Alþýðublaðið - 06.09.1964, Side 5

Alþýðublaðið - 06.09.1964, Side 5
 Hvers vegna kaupa bíl fyrir 130-40 þúsund kr. þegar hægt er a5 fá nýjan Trabant '65 módel fyrir 80 þúsund kr. Trabant ”65 módel er nú fyrirliggjan di með fjölmörgum endurbótum og gerbreyttu útliti. — LEITIÐ UPPLÝSINGA. — BíIIinn er til sölu og sýnis hjá Bilavíil, Laugavegi 90. — Sími 19092. Einkaumboð: Ingvar Helgason, Tryggvagötu 4. — Reykjavík. Umboðsmenn úti á landi eru:. Bifreiðaþjónustan Akranesi,— Gunnar Árnason, Akureyri — Elís H. Guðnason, Eskifirði — Tryggvi Guðmundsson, Vestmannaeyjum. Meðal helztu endurbóta má telja: 1. 26% stærri rúður. 2. 50% betri hitagjöf frá miðstöð. 3. Rúðusprautur. 4. Hljóðeinangrun með trefjamottum. 5. Gerbreytt útlit, þak Iárétt með skyggni að aftan. 6. Nýir glæsilegir litir. 7. Stuðari að aftan. 8. Tvö sólskyggni. v 9. Fatasnagar og þrír öskubakkar. 10. 2 útispeglar og einn tvöfaldur innispegill. 11. Afturhluti bílsins lengdur, afturljós innibyggð. 12. Upphalarar á stórum hliðarrúðum. 13. Þægilegri sæti, og rúmbetra aftursæti. 14. Kistulok læst með lykli. 15. Húnar á hurðum gerbreyttir. 16. Stærri rafgeymir. 17. Miklu býðari á vondum vegi. 18. Auk óteljandi annarra breytinga og endurbóta. 19. Hefur einnig alla kosti Trabant 600, á vél, bremsum og gírkassa, sem reynst hefur afburða vel hér. tlllllVIIIIIIIIIIIIILIIIII<l l.lll' " • llllllllllll l■llll■l•■l 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 lllllllllll■llllllllllllllll•lll■ll■lllllllllilllllllllllll■llll•lll•llllll■lllllllllllllllllllllllm■lllllllllllllllllllllllllllllllll’(ltl•ll||■lll|lt ............... Neitun Kínverja Maó með frönskum þingmönnum. Þ A Ð kemur varla nokkrum á óvart, að kínverska stjórnin hefur hafnað tillögu Rússa um nýja ráðstefnu kommúnista- flokka heimsins á næsta ári og undirbúningsráðstefnu 26 flokka í desember næstk. Síðan hugmyndaviðræðurn-' ar í Moskva í fyrrasumar fóru út um þúfur, virðast báðir að- ilar hafa reynt að komast að samkomulagi. En ráðamenn- irnir í Moskva og Peking hafa báðir sett álit sitt og þjóðar- metnað í svo mikla hættu í deilunni miklu, að umheimin- um verður það æ ljósara, að meginmarkmiðið er ekki ein- ing kommúnista. Afstaðan til Vesturlanda hefur orðið ein hneykslunar- hella Pekingmanna. En um leið og Kínverjar hafa for- dæmt samninginn um tak- markað bann við kjarnorku- vopnatilraunum og tilraunirn- ar til að efla samsskipti Sov- étríkjanna og Bandaríkjanna hafa menn veitt því eftirtekt, að viðui'kenning de Gaulles á Kinverska alþýðulýðveldinu hefur táknað vissa nálgun Kín verja og Frakka. Á sama hátt og Kínverjar hafa Frakkar ekki undirritað tilraunabannssamninginn og sjá má fyrir upphaf hagsmuna bandalags tveggja ríkja, sem leika mjög svipað hlutverk hvort í sínu bandalagi. HINN aukni ofsi í deilu Rússa og Kínverja bendir hins vegar til þess, að sambúð stjórnanna í Moskva og Pek- ing sé miklu verri nú en sam- skipti stjórnanna í Washing- ton og París. Hinar sögulegu forsendur og auk þess hrein- ar landfræðilegar staðreyndir gera það að verkum, að sé horft lengra fram í tímann felur deilan í austri í sér miklu meiri hættur. Andúð sú á-Bandaríkjunum, sem de Gaulle reynir að ala á, gæti hæglega hjaðnað niður. Vinslit Evrópu, serri gaullistar réðu, og Bandaríkjanna, sem einangrunarsinnar stjórnuðu, er enn sem komið er hreinar bollaleggingar. Vinslitin í her- búðum kommúnista er aftur á móti staðreynd. í BRÉFI sínu frá 30. ágúst orðar kínverska stjórnin þetta sjálf á þá leið, að sagan muni dæma 15. desember, en þá er fyrirhugað að halda undirbún- ingsfund 26 kommúnistaflokka, „dag klofningsins mikla.” Tónn inn í bréfinu tekur af allan vafa um, að Kínverjar hafa hætt við hugmyndina um að komast að samkomulagi við núverandi forystulið sovézka kommúnistaflokksins. Eins og sakir standa, er ljóst að sovétstjórninni mun ekki takast að fá alla kommúnista- flokkana 26 til að senda full- trúa til ráðstefnunnar í desem- ber. í Moskva er talið, að 17 flokkar muni ef til vill senda fulltrúa. Rúmenía hefur ekki gefið ákveðið svar. Þótt Rússar geti enn gert ráð fyrir hreinum meirihluta í alþjóðahreyfingu kommún- ista er samt sem áður ljóst, að þróun síðustu ára hefur verið Moskvamönnum í óhag. í As- íu, Afríku og Rómönsku Ame- ríku hafa kommúnistaflokkar klofnað í flokksbrot Peking- sinna og Moskvusinna. í sum- um löndum hafa Pekingsinnar náð undirtökunum. Gera má ráð fyrir, að Kín- verjar telji tímann bandamann sinn. Með þetta i huga ber að | skoða tillögu þeirra um, að 3 hin'nýja ráðstefna allra kom- § múnista þarfnist mjög ná- 3 kvæman undirbúning, og að 3 hún geti vel beðið í fjögur til fimm ár. Forystuhlutverk Rússa gæti veikzt ennþá meira á þess- um tíma. SUÐUR-VIETNAM deilan sýnt glögglega, hve tailið milli Moskvamanna og Pekingmanna Framhald á 10. síðu w'^cuiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiifiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiniiiiiuiiiiiuuiiiiiiiiiiin ^iiiBiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii i ■•iiii«mnuiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiii;i»tuvj ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 6. sept. 1964 $ jiiiwiimiiirmnoöri

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.