiitit 11111111111^1111111111111111111111111111 ii iiiniiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiininiiiniiim in iuiimimiiituaniir i ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.