Alþýðublaðið - 09.05.1964, Side 8
í UPPHAFI Kóreustríðsins var
kona ein tekin höndum af komm
únistum og dæmd til dauða af her
rétttt Kona þessi var Johanna
Luise, dóttir hins fræga kven-
njósnara Mata Hari. Hún hafði
gerzt njósnari í liði sunnanmanna
í Kóreu til þess að bæta fyrir
brot móður sinnar í fyrra stríð-
inu. Afrek dótturinnar megnuðu
þó ekki að vega upp á móti þeim
verkum, sem móðirin vann og
valda þ'ví að nafns hennar verður
jafn lengi minnzt og fyrra stríðs-
ins.
Það var árið 1904 sem Marg-
arethe Gertrude Zelle kom til
Parísar í fyrsta sinn. Hún leitaði
þá uppi hinn kunna leikhúsmann
Ernest Moullier. Hún sagði hon-
um, að hún væri fædd í Amster-
dam árið 1876, dóttir auðugs kaup
manns þar, 1895 kvaðst hun hafa
gengið í hjónaband með hollenzk-
um skipstjóra, sem var 30 árum
eldri en hún. Sama ár eignáðist
hún son. Stuttu eftir það fluttu
hjónin til Jövu. Ekki leið þá á
löngu þar til bæði loftslagið og#
hinar óvenjulegu kringumstæður
tóku að herja á taugar hennar, og
þegar eiginmaðurinn varð jafn-
framt stöðugt verri í sambúð,
varð tilveran henni þarna óþol-
andi.
Morgun einn fann hún son sinn
látinn, dreplnn af konu innfædds
hermanns. Þegar svo hús þeirra
brann stuttu eftir, ákvað hún að
yfirgefa Jövu.
Þegar hún hitti Moulier, var
hún í atvinnuleit.
Moulier stakk uþp á því. að hún
reyndi sig sem javönsk dansmey.
Með svart hár sitt og sveigjan-
legan líkama ætti það ekki að
valda henni erfiðleikum. Hún
féllst á þessa hugmynd þótt upp-
runalega hefði hún ætlað sér að
verða sirkusreiðkona hjá Moulier.
Ekki leið á löngu þar til ýms-
ar sögur komust á kreik um þessa
nýju dansmey. Sagt var, aiS móðir
hennar hefði verið hofdansmær
og hefði dáið þegar Margarethe
Zelle fæddist. Þess vegna hefðu
hofprestamir vígt hana guðinum
Siva og gefið henni nafnið Mata'
Hari, sem kvað merkja eitthvað í
þá áttina: „Augnastjama morgun
roðans". Hvort vinsældir hennar
stöfuðu af því, að hún kom fram
býsna fáklædd skal ósagt látið,
en dansinn var aðallega fólginn
í miklum mjaðmasveigjum og tæl
andi armhreyfingum. Hvar sem
hún sýndi sig var henni geysivel
tfekið, jafnt opinberlega sem í
einkasamkvæmu. Eitt sinn var
henni hleypt inn í hof austrænna
trúarbragða í París — og við það
tækifæri bætti hún við dansinn
löngu eintali, sem hún flutti ým-
ist á frönsku, ensku, hollenzku,
þýzku og javönsku, en hún gat, að
sögn brugðið öllum þessum tung-
um fyrir sig -án þess að greind
ist, að þar talaði útlendingur.
Jafnframt því sem sviðsvinsæld-
ir hennar jukust yjafn og þétt,
mátti sjá hana á frumsýningum
og boðum þar sem hún var jafn
an í fylgd með einhverju stór-
menni, sérstaklega áhrifamiklum
ríkismönnum. En svo kom brátt,
að henni þótti of þröngt um sig
í Parísis, hún vildi verða heims-
kona í þess orðs bókstaflegri
merkingu, og svo fór, að hún
varð tíður gestur í Róm og
Briissel. Þó varð henni einna tíð
förlast til Þýzkalands og þar var
hún stödd hinn 1. ágúst 1914, þeg
ar Vilhjálmur annar las upp
stríðsyfirlýsinguna gegn Frakk-
landi. Hún sat þó við hlið Grie-
bels, yfirmanns þýzku lögreglunn
ar.
Fyrstu mánuði stríðsins heyrð
ist lítið frá Mata Hari, en 1915
fengu frönsku gagnnjósnirnar
skeyti frá ítölsku leyniþjónustunni
um, að Mata Hari væri um borð
í skipi á leið til Neapel. Menn
óttuðust, af einhverjum ástæðum,
að endurkoma hennar til Frakk
lands merkti, að hún hefði gerzt
njósnari Þjóðverja. Frá þeirra
stund, að hún steig á franska jörð
voru tveir leyniþjónustumenn
stöðugt á hælum hennar.
Þegar hún kom til Parísar flutt
ist hún á Grand Hótel, sem enn
bar engin merki þess darraðar
dans, sem stiginn var í Evrópu.
Þar voru lystisemdir lifsins samar
og áður. Eina breytingin var, að
í stað borgaralegra samkvæmis-
klæða voru komnir einkennisbún-
ingar og dansleikirnir voru haldn
ir til stuðnings ýmsum málefnum
styrjaldarinnar.
Eftirlitsmönnum Mata Hari
tókst ekki að finna neitt óeðli-
legt í hegðun hennar né var sá
hópur, sem hún umgekkst annar
en við máíti búast að öllu eðli-
legu. Að vísu virtist sem svo, að
í stað auðmannanna, sem hún sótt
ist eftir félagsskap við fyrir stríð
ið væru komnir herforingjar. Til
viljun olli því, að upplýsingaþjón
ustan komst að því, að hún not-
aði póstsambönd hlutlausu land-
anna og henni heppnaðist að kom
ast yfir eitt bréf frá henni, sent
í fljótu bragði virtist ekki hafa
annað að geyma en venjulegar
kveðjur dóttur til foreldra sinna,
sem bréfið var stílað til. Það var
nokkrum vikum seinna, sem net
gagnnjósnakerfisins tók fyrir al-
vöru að þrengjast að henni.
Mata Hari bað um vegabréf til
franska bæjarins Vittel, en þar
stóð yfir bygging flugvallar. Hún
fékk vegabréfið, en gagnnjósnun
um til óblandinnar úndrunar
eyddi hún öllum tíma sínum í að
hjúkra rússneskum hferforingja,
sem hafði misst sjónina í hetju-
legri framgöngu á vígstöðvunum.
Þrátt fyrir skort á sönnunar-
gögnum var ákveðið að vísa Mata
Hari úr landi, en þegar hún var
færð fyrir hermálaráðherann, stað
hæfði hún, að hún hefði einung-
is heimsótt vini sína í Þýzka-
landi. Eftir það bauðst hún til að
halda til Brússel, þar sem fornvin
ur hennar Moritz von Bissing hers
höfðingi hélt sig. Hún kvaðst
skyldu reyna að afla mikilvægra
upplýsinga hjá honum, sem hún
myndi láta Frökkum í té. Á þetta
var fallizt og henni voru gefin
upp nöfn 6 leynilegra franskra
peningamanna í Brússel.
Hinar lofuðu leynilegu upplýsing
ar komu aldrei til Frakklands.
Hins vegar var einn hinna frönsku
sendimanna handtekinn — og
sama dag yfirgaf Mata Harl
Brússel og hélt af stað til Eng-
lands. Scotland Yard var þegar
í stað gert viðvart og hún var
gripin við komuna til Englands
og færð á fund sir Basil Thomson,
sem hún töfraði svo gersamlega
á lítilli stund, að hann hvarf al-
MATA HARI — hin fræj
garethe Zelle og var fædi
ist með honum til Jövu. I
menn á hana sem ausfræ
Berlín. Undir yfirskyni
bæði fyrir Þjóðverja og I
ið 1917, þegar hón var a:
í október sama ár va