Alþýðublaðið - 02.09.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.09.1964, Blaðsíða 7
r^muumiiiiimiiiiiiiuiiiiiinmtniMi i ■■ 111111111111111111111111111 <1111111:111 Tr, £ - | | Dag nokkurn kemur mað- | | ur með undarleg augu I Rætt við Dr. Gerhard Silitonga frá Indónesíu, einn full* I trúanna á fundi Lútherska heimssambandsins | Dr. Gerhard Sillitonga Reykjavík, 31. ágúst. HP. Margir fulltrúanna, sem nú I sitja stjórnarfund Lútherska \ heimSsambandsins í Reykjavík \ eru komnir hingað um langan \ veg, og einn þeirra er Dr. Ger- I hard Silitonga frá Indónesíu I — þessu. fjarlæga eyríki suður í af Malakkaskaga. Aðeins fjög- I ur ríki veraldar eru fjölmenn- I ari, og í Indónesíu er stærsti i lútherski söfnuðurinn után | hins vestræna heims, — HK- I BP éða Huria Kristen Batak í Protestant, kenndur við Bat- = ak-þjóðarbrötið á Norður- | Súmötru. Dr. Silitonga telst i einmitt til þessarar kirkju, og 1 á þingi Lútherska heimssam- I bandsins í Helsinki í fyrrasum- 1 ar var hann kjörinn í stjórnar- É . nefnd þess. Nú sækir hann Í fund hennar í Reykjavík í Í fyrsta sinn. Fréttamaður Alþýðublaðsins i átti stutt viðtal við Dr. Sili- í tonga um liádegisbilið á laug- 1 ardaginn var, og þessi lágvaxni Í og kviklegi Indónesíumaður I • svaraði öllum spurningum fljótf Í og vel og virtist hafa ánægju I af að fræða aðra um kirkju | . sína og þjóð, en tók þó fram, | að hann kysi helzt að segja i sem fæst um stjórnmálin í Í Indónesíu. | — Eruð þér Batak-maður | Ðr. Silitonga? — Já, Batak-þjóðin eða þjóð- 1 arbrotið er eitt af mörgum í I Indónesíu og á heima á Norður- I Súmötru. Sjálfur er ég 57 ára | gamall og fæddist í Tarutung. | Batak-menn eru nú um 2 millj- | ónir og tala tungumál, sem I kallast batak. Sá hluti Súm- i ötru, sem þeir eiga heima á, I er 500-600 km. á lengd og 8Ó | til 100 km. á breidd. Þetta er | land þeirra. í kirkju okkar, | HKBP, eru nú um 900 þús. I manns og í ýmsum nýrri kirkj- | um í sambandi við hana um | 150 þús. Múhameðstrúarmenn 1 af Batak-þjóð munu vera um | 700 þúsund, en hinir eru anda- Í dýrkendur. Auk kirknanna á | Norður-Súmötru eru nú nokkr- § ar Batak-kirkjur á Jövu. Á 1 Súmötru eru þær 1275, en um I 25 annars staðar og þá flestar ! á Jövu, eins og ég sagði. Fyrir | utan þá, sem teljast til Batak- ! kirkjunnar, held ég, að um 250 í þúsund Lútherstrúarmenn séu | i: allri Indónesíu, svo að sam- I tals munu þeir nú vera ná- |: ' lægt 1,3 milljómr. Sérstaklega 1 ber að nefna Lútherstrúar- I menn á eynni Irian auk þeirra, ! - sem búsettir eru á Súmötru og i Jövu. — Hvað getið þér sagt mér um sögu Batak-kirkjunnar? — Hún má í raun og veru heita rösklega aldar gömul og á rætur sínar að rekja til þýzka trúboðsins Rheinische Missi- ons Gesellschaft og þá fyrst og fremst eins manns, trúboðans Ludwig Nommensen, sem kom til Súmötru árið 1864 og stundaði þar trúboðsstarf í meira en hálfa öld. Áður höfðu tveir Ameríkumenn freistað trú boðs á sömu slóðum, en voru báðir drepnir. í hinni fornu bók Batak-þjóðarinnar, Pus- taha, er sagt, að dag einn muni koma og vitja hennar maður handan um höf, — maður með undarleg augu, sem muni segja henni frá syni guðs. — Þetta vissi Nommensen, þegar hann kom 1864. Hann hafði verið búinn að kynna sér nokk- uð sögu lands og þjóðar, og þess vegna vísaði hann til þess- ara orða og var vel tekið. Hann varð 80 ára gamall og dó eystra árið 1918 eftir heilla- drjúgt ævistarf. Þegar hann dó, gaf þjóð mín horium æðsta virðingarheiti, sem hún getur gefið nokkrum manrii. Það er ompu, sem þýðir afi. — Og nú er Batak-kirkjan orðin stærsta kirkjan í Indó- nesíu? — Já, Nommensen og fylgj- endur hans urðu að nokkru leyti að starfa á grundvelli ættbálkaskiptingarinnar og komu á fót „þjóðkirkju,” sem nú ér orðin stærsta kirkjufélag Indónesíu og stærsta Lútherska kirkjufélagið utan hins vest- ræna heims. Þýðing Nommen- sens á Nýja testamentinu kom út 1878, og þýðingu Gamla testamentisinsi á mál Batak- manna var lokið 1894. Fimm árum síðar hófst trúboð út á við, og upp úr því varð síðar til Batak trúboðsfélagið, sem nú hefur á hendi trúboðsstarf- ið heima og erlendis. Um það bil, sem fyrri heimsstyrjöldin brauzt út, taldi kirkjan um 100 þúsund Batak-menn, og söfn- uði þeirra á hverjum stað stýrðu yfirleitt leikprédikarar, því að kirkju okkar hefur alltaf skort nógu marga vígða presta. Á þessum tíma höfðu verið stofnaðir nokkrir skólar, og líknarstarf var einnig hafið. Árið '1930 var HK- BP-kirkjan formlega stofnuð, og þrátt fyrir margháttaða erf- iðléika, sem sköpuðust í síðari heimsstyrjöldinni, svo sem brotthvarf þýzkra trúboða, her- nám Japana og bardaga og ólgu eftirstríðsáranna vegna sjálfstæðisbaráttu Indónesíu- manna, var kirkjan sjálfstæð- ari og þroskaðri stofnun eftir stríðið en áður. Fjárhagsaðstoð Lútherska heimssambandsins hefur orðið kirkjunni mikil lyftistöng, og einnig hefur heimssambandið ásamt Rhein- (Framhald 4 5. síSu). ^iniilililiiliiiiiiiimmiiiiúhiiiiif tiiiiíiiiíiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiihniiiniiiniinrtiiiimiiiiÍMiuiinimniiiiiniiiiiiniiiiiiimiiiiiiiniiiiiinniiiii.f.Miiiimiiiiiiiiiiimiimiiiiiiii iinm* STAÐARFELL Handavinnu- og húsmæðrakennara vantar að Húsmæðraskólanum að Staðarfelli á komandi vetri. Frekari vitneskju veitir forstöðukona skól- ans, frú Ingigerður Guðjónsdóttir, í síma 4 11 70 næstu daga. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar og 10 manna Land Rover Station Diesel, með framdrifi er verða sýndar í Rauðarárporti miðvikud. 2. sept. kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. , Sölunefnd Varnarliðseigna. Hjúkrunarkonur - Starfsstulkur Hjúkrunarkonur óskast að Borgarspítalanum í Reykjavík sem fyrst einnig nókkrar starfsstúlkur. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan i síma 22413. Reykjavik, 1. sept. 1964. Sjúkrahúsnefncl Reykjavíkur. Nemendur í símvlrkjun Landssíminn getur tekið nokkra nemendur í símvirkj un, með sérnám í radíótækni. Umsækjendur skulu hafa lokið miðskólaprófi. Umsækjendur verða prófaðir í dönsku, ensku og stærð- | fræði og verður inntökupróf haldið um miðjan septem- r ber. Umsóknir, ásamt prófskírteini og upplýsingum um fyrri störf óskast sendar póst- og símamálastjórninni fyrir 10. september n.k. Upplýsingar um námið verða veittar i sima 11 000. Póst- og símamálastjórnin, 1. september 1964. Samvinnuskólmn, Bifröst Matsvein eða ráðskonu vantar við Samvinnu- skólann, Bifröst, á komandi vetri. Upplýsingar í símstöðinni Bifröst í dag og |' næstu daga. Samvinnuskólinn Bifröst. | Kópavogur — nágrenni. Húsbyggjendur - Höfum kalk fyrirliggjandi. Litaval, Álfhólsvegi 9 Sími 41585. Múrarar ALÞÝÐUBLÁÐIÐ —.2. sept. 1964

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.