Alþýðublaðið - 11.07.1964, Síða 9
1 Siúdentsprófið nýtur mikils á
f= , ,
H lits í Frakklandi, og þeir sem
jj komast í gegn um hreinsunar-
1 eld þess eru yfirleitt álitnir
( hólpnir, því prófið tryggir þeim
1 aðgang að háskólum, sem ala
Iupp verðandi stjórnendur og
framámenn landsins. .
IStúdentsprófunum lauk í-fyrri
viku í Frakklandi. Stúdentar
gengust fyrir miklum gleðilát-
um í tilefni þess að prófum var
lokið. í sumum borgum veltu
þeir um bílum, kveiktu elda á
gangstéttum og köstuðu eggjum
í lögregluna, og allt var þetta
gert í tilefni dagsins. Sumir voru
raunar að gleðjast yfir því, að
flj þeir höfðu komizt yfir nokkrar
• j spurninganna óður en prófin
U fóru fram.
p . Haft er svipað fyrirkomulag á
p stúdentsprófum í Frakklandi og
|| hér á íslandi er haft á um lands-
jj prófið. 30 frægir prófessorar
@ semja prófspurningarnar, sem
H síðan eru sendar til menntamála
y ráðuneytis. Þaðan fara þær svo í
|| ríkisprentsmiðjuna, en þar fær
enginn einn setjari að setja
meira en eina línu úr prófunum.
Þegar búið er að prenta verk-
efnin eru þau geymd í læstum
peningaskápum, þar til þrír dag
ar eru eftir til prófs. Þá eru inn
sigluð umslög með verkefnunum
í send til prófstaða. Á sama tíma
um landið allt eru innsiglin rof
in og nemendum fengin verk-
efnin í hendur.
í sumar tókst ekki betur til en
svo, að í Marseille komst einhver
yfir hluta prófsins og hefur ver
ið gizkað á að þar hafi undir-
heimalýður borgarinnar verið
að verki. Viku fyrir prófið gengu
þrjár erfiðar spurningar úr þeim
hluta prófsins, sem fjallaði um
heimspeki, kaupum og sölum.
Foreldrar og nemendur greiddu
margir hverjir með glöðu geði
rúmlega 13 þúsund krónur fyrir
þessar spurningar.
Spurningarnar voru þessar:
Sannar skynjun tilveru hlutar?
Er rétt að tala um lexíur for-
tíðarinnar? Er dómgreindar-
frelsi samrýmanlegt sannlciks-
nauðsyn?
■IPIlll[SllffilllIlili!llllllllil!l!!l[:!!lli!!;l!!í!!!;i!l!!!!!!llllllllIl!lllIll!lllííl!!
Þegar fréttir af þessari próf- y
sölu bárust til Nizza, Korsíku, y
Toulon og Parísar lækkaði verð-3
ið niður í um það bil 1300 hundr-
uð krónur íslenzkar.
Lögreglan fékk fréttir af þessu \
svindli sama dag og prófið var :
haldið en, vegna skriffinsku-y
báknsins reyndist ókleyft að y
skipta um próf.
í Marseilles var talið að 80% fg
stúdenta hefðu vitað um spurn-
ingarnar, og þegar einn af cm-.
bættismönnunum, sem sáu um
próflð þar var spurður hvers-
vegna ekki væri skipt um próf, H
sagði hann að menntamálaráð- M
herrann, væri sá eini sem gæti
ákveðið það, og það hefði alltaf
verið á tali í París.
Ekki stendur til að láta stúd-
enlana taka prófið aftur, heldur i
hefur menntamálaráðherrann.H
Fouchet, ákveðið að bera skuliH
saman prófúrlausnir og þau
verkefni, sem' nemendur liafa :
leyst af hendi í vetur. Þeir sem
þykja grunsamlega háir á stúd
entsprófinu, verða látnir gangaU
undir munnlegt próf.
!UIHÍlllUínftöl!llill!Í!li0ilifll!!!!KiilinUllllÍlílHBMiUtniliÍltóí!ÍI1iil!líill!lÖlllÍfil!!HlS
og stöðvar hermanna og gert
sprengjutilræði. Nýlega var
sprengjum kasíað að bústað Ben
Bella í því skyni að sýna Algeirs-
borgarbúum og öðrum, að baráttan
gegn Ben Bella væri ekki aðeins
háð á fjöllum uppi heldur einnig
í borgum og bæjum.
Ben Bella hefur haldið margar
útvarpsræður og hvatt landsmenn
til að berjast gegn uppreisnarm en
orá hans virðast ekki hafa haft
*
mikil áhrif. Þá hefur hann fyrir-
skipað fjöldahandtökur, og munu
alls um 100 þekktir stjórnmála-
menn, Sem grunaðir eru um að
fylgja stjórnarandstæðingum að
málum, sitja í fangelsi. Ferrhat
Abbs fyrrum forsætisráðherra er
í stofufangelsi.
Á fundi sem FLN hélt á laugar-
daginn var samþykkt að reka fimm
.helztu andstæðinga flokksins, þá
Chaabani öfursta, Mohammed Bou
diaf, Hocine Ait Ahmel, Hassani
Moussa og Mohammed Khidder
Jafnframt var þess krafizt, að Am
ar Bentoumi dómsmálaráðherra,
bróðir hans, og níu þingmenn aðr-
ir yrðu sviptir sætum sínum á
þingi.
★ AFSTADA HERSINS.
Ben Bella er í miklum andbyr,
og stjórnarandstöðunni vex stöð-
ugt ásmegin. Andstaðan virðist nú
Framh. á bls. 10
Veljib yður vini
meðal blómanna
'Sýningarblómin og þúsundir annarra plantna
bíða eftir yður.
Gróðurhús Paul Michelsen
Hveragerði.
Byggingarfélag verkamanna í Reykjavík
TIL SÖLU
2ja herbergja íbúð í 10. byggingarflokki. Þeir
félagsmenn, sem neyta vilja forkaupsréttar,
sendi umsóknilr sínar fyrir kl. 12 á hádegi mið-
vikudaginn 15. þ. m. á skrifstofu félagsins,
Stórholti 16.
Stjórnin.
Benzínafgreiðsla
Ungur maður óskast til afgreiðslustarfa á
benzínstöð.
Tilboð, er tilgreini aldur og fyrri störf,
sendist afgreiðslu blaðsilns fyrir mánudags*
kvöldl.
Merkt: BENZÍNAFGREIÐSLA.
Heildsölubirgðir:
Kristján Ó. Skagfjörð h.f.
Reykjavik.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 11. júlí 1964