Alþýðublaðið - 09.05.1964, Side 7
f-.iiii«iinniiiimiiiiiiii»iiii»i«»iniiiiiiini«>iiimiin»i«iiiiii«HiiiHiiiiiii»HiiiiiniiiMiniii»iiiiiiiiM»iiiuiiiiiin«i«iniiiiiiiini«i»»iniiiin«nimiiiiiimu.,nii»iinnmiiininniiiiniiiiiniinnniiii«iiiiiiiiiiiiiiinniiiiniiii»iii»iiiiiiiiiiiiiniiniiii«niii|niiin|ili«)i
■ ÐEINS um fimm mánuðir
” eru þangað til þingkosning-
ar fara fram í Brétlandi og eft-
ir skoðanakönnunum að dæma
fylgir meirihluti kjósenda
Verkamannaflokknum enn að
málum. Staða stjórnarinnár
hefur haldið áfram að veikjast,
en um tíma í vetur virðist í-
haldsflokkurinn vera að ná sér
á strik. En þar virðist aðeins
hafa verið um stundarfyrir-
bæri að ræða.
Ekkert lát hefur heldur orð
ið á sigrum Verkamannaflokks
ins í aukakosningum og bæjar-
og sveitarstjórnarkosningum.
Nú síðast hefur Verkamanna-
flokkurinn unnið 29 ný sæti í
kosningum til 100 bæjar- og
sveitarstjórna (4. maí).
Margt þykir benda til þess,
að í næstu kosningum fái Verka
mannaflokkurinn allt að 100
þingsæta meirihluta, eða svip-
aðan meirihluta og íhaldsflokk
urinn nú hefur. Að vísu hefur
nokkuð fylgi færzt aftur til
stjórnarinnar, sem situr að
völdum við fyrri kosningar
þegar kosningadagurinn hefur
nálgazt, en slíkar sveiflur virð-
ast munu verða minni nú, þar
sem aldrei áður í sögu skoðana
kannana hafa eins fáir sagt
Sir Alec Douglas Home: — Nýjar hugmyndir?
„veit ekki“ við spurningum
um skoðanir á flokkunum.
★ WILSON VINSÆLLI.
CF atkvæði andstæðinga Verka
*■ mannaflokksins dreifast mun
fylgi frambjóðenda Frjálslynda
flokksins ef til vill tryggja
Verkamannaflokknum nokkur
þingsæti. Þá hagnast Verka-
• mannaflokkurinn af andrúms-
lofti því, sem nú ríkir, en
Verkamannaflokknum er al-
mennt spáð stórsigri.
Þrátt fyrir allar tilraunir
íhaldsmanna til að afla Sir
Alee Dauglas Home forsætis-
ráðherra er hann ekki eins vin
sæll nú og þegar hann tók við
embættinu í haust. Harold
Wilson, foringi Verkamanna-
flokksins stendur hér mun bet-
ur að vígi. Enn fremur virðist .
tilraun forsætisráðherrans til
að vinna fylgi á því, að ein-
beita sér að hinum sjálfstæða
kjamorkuherafla Breta, hafa
mistekizt, ef taka má skoðana-
kannanirnar trúanlegar.
* KEAFTAVERK?
UERKAMANNAFLOKKUR-
INN hefur aldrei staðið eins
vel að vígi og nú. Eins og nú er
ástatt virðast íhaldsmenn að-
eins vonast eftir kraftaverkum
á þeim fimm mánuðum, sem
eftir eru til kosninganna.
Sir Alec Dopglas-Home for-
sætisráðherra ákvað að láta
kosningarnar fara fram í októ-
ber en ekki í júní eins og hann
mun hafa viljað í fyrstu. Þar
með var hann sagður hafa ját-
að, að. íhaldsmenn mundu tapa
kosninguhum ef þær færu
fram nú.
Sama daginn og hann til-
kynnti þetta fóru fram kosn-
ingar til borgarstjómarinnar í
Stór-London og guldu íhalds-
menn mikið afhroð. Samkvæmt
síðustu skoðanákönnunum hef-
ur Verkamannaflokkurinn nú
um 15% meira fylgi en íhalds-
flokkurinn. Allt þctta sýnir, að
Wilson og frú í kosningunum.
litlar líkur eru á að íhalds-
menn sigri í kosningunum í
haust nema eitthvað óvænt
gerist.
En það er ekki aðeins Verka-
mannaflokkurinn sem veldur
Sir Alec áhyggjum. Deilurnar
í íhaldsflokknum eru ekki úr
sögunni þótt kosningar séu í
nánd. M. a. var talsverður á-
greiningur um, hvort kosning-
amar ættu að fara fram í júní
eða október.
★ ÓÁNÆGJA
JUjlKIÐ vonleysi hefur ríkt í
1 flokknum eftir deiluna við
Bandaríkjamenn um Skybolt-
eldflaugina, neitun Frakka um
inngöngu Breta í Efnahags-
bandalagið og Profumo-hneyksl
ið. Forsætisráðherranum virð-
ist enn ekki hafa tekizt að ná
nógu góðum tökum á flokkn-
um eða stefnu hans.
Margt bendir til þess að íhalds
menn í Bretlandi standi á kross
götum. Uppi eru háværar radd
ir um þörfina á róttækri endur-
skipulagningu flokksins. Þctta
hefur m. a. komið fram í þrem-
ur greinum, sem birtust í „
„Tbe Times” og hafa vakið
mikla athygli. Höfundur grein
arinnar lét ekki nafns síns get-
ið, en mjög líklegt er talið að
þær séu eftir Enoch Powell,
frv. heilbrigðismálaráðherra,
sem neitaði að taka sæti í end-
urskipulagðri stjórn Sir Alecs
ásamt Iain Macleod, sem nú er
ritstjóri blaðsins „Spectator”.
í einni greininni segir m. a.
að alltaf komi að því í sögu
stjórnmálaflokks, að hann
verði að reka af sér slyðruorð-
ið og byrja á nýjan leik, og nú
sé sá tími kominn. Bent er á,
að breytingar á valdastöðu
Breta síðan 1939 hafi leitt til
víðtækrar breytingar á hugsun-
arhætti fólks í Bretlandi. M. a.
hafi þetta leitt til sjálfsásak-
» (Framhald á 10. síSu).
immiimiiiiiiiiiiiii
SYNING MYNÐLISTARFELAGSINS
MYNDLISTARFÉLAGIÐ hefur
opnað sína árlegu vorsýningu
í Listamannaskálanum. Að
þessu sinni hefur þremur ut-
anfélagsmönnum, Jóhannesi
Kjarval, Jóni Engilberts og
Kára Eiríkssyni, verið boðin
þátttaka. Hefur liðveizla þeirra
orðið félaginu mikill styrkur.
Það er og vel til fundið hjá
félaginu að heiðra minningu
Höskuldar Rjörnssonar vir
Hveragerði. Sem fuglamálari
er. Höskuldur tvímælalaust í
fremstu röð í Evrópu. Jón Eng-
ilberts sýnir þarna fimm mynd-
ir allar í abstraktstíl. Finnur
Jónsson á og þrjár ljóðrænar
abstraktmyndir á þessari sýn-
ingu. Mynd úr atvinnulífinu,
nánar tiliekið Saltfiskverkun,
er fulltrúi Kjarvals. Eftir Pét-
ur Friðrik, sem um þessar
mundir heldur sýningu í Boga
salnum eru tvær landslagsmynd
ir. Pétur er vafalítið nú þegar
orðinn einn af okkar beztu
landslagsmálurum, þrátt fyrir
ungan aldur. Þá vil ég vekja
sérstaka aihygli á framlagi Sig
xu-ðar Árnasonar. Eftir hann
eru þrjár landslagsmyndir hver
annari fallegri. Eftir Eggert
Guðmundsson eru meðal ann-
ars tvær myndir frá Surtsey.
En mest' hafði undirritaður
gaman af mynd hans úr Pan-
ingagjánni: í dag er ég rikur ..
Eyjólfur Eyfells sýnir okkur
meðal annars mjög fallega
mynd frá Þórsmörk. Er ég þá
kominn að þeim þremur sem
hrifu mig mest á sýningunni:
Sveini Björnssyni, Helgu Weiss
happel og Kára Eiríkssynj.
Sveinn hefur þegar hlotið all-
mikla viðurkonningu, meðal
annars hlotið lof í Danmörku.
Ef til.vill má rekja áhrif frá
Klee í verkum hans, en
(Framhald á 10. síSu).
„Maðurinn við
stýrið^ ný bók
Reykjavík. 6. maí. — KG. <
„Maðurinn við stýrið” nefnist
bók, sem er nýkomin á markaðinn.
Er bókin ætluð ökumönnum og þá
ekki síður þeim, sem þegar hafa
haft ökuréttindi í lengri eða
skemmri tíma. Eru í bókinni tek-
in fyrir ýmis atriði í sambandi við
ökumanninn frá sálfræðilegu sjón
armiði, og þannig reynt að gera
þeim kleift að verða betri öku
menn.
Bók þessi er eftir sænskan höf-
und, Ake Carnelid, en útgefandi
er Hafsteinn Guðmundsson prent-
smiðjustjóri og er bókin prentuð
í Prentsmiðjunni Hólum. Bókin er
gefin út að tilhlutan Bindindisfé-
lags ökumanna og Slysavarnafé-
Iags íslands en SJysavarnafélagið
styrkti útgáfuna með 25.000 króna
framlagi. Margir hafa lagt hönd á
þýðingu bókarinnar, en SkúIÍL
Jensson, lögfræðingur, gerði uppf-
kast að henni og yfirfór Ásbjöm.
Stefánsson læknir handrit hans,
Símon Jóh. Ágústsson prófessor
fór svo vandlega yfir þýðinguna»
lagfærði hana og endurþýddi
sumt; en prófarkir las svo Árni
Böðvarsson cand. mag.
Er það von þeirra sem að bók-
irini standa, að hún mcgi verðaL
til þess," að sem flestir ökumenu.
athugi betur ökumannahæfileika.
sína og bæti þá þannig. Og ekkL
veitir af í öllum þeim bílafjöldaL
sem nú er hér á götunum, en tal—
ið er að 85-90% af öllum tjónum
og slysum megi rekja til ökumanna.
beint eða óbeint.
Bók þessi er í handhægu broti
og fæst nú í flestum bókaverzlun-
um qg kostar 90 krónur. j --
ÝÐUBLAÐIÐ — 9. maí 1964 J