Alþýðublaðið - 10.06.1964, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 10.06.1964, Qupperneq 8
spyrja, en þetta mun nægja að sinni. Ég hika ekki við að svara þess- um spurningum játandi. Fimm- tugir menn á íslandi muna naum- ast hljóðfæri eða málverk á heim- ilum. foreldra sinna í æsku eða bemsku. Nú hafa myndlistin og tónlistin numið landið svo, að þær geta kallazt almenningseign. Leik- listinni hefur fleygt fram. Og bók- menntirnar hafa síður en svo sett ofan. íslendingar leggja af góðri kostgæfni rækt við menninguna frá minningunni. Stórskáld liðinna tíma eiga sér fjölmarga aðdáend- ur. Ljóð Einars Benediktssonar, Gríms Thomsen og Stephans G. Stephanssonar hafa kannski aldrei verið meira lesin eða betur en á okkar dögum. Síðustu tvo ára- tugi hafa skáldsögur Gunnars Gunnarssonar ratað heim til ís- lands í tveimur heildarútgáfum. Enginn efar, að sagnaskáldskapur Halldórs Laxness, Guðmundar Gíslasonar Hagalín, Þórbergs Þórðarsonar, Jakobs Thorarensen, Þóris Bergssonar, Guðmundar Daníelssonar og Ólafs Jóh. Sig- urðssonar á þessu tímaskeiði muni jafnan talinn ríkur þáttur íslenzkr- ar menningar. Sama gildir um ljóðagerð Davíðs Stefánssonar, Tómasar Guðmundssonar, Jóhann- esar úr Kötlum, Steins Steinarr, Guðmundar Böðvarssonar og Snorra Hjartarsonar, myndlist Ás- gríms Jónssonar, Jóns Stefánsson- ar, Jóhannesar S. Kjarval, Gunn- laugs Blöndal, Ásmundar Sveins- sonar, Gunnlaugs Seheving, Finns Jónssonar, Jóns Engilberts, Rík- arðs Jónssonar, Jóhanns Briem og Sigurjóns Ólafssonar, tónlist Páls ísólfssonar, Jóns Leifs og Þórarins Jónssonar og leiklist Haralds Björnssonar og Brynjólfs Jóhann- essonar. Jafnframt hafa aðrir at- hyglisverðir og mikilhæfir lista- menn mótazt og þroskazt á þess- um árum og nýir komið til sög- unnar. Upptalningin mun fremur þykja van en of, enda gerð af handahófi. Og sannarlega kann þjóðin að meta listamenn sína. Ég á ekki við þá fjármuni, sem alþingi og aðrar opinberar stofn- anir láta þeim í té. Mestu máli skiptir, hvað almenningur fylgist vel með bókmenntum og listum og lætur sig þau efni miklu varða. Þó hafa íslendingar einnig tíma til að horfa út í heim og gefa gaum að snjöllustu listamönnum veraldarinnar. Erlendar bækur eru hér ótrúlega mikið lesnar, og ís- lendingar gista ekki útlönd að eins sér til líkamlegar hressingar og skemmtunar. Þeir sækja söfn, leiksýningar og tónleika og verða sér úti um andlegar nautnir. íslenzkir listamenn geta borið höfuðið hátt á hátíð sinni. Þeir hafa unnið þjóðinni vel og dyggi- lega áratugina tvo frá stofnun lýð- veldisins. Þjóðin reynist þeim líka bærilega. Þeim leyfist prýðilega að hafa í frammi nýjar tilraunir og koma umdeilanlegum skoðun- um á framfæri. Vitaskuld kennist hér sú tregða að ungir tilætlunar- samir listamenn vakni ekki lands- frægir og viðurkenndir einhvern góðan veðurdag öðru hvorum meg- in við tvítugsaldurinn, og sumir fulltrúar eldri kynslóðarinnar gætu efalaust þegið stórmannlegra fulltingi og ríkari athygli en í hlut þeirra kemur. íslenzkir listamenn verða að berjast til áhrifa og frægðar. En þeir sæta ekki of- sóknum. Þjóðfélagið unir þeim dá- vel, einnig ofstopunum, sem lát- ast vera því andvígir og eru kannski. Hitt einkennir löngum íslendinga, að þcir ætlist til mik- ils. Þess vegna vinna íslenzkir listamenn fremur úrslitasigra vak- andi á daginn en sofandi á nótt- unni. Kvæðin verða enn sem fyrr handhægustu heimildir um ís- lenzka listsköpun, þegar á hana er minnzt í stuttri blaðagrein. Margt hefur verið fallega ort á íslandi síðan rigningardaginn góða að Þingvelli við Öxará 1944. Ég vel fimm sýnishorn, en þau gætu áreiðanlega numið mörgum tugum. Tómas Guðmundsson: Við ströndina í „Fljótinu helga“. Enn kalla gamlir klettar á öldurótið og kasta á milli sín gráum hrynjandi bárum við ströndina, þar sem við stikluðum fjörugrjótið og stóðum eitt gullið kvöld fyrir mörgum árum. Og kannske er ennþá særinn í sömu skorðum og samar himinsins stjömur? Það varðar mig engu, því týnd eru okkur um eilífð þau börn, sem forðum úr æskunnar sólskini hljóð út í nóttina gengu. Nei, geym þú einrúmi og gröf þinn fánýta trega, lát gleymt það tunglskin, sem ástfangin hjörtu lokkar. Við eigum ei framar sjálf annað sameiginlega en sævardjúpið, sem skilur á millum okkar. Steinn Steinarr: Hvítur hestur í tunglsljósi. Hvítt, hvítt eins og vængur míns fyrsta draums er fax hans. Eins og löng, löng ferð á línhvítum fáki er líf manns. Og feigðin heldur sér frammjóum höndum í fax hans. Jóhannes úr Kötlum: Ýskelfir í „Sjödægru“. Ég liljuriddarinn rakti við stjörnuskin hinn rökkvaða skóg með hjartað í bláum loga og sofpndi jörðin hrökk upp við dimman dyn og dauðinn þaut í himinsins spennta boga. v Allt líf var skuggi: úr moldinni myrkrið fló og máninn huldist skýi sem slokknað auga og tíminn villtist og vindurinn beit og sló , . - , er vofurnar báru gullið í sína hauga. ... ■...!■:< ■ Framhald á 4. síffu. "• | i VEL fer á því, að íslenzkir lista- menn efni til hátíðar í tilefni tutt- ugu ára afmælis lýðveldisins. Ár- angur þess verður ekki aðeins skemmtilegur dagamunur. Þjóðin kynnist betur störfum og stefnum listamanna sinna og fær sönnur á samtíðargildi og framtíðarhorf- um íslenzkra lista. Mig grunar, að þjóðin «11 muni taka þátt í hátíð- inni með forvitinni athygli sinni. Auðvitað er mun erfiðara að meta samtíðarlist en þau verð- mæti, sem af er löng og mikil saga og margir hafa um fjallað til skilnings og kynningar. For- tíðin kastar iðulega skugga á líð- andi stund. Ýmsir sætta sig bág- lega við nýjungar og láta sér gleymast, að listsköpun má hvorki iStirðna né fjötrast, ef von á að vera um framhaldslíf hennar. Þetta er samt svo skiljanlegt, að lista- mennirnir ættu engan veginn að örvænta, þó að slíkrar tregðu gæti. Ný iist sigrar, ef til hqnnar •er stofnað af gáfum, dirfsku og .heiðarleik. Hér talar sagan og reynslan skýru máli. Eigi að síður er fortíðardýrkunin eðlileg. Forn- : ólfur túlkar þetta viðhorf snilld- arlega, þegar hann segir: Mér eru fornu minnin kær meir en sumt hið nýrra, það, sem tíminn þokaði fjær — það er mart hvað dýrra en hitt, sem hjá mér er; hið mikla geymir minningin, en mylsna og smælkið fer. Samt skyldi enginn fordæma eða vanmeta góugróðurinn, því að stundum reypist smátt stórt, þeg- ar uppskeran kemst í hlöðu. Öld- urnar rísa líka mishátt, þó að veð- ur sé og þær djúpt og langt að komnar. Deilur um íslenzka list hafa oft verið' á dagskrá síðustu tuttugu árin. Menn liefur einkum greint á um nýjar tilraunir í bókmenntum og myndlist. Ekkert er sjálfsagð- ara í landi, þsr sem skoðanafrelsi ríkir og alþjóð fylgist með þróun listanna á hverjum tíma. Nú_Jief- ur deilurnar lægt, enda reyndust nýjungarnar ekki eins háskalegar og ýmsir óttuðust. En ég vil vona, að enn séu deilur í vændum, því að af þeim eru þau tíðindi, að ís- lenzk listsköpun haldi áfram. Hitt er æskilegt, að þær séu málefna- legar og sanngjarnar, en ekki sprottnar af varhugaverðri íhalds- semi og ómennskum öfgum. En lít- um örskotsstund yfir gengna slóð á þessum vegamótum. Áratugirnir tveir frá stofnun lýðveldisins eru mestu breytinga- tímar í sögu íslands. Framfarirnar liafa verið ævintýralegar, tæknin og vísindin umrótað gömlu samfé- lagi bænda og fiskimanna og land okkar komizt í þjóðbraut. Afköst íslendinga í sjávarútvegi, land- búnaði, iðnaði, verzlun og sigling- um á sjó og í lofti gegna furðu. Húsakostur landsmanna er allt annar og betri en fyrir aldarfjórð- ungi. Svipað er að segja um mat- aræði og híbýlaprýði og raunar flestar lífsvenjur. En hvað þá um íslenzk?r listir? Hefur þessi at- hafnasama þjóð haft tíma til að sinna þeim jafnframt margs konar hamskiptum? Og höfum við mun- að sem skyldi, hvað íslenzkt er og á að vera? Enn mætti víst margs 3 10. júní 1964 — ALÞÝÐUBLAOIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.