Alþýðublaðið - 02.09.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.09.1964, Blaðsíða 3
Lúthersk al- fræðibók 1965 Keykjavík, 1. september — HP. FUNDI stjórnamefndar Lút- iterska heimssambandsins var fram haldið að Hótel Sögu í morgun að lokinni guðsþjónustu í Neskirkju, l»ar sem danski biskupinn J. Leer- Andersen prédikaði. Var forseti ís lands, herra Ásgeir Ásgeirsson, við staddur gnðsb.iónustuna og fundar haldið fyrir hádegi, en þá var lögð fram og rædd skýrsla guðfræði- nefndar sambandsins. Á heimsþrnginu í Helsinki í fyrra var rætt um trúfræðilega á- lyktun, sem fyrir þinginu lá, um réttlætingu syndugs manns fyrir trú á Krist. Var nokkuð um hana deilt, enda varð hún ekki útrædd, BHIWtWWWWWUtWWWW Kjördæmisbing á Vestfjörðum KJÖRDÆMISRÁD Alþýðu- flokksins í Vestfjarðakjör- dæmi efnir til Kjördæmis- þings flokksins um næstu helgi. Fimdurlnn verður haldinn I Alþýðuhúsinu á ísafirði, fundartimi verður nánar tilkynntur síðar. Þing fulltrúar eru hvattir til þess að sækja þingið vel. tmwwwtwwiwwwtww heldur var vísað til guðfræðinefnd ar heimssambandsins til frekari at hugunar og útgáfu. Verður hún nú send öllum lútherskum kirkjúm og kirkjufélögum auk fulltrúanna á þinginu í Helsinki í fyrra. Ekki ber þó að líta á ályktun þessa sem samliljóða áiit Lútherska heims- sambandsins. Á fundi í dag var og skýrt frá útgáfu lútherskrar al fræðibókar, sem unnið hefur verið að í 10 ár og væntanlega kemur út í Bandaríkjunum í árslok 1965. Er hér um 200 bls. verk í tveimur bindum að ræða, og verða í ritinu um 2500 langar og stuttar greinar eftir rúmlega 700 höfunda. Verð ur hinn margvíslegasta fróðleik að finna í bókinni um flest, sem varð ar Lútherstrúna og lúthersku kirkjuna. Síðdegis flutti aðstoðar- framkvæmdastjóri heimssambands ins, Dr. Vilmos Vajta frá Ung- verjalandl, skýrslu nm kirkjuþing ið í Róm og þau viðhorf, sem það skapaði f samskiptum kirkju- deilda, einkum að þvf, er lút- hersku kirkjuna varðaði. Var er- indið hið fróðlegasta. HAVANA: Fulltrúar ríkisstjórna Kúbu og Sovétríkjanna hafa undir ritað samning um að byggð verði fiskihöfn við Havana. Mun hún kosta um 100 millj. ísl kr. Keypt verður sovézk rafstöð til þess arna og fleiri tæki er munu kosta um 250 millj. ísl. kr. NYRRAR RANNSOKNAR ÆSKT í HELANDERMÁLI Stokkhólmi 1. sept. (NTB-Reuter). 41 ÁRS gamall pylsusali í Upp sölum, Knut Rehrson, hefur óskað eftir því við dómsmálayfirvöld í Uppsölum að hafin- verði ný réttar rannsókn í máli Dick Helander hiskups. Segir liann prest nokkurn hafa játað fyrir sér á banasæng árið 1954 að þaö hafi verið hann Og þrír aðrir tilgreindir prestar GÓÐVIÐRI Framh. af bls. 12. var okkur sagt, að Vík væri búin að glata þessum virðingarsessi og nú væru Kvísker í Öræfum regn- Bælasti staður landsins og liefði verið um nokkurt skeið. Annar etaður, sem ekki gefur Kvískerj- um eftir, að því er talið er, er Hveradalir á Heillisheiði. Þar hafa hlns vegar elcki verið framkvæmd- ar fastar mælingar um langt skeið. Hér í Reykjavík er 10-14 stiga hiti í dag og eru spámenn veður- etofunnar vongóðir um að góð- vlðri haldist næstu daga með stöð agri sunnanátt. FYRIR skömmu var haldin al- þjóðleg’ siglingakeppni ung- linga í Burnham-on-Crouch í Englandi. Þátttakendur voru alls um 90. - Stúlkurnar tvær, sem viff sjáum hér á myndinnl eru báffar frá London. Þær voru svo óheppnar aff hvolfa fleytu sinni rétt í byrjun keppni er skrifuðu níðbréf þau er Heland er var síðar dæmdur fyrir. Önnuð ust"þeir einnig dreifingu bréfanna. Einn hinna tilgreindu presta lézt mjög skyndilega í síðustu viku og hefur Pehrson sagt málafærslu manni sínum, að full ástæða sé til að athuga það dauðsfall nánar. Hefur hann í ósk sinni um endur upptöku málsins óskað eftir því að krufning fari fram á hinum látna klerki. Pehrson þessi segir, að haustið 1954 hafi Hedberg kapilán trúað sér fyrir því að hann og þrír aðrir prestar hafi skrifað og dreift níð bréfunum, Hins vegar sóru prest- arnir hver gagnvart öðrum að þegja og með því að saensk lög heimila slíkt átti leyndarmálið að vera vel geymt. Skrifstofa ríkissaksóknarans gaf út þá tilkynningu síðdegis í dag, að „upplýsingar” Pehrson væru mjög óábyrgar og ósennilegar. Seg ir hún, að rannsóknir, er áður hafa farið fram á máli þessu, hafi ekk- ert það leitt í ljós, er renni stoð um undir staðhæfingar Pehrson, heldur þvert á móti. ÞANT TELUR LAUSN ÓLÍKLEGA AÐ SINNI Geneve 1. september (NTB-Reuter). U ÞANT framkvæmdastjóri Sam einuffu þjóffanna sagffi í dag, aff hann væri kominn á þá skoðun, að eins og stæffi væri ekki mögulegt aff komast aff lausn í Kýpur-deil- unni eftir venjulegum samninga- leiffum. Hann kvaff sína skoffun vera þá, aff SÞ-herinn á Kýpur ætti að vera þar þrjá mánuffi enn, frá og meff 26. september, en þá var ætlunin aff hann færi þaffan. U Þant lagði áherzlu á það, að SÞ yrðu að finna nýjan sáttasemj ara á Kýpur eins fljótt og mögulegt væri í stað finnska sáttasemjarans Sakari Tuomioja, er forfallazt hef ur vegna heilablóðfalls, eins og kunnugt er. Kvaðst U Þant vonast til þéss, að unnt yrði að finna nýj an sáttasemjara innan fárra vikna. Myndi sá væntanlega halda áfram þar sem frá var horfið í starfi Tuomioja. Myndi hann væntan- lega geta lagt fram skýrslu í lok október. Viil samvinnu BERLÍN: Walter Ulbricht forsæt isráðherra Austur-Þýzkalands krafðist þess í dag að strax yrði komið á samvinnureglum milli þýzku ríkjanna er verði til þess að minnka spennuna milli þeirra og leiða til afvopnunar þeirra. Krafðist hann þess að ríkin semdu um það að þau myndu ekki leyfa kjarnvopn á sínum landssvæðum, hermálakostnaður verði lækkaður verulega en sömu upphæðir í stað inn notaðar til aðstoðar við þró- unarlöndin. Ekki vildi U Þant segja frá því hvern hann gæti helzt hugsað sér sem sáttasemjara af öllum þeim, er tilnefndir hafa verið. Hann kvaðst hafa heimsótt Tuomioja á sjúkrahúsið og kvaðst ekki búast við að hann myndi vinna frekar að sáttum á Kýpur. í Helsingfors eru menn þeirrar skoðunar, að U Þant muni leita eftir því að fá til sáttastarfsins annan Finna, að alfulltrúa þeirra hjá SÞ, en hann er Ralph Enckell, Sýningar Þjóðleikhússins Framh. af bls bls. 1. byrjaðar í vor, en legið niðri þang- að til í dag, er þær hófust að nýju. Leikritið þýddi Jónas Kristjáns- son, skjalavörður, en leikstjóri verður Klemenz Jónsson. í „Krafta verkinu” eru hlutverkin um 12 talsins, en með aðalhlutverkið fer 13 ára gömul stúlka úr Kópavogi, Gunnviir Braga, sem valin var að lokinni keppni sex stúlkna, sem til greina komu. Hefur Gunnvör einu sinni áður leikið í barnaleik- riti í Kópavogi. Leiktjöldin fyrir „Kraftaverkið” málar Gunnar Bjarnason. í vor hófust einnig æfingar í Þjóðleikhúsinu á nýju lcikriti eft- ir íslenzkan höfund, Guðmund Steinsson. Nefnist það „Forseta- efnið” og verður annað verkefni Þjóðleikliússins í haust. í leikrit- inu eru 19 leikendur, en með aðal- hlutverk fara Róbert Arnfinnsson og Gunnar Eyjólfsson. Leikstjóri verður Benedikt Árnason, en leik- tjöld málar Gunnar Bjarnason. — Síðar í haust verða tekin upp tvö verk frá fyrra leikári á sviði leik- hússins. Eru það Táningaást og Sardasfurstinnan. Engar breyt- ingar vcrða á starfsliði Þjóðleik- hússins í haust og leikarar þelr sömu og áður. Þjóðleikhússtjéri sagði, að enn væri unnið af fullum krafti að því að útbúa litla leiSí- sviðið í Lindarbæ, sem sennilega yrði hæft til notkunar um næstu mánaðamót. Verða „Kröfuhafar” fyrsta verkefnið í haust, en siða* mun ákveðið að sýna þar m. a. „Sköllóttu prímadonnuna” eftif lonesco í þýðingu Bjarna Bene- diktssonar frá Iíofteigi. Auk þcss, sem leiksviðið verður notað til aV mennra leiksýninga, verður það æfingaleiksvið fyrir nemendur I Leikskóla Þjóðleikhússins, sem nú verður fyrst um sinn til húsa f Lindarbæ. SMÁBÁTAR Framh. af bls. 12. meff bátunum þarna í höfninill og ekki óalgengt aff gengiff sé í bátana og hnuplaff úr þeim og þeir skemmdir. En vegna þesS hve grundvöllurinn fyrir ÚV gerff bátanna væri slæmur og þeir þar af leiðandi lí'.iff nctaff ir, væri erfitt meff eftirlit, sem kæmi aff fullum notum. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 2. sept. 1964 £

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.