Alþýðublaðið - 23.06.1964, Blaðsíða 9
:>p í griparmi Tricste. Þessi bútur af koparröri var eins og hann hefði verið margbeygður, síðan flat-
in eins og tappatogara. Á bútnum var númer, sem kom heim við smíðalýsingu á Thresher.
verið úr Thresher. Um nokkra
staði var að ræða, en sá líklegasti
var nefndur ,,Delta“.
Þrem dögum síðar var réynt að
taka myndir af þessum stað og sáu
um það vísindamennirnir á Atlan-
tis II. Við verkið notuðu þeir
myndavél, sem var um 500 pund
að þyngd. Vélin var alls fimm
stundir niður við botn. Filmurnar
voru svo framkallaðar í snatri, en
en það eina, sem sást, voru stein-
ar, leðja og nokkur ígulker. Eng-
inn vissi hvort vélin hefði verið
nákvæmlega yfir „Delta“. Einn vís
indamannanna líkti þessu verki við
að koma borðtenniskúlu í spotta
niður í bjórdós með því að standa
uppi á þaki þriggja hæðar bygg-
ingar í ofsar.oki og með bundið
fyrir augun.
Notuð voru öll fullkomnustu
tæki, sem flotinn hafði yfir að
ráða til að auðvelda leitina.
Einhverjum datt nú í hug að
sökkva gömlum og úreltum kaf-
bát, sem notaður hafði verið í
síðari heimsstyrjöldinni, á sama
stað og Thresher var talinn hafa
sokkið. Sí^an skyldi fylgzt með
bátnum á íeiðinni niður og athug-
að nákvæmlega hvernig hann liti
út, þegar hann væri sokkinn nið-
ur á botn. Nítján árn gamall kaf-
bátur, Toro, var nú dreginn til
Boston og farið var að leggja á
ráðin um að sökkva honum. En
16. maí var hætt við þá ráðagerð.
Vísindamennirnir um borð í
Atlantis framkölluðu daglega
myndir af botninum. Þegar var
verið að framkalla myndir þenn-
an dag sást, að allstórt svæði á
hafsbotni var þakið pappír beygl-
uðu járni og slitnum rafstrengj-
um, og fjölmörgu öðru, sem ekki
var unnt að sjá hvað var.
Var þetta frá einhverju ofan-
sjávarskipi? Eða var þetta það,
sem þeir voru að leita að?
Nú beindist öll leitin að þessu
svæði. Fleiri myndir voru teknar
og á einni þeirra sást súrefnis-
hylki, og á annarri sást opin bók
liggja á botninum. Botninn var nú
slæddur með eins konar sleða og
Framh. á bls. 13
jgjP
|i§ÍI
®5»ð
I griparmi, sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Með arminum var unnt að ná rörbút úr brakinu úr
:kki varð um villzt að þarna hafði kafbáturinn farizt.
HÚSGAGNASMIÐIR
BURMA-TEAK AFRORMOSIA
Afgreiðum harðvið beint frá lager í
Kaupmannahöfn með stuttum fyrirvara.
Hagstætt
verð.
Sími 1-1620.
Trabant 1964
Höfum nokkra nýja Trabant bíla
óráðstafaða.
Kynnið yður skilmála vora.
BÍLAVAL
Laugavegi 90 — 92. Símar 19168 — 18966.
Byggingarlóðir í Arnamesi
Garðahreppi til sölu. Upplýsingar í skrifstofu minni. Iðn-
aðarbankahúsinu við Lækjargötu. Símar 24635 og
16307.
Vilhjálmur Arnason
hæstaréttarlögmaður.
ORÐSENDING
Þeir, sem eiga rafgeyma í hleðslu hjá okkur,
eru vinsamlegast beðnir að sækja þá strax
fyrir sumarfríin.
Hleðslan, Þverholti 15.
TRELLEBORG
þegar um hjólbarða er
að ræða:
TRELLEBORG hjólbarðar
ýmsar stærðir.
ATHUGIÐ VERÐIÐ —
GÆÐIN ERU KUNN.
SÖLUUMBOÐ: IIRAUNHOLT
V/MIKLATORG.
Gunnar Ásgeirsson h.f.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. júní 1964 $