Alþýðublaðið - 10.06.1964, Side 13

Alþýðublaðið - 10.06.1964, Side 13
Ráðstefna (Framhald af 16. síðu). trúi í MenntamálaráSuneytinu. Guðmundur Þorláksson, sem sótt hefur a lar þessar ráðstefnur íagði í viðtali við blaðið í dag, að á ráðstefnunum væri fulltrúum landanna gefinn kos ur á að koma með leiðréttingar hver fyrir sitt land. ' Guðmundur sagði, að íslenzku landafræðibækurnar væru langt á eftir í margs konar tilliti, — en þó væru íslendmgar ekki verr staddir en ým ir aðrir svo sem Engiendingar. Frakkar og Þjóð-/ verjar stæðu okkur og þeim afcur á -móti miklu framar á þessu sviði. Ráðstefnur þessar sælcja eink- um landafræðibókahöfundar Evrópuráðslandanna svo og bóka útgefendur, landfræðingar og þeir sem hafa á hendi yfir^tjórn kenn slu í þessari grein hver í sínu landi. Guðmundur Þorláksson sagði, að á ráðstefnunni hér yrði nokk- uð fja’lað um Austur-Evrópu og þá fengnir sérfræðmgar um þau lönd til að gefa vísbendingar um, hvernig unnt væri að leiðrétta missagnir um lönd og þjóðir aust- an tjalds. Aðspurður um það, hvort þess ar ráðstefnur væru ekki til mik- ils og ótvíræðs gagns, — sagði Guðmundur, að á því væri eng- inn vafi. Þetta væri síður en svo uppátæki, — mannkynssaga hefði verið íekin í gegn með syipuðum hætti fyrir nokkrum árum og á vegum Sameinuðu þjóðanna hefði' verið unnið að le5ðréttingum sem þessum um árabil. Guðmundur sagði, að það væri mikils virði fyrir íslendinga, að ráðstefnan væri haldin hér, — þeir, sem skrifuðu ’andafræðibækur sæju þá með eigin augum ,hvílíka reig in firru þeir hefðu margir hverjir látið frá sér fara um land og þjóð. Kartöflu skortur Reykjavxk, 9. júní. — HP. ENGAR kartöflur fengust í Reykjavík í dag, a.m.k. ekki í sumum hverfum, en ástæðan var sú, að kartöflubirgðirnar voru þrotnar hjá Grænmetisverzlun landbúnaðarins, og Tröllafossi, j sem væntanlegur var til landsins 1 með pólskar kartöflur um mán- aðamótin, seinkaði svo, að hann kom ekki fyrr en í dag. íslenzku kartöflurnar entust fram að mánaðamótum apríl-maí, en eftir það hafa verið fluttar inn pólskar kartöflur. Var verið að dreifa því síðasta, sem eftir var af þeim, fram að helgi, en þá var Tröllafoss ókominn með nýja farminn, sem von var á um mán- aðamótin. Skipið kom til Reykja- víkur í dag, og verður farið að dreifa nýju kartöflunum í verzl- anir á morgun. — Að þessu- sinni komu 600 tonn með skip- inu, og á það aö nægja, þar til næsta sending kemur seinna í mánuðinum. Viðbygging (Framhald úr opnu). 6-700 í efstu bekkjunum þremur, en 3-350 í þriðja bekk. í nýju bygg ingunni verða sex kennslustofur, og ef gert er ráð fyrir 20-25 nem- endum í hverri bekkjardeild, og síðan yrði tvísett í stofurnar, ætti að vera hægt að kenna þar um 300 nemendum. En þó að nýja byggingin bætist við, mun skólan- um ekki, veita af húsnæðinu í Þrúð vangi aö auki, sagði rektor. ÞAKKARÁVARP. « Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem sýndu mér vin- semd á sjötugsafmæli mínu, með blómum, skeytum, gjöfum og - heimsóknum. Guð blessi ykkur öll Helga Margrét Jónsdóttir Köldukinn 1, Hafnarfirði. Hjartans þökk til allra er sendu mér hlýjar kveðjur og •höfðinglegar gjafir á 70 ára afmælinu. Guð blessi ykkur vinir minir. Lilja Tubals. Laugardalsvöliur miðvikudagskvöld kl. 8,30 KR-ÞRÓTTUR Mótanefnd. r IBV vann Framh. af bls. 11. fylgdi fast eftir skoti að marki Hauka og náði 'knettiínum markmanninum og skorar að vísu með aðstoð bakvarðar Hauka. — Þannig lauk því leiknum með sigri Eyjaskeggja, 3-1. ÍBV liðið er ekki svipur hjá sjón frá því í fyrra. Samleikur var allur í mol um, en þeir voru harðari og á- kveðnari en Hafnfirðingarnir. — Vörnin var bezti hluti liðsins með Atla Einarsson sem s erkasta mann, Viktor Helgason og Kjart- an Másson voru einnig ágætir. Lið.Hauka var mjög misjafnt, — stundum náði það ágætum sam- leik en allt strandaði þegar að varnarvegg Vestmannaeyinga kom. Einnig vantar liðið skotmenn, því að framlína’n var rög við að skjóta og þegar þeir loksins reyndu ,,kiksuðu“ þeir eða skutu langt yfir. Markmaður Hauka var bezti maður liðsins, varði oft laglega og st.aðsetningar hans voru góðar. — Einnig voru miðvörðurinn (5) og miðherjinn (9) sæmilegir. Dómari var Baldur Þórðarson og dæmdi vel. — x. , Sundfólk (Framhald af 11. síðn). skrifstofumaður, hefur keppt og æft hjá Stockholmspolisens I. F. nú í eitt og hálft ár. Var meiddur á fæti meirihlutann af keppnis- tímabili fyrra á’rs, en hefur í ár verið nær ósigraður á 100 m. br- sundi í Svíþjóð og varð meðal annars meistari á 200 m. bringu sundi 2:38,1, me:|;taramótsjöín- un, nú í sl. marz. Hörður var keppandi íslands á Evrópumeist- aramótinu 1962. Stig Ohlson er aðáldriffjöður næst-sterkasta sundfélags Svíþjóð ai\ Stockliolmspolisens I. F. og honum eru þakkaðar þær miklu framfarir, sem sundmenn og kon ur félags þess hafa ekið. Hann er fararstjóri hóps þessa. Stig er yf- irlögregluþjónn í Stokkhólmslög- reglunni. 13. júní verðúr keppt í eftirtöld um greinum: 440 m. skriðsundi karla, flugsundi karla, 200 m. br,- sundi kgrla, 200 m. fjórsundi karla. 200 m. bringusundi kv„ 100 m. flugsundi'kvenna, 50 m. skrið- sundi drengja, 50 m. bringusundi telpna, 3x50 m. þrísundi kvenna og 4x50 m. fjórsundi karla og til gamans má geta þess, að afmælis barnið, Jónas Halldórsson, syndir síðasta sprettinn í sveit ÍR. Einnig verður keppt í svokölluðu nátt- fataboðsundi, sem ávallt vekur mikla kátínu. Á aukamótinu á mánudaginn verður keppt í eftirtöldum grein- um: Fyrir karla: 100 m. skriðs., 50 m. skriðs., 100 m. bringus.,100 m. baksuncí, 3xl00 m. þrísund, fyr- ir konur 100 m. skriðsund, 100 m. bringusund, 100 m. baksund og einnig veyjíur keppt í 50 m. br.- sundi drengja og 50 m. skriðsundi telpna. i Aðalkeppinautar útlendu gest- anna verða vafalaust Guðmund- ur Gíslason, ÍR, Davíð Valgarðs- son, ÍBV og Hrafnhildur Guðm. ÍR. Siðæii' munum við ræða mögu- leika íslenzka sundfólksins í þeirri keppni. iýíííiSí?.;: r' í Heildsölubirgðir: Kristlán Ó. SkagfJörS h.f. Reykjavík Haupmenn Haupfélög Terylene huxut á drengi og fullorðna. Mikið úrval. SPARTA Borgartúni 8. — Símar 16554 — 20087. FLUGSÝN H.F. Sími 18823 FLU GSKÓLINN Kennsla fyrir einkaflugpróf — atvinnuflugpróf Kennsla í: Næturflugi Yfirlandsflugi Blindflugi Bókleg kennsla fyrir atvinnuflugmenn byrjar í nóvember og verður dagskólL Bóklegt námskeið fyrir einkaflugpróf vor og haust. F L U G S Ý N H.F. Sími 18820. i . Faðir okkar og tengdafaðir Guðmundur Guðmundsson sjómaður, Barmahlíð 18 verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni, fimmtudaginn 11. þ. m. kl. 18,30. Marín, Guðmundsdóttir Aðalsteinn Ó. Guðmundsson Ólafur Guðnmndsson Brynjólfur Jónsson Sigríður S. Sveinsdóttir Elín ísleifsdóttir. ALÞÝÐUBLAÐI0 — 10. júní 1964 U

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.