Alþýðublaðið - 17.09.1964, Blaðsíða 7
ár frá valdatöku
kommúnista BúEgaríu
LÖNDIN í Austur-Evrópu
minnast nú hvert af öðru 20
ára afmælis frelsunarinnar u«d
an oki fasismans og hinna þjóð
félagslegu og pólitísku breyt-
inga, sem sigldu í kjölfai'ið.
Hinn 9. september sl. kom röð-
in að Búlgaríu.
Þótt margt hafi verið svipað
Búlgaríu og annars staðar sýn-
ir valdarán þar þó sérstaklega
með valdatöku kommúnista
vel, að Sovétríkin voru ekki
reiðubúin undir nokkrum kring
umstæðum að afsala sér valdi
sínu til að koma á breyting-
um að stalíniskri fyrirmynd
í nokkru landi, sem komizt
hafði inn á áhrifasvæði herafla
þeirra.
í Búlgaríu hefði aðstoð
Rauða hersins við kommúnista
flokkinn ef til vill verið óþörf.
Gagnstætt kommúnistum Rúm-
eniu voru búlgarskir kommún-
Frá Sofia, höfuðborg Búlgaríu.
istar svo öflugir þegar á árun-
um fyrir heimsstyrjöldina —
ásamt bandamönnum sínum úr
hinu byltingarsinnaða Bænda-
sambandi — að hugsanlegt er,
að þeir hefðu getað kómizt til
valda eftir lýðræðislegum leið
um.
Búlgarar gerðust bandamenn.
Hitlers-Þýzkalands í heims-
styrjöldinni aðallega vegna
þess eins, að þeir vildu nota
tækifærið til að knýja fram
landakröfur sínar gegn Júgó-
slövum (af þeim heimtuðu þeir
Makedóníu) og Grikkjum (a£
þeim kröfðust þeir Þrakíu). Bor
is III. Búlgarakonungur gekk í
andkommúnistabandalag öxul-
veldanna og sagði Bandaríkjun
um og Bretlandi stríð á hend-
ur í desember 1942 en lét ekki
þvinga sig til að lýsa yfir styrj
öld gegn Sovétríkjunum.
Ástæðan var sú, að konung-
ur taldi að sameiningarstefna
Slava ætti mjög miklu fylgi að
fagna meðal þjóðarinnar og að
vináttutengsl búlgörsku þjóðar-
innar og Rússa væru sterk.
Búlgarar .töldu sig standa' í
þakkarskuld við „stóra bróð-
ur“, sem átti mikinn þátt í
frelsun Búlgara undan fimm
alda kúgun Tyrkja í styrjöld-
inni 1877-’78.
★ SOVÉZK INNRÁS
OG BYLTING.
Þegar Rauði herinn kom að
landamærum Búlgaríu í ágúst-
lok 1944, skömmu eftir að Rúm
enia hafði sagt sig úr banda-
laginu við öxulveldin, gátu eng
ir klækir diplómata komið í
veg fyrir innreið hans í land-
ið. Stjói-nin í Sofia bauðst til
að semja um vopnahlé við vest
urveldin, en í Moskvu var litið
á þessa málaleitun sem tilraun
til að etja vesturveldunum
gegn Rússum. Rússar sögðu
Búlgaríu stríð á hendur 5. sept
ember til að fá átyllu til að
sækja inn í landið. það kom
að engu gagni þótt Búlgaría
segði Þýzkalandi stríð á hend-
ur. , .
Rauði herinn sótti inn í land
ið og mætti engri mótspyrnu.
Hinn 9. september gerði svo
kölluð Föðurlandsfylking
(kommúnista, bændasambands
ins, jafnaðarmanna fylgis-
manna vinstri-flokksins „Sve-
no“) byltingu og myndaði ríkis
stjórn.
Eins og annrs staðar gerðist
síðan að’ögun að „alþýðulýð-
veldi“ í þrem áföngum: Fyrst
sat að völdum raunveruleg sam
steypustjórn nema að nafninu
sat stjórn, sem ekki var sam
steypustjórn. nema að nafninu
til þótt hún væri svo kölluð, og.
að lokum komst á einræði.
★ ANDSTÆÐINGAR
FJARLÆGÐIR.
Fyrsta tímabilið stóð ekki í
marga mánuði. Innanríkisráð-
herra kommúnista, Anton Ju-
gov ( sem síðan hefur fallið í
ónáð), reiyndi að etfla áhrif
kommúnista í lögreglunni og
opinberum stofnunum, og naut
til þ#ss stuðnings hernámsyfir
valdanna.
Þegar ráðherrar jafnaðar-
manna og Bændasambandsins
sögðu sig úr stjórninni í mót-
mælaskyni 1945 stofnuðu
kommúnistar flokka.sem báru
sömu nöfn og Jafnaðar
mannaflokkurinn og Bænda-
sambandið og skipaðir voru
fylgifiskum kommúnísta. Þess-
ir flokkar héldu uppi herferð
gegn jafnaðarmönnum og
og Bændasambandinu.
Stjórnarandstöðuflokkarnir
tóku ekki þátt í kosningunum
í nóvember 1945 vegna kosn-
ingafyrirkomulagsins. Komm-
únistar fengu 90% atkvæða í
kosningunum. Vesturveldin
mótmæltu kosningunum eri án
árangurs.
Árið 1946 var konungsríkið
lagt niður og var það i sam-
ræmi við almenningsálitið í
landinu. Eftir andlát Boris kon
ungs 1943 höfðu þrír ríkisstjór-
ar farið með konungsvald þar
eð sonur hans, Simeon, var ó-
fullveðja.
í október sama ár voru haldn
ar nýjar kosningar. Stjórnar-
andstöðuflokkamir tóku þátt í
þeim og unnu 101 þingsæti af
465 á þingi (Sobranije). Stjórn
arandstöðuflokkarnir gátu
sannað, að úrslitin stöfuðu af
hryðjuverkum fyrir kosningarn
ar og fölsun atkvæðatalningai',
Vesturveldin báru aftur fram
mótmæli án árangurs.
* EINRÆÐI OG
FLOKKSDEILGR.
Nú var þess skammt að bíða
að algert eínræði kommúnista
tæki við. Árið 1947 létu komm
únistar til skarar skríða gegn
Bændasambandinu. Nokkrir
helztu leiðtogar þess voru hand
tsknir og aðalleiðtogi flokks- _
ins, Pteokv, var dæmdur til
dauða á grundve'li falsaðrar
ákæru um landráð. Hann var
þvi næst tekinn af lífi.
Árið 1948 beið flokkur jafn-
aðarmanna sömu örlög, ríéma
hvað hinn aldni leíðtogi hans,
Lulchecy, slapp með 15 ára
fangelsisdóm. Þessú næst voru
flokkar kommúnista og jafnað-
armanna ,,sameinaðir“ og
stjórnarskrá í anda „alþýðulýð
ræðis“ samin.
Þá átti sér stað skömmu síðar
barátta um völdin í einræðis-
flokknum. Flokksritarinn Tra-
itsjo Kostov var dæmdur til
dauða og tekinn af lífi, gefið að
sök að vera þjóðernissinnaður
og heimsvaldasinnaður njósn-
ari og auk þess títóisti (síðan
hefur hann verið „endui'reist-
ur“).
Um þessar mundir í Júli
1949, lézt hinn gamli foringi
kommúnista, Georgi Dimitrov
forsætisráðherra, með dular-
fullum hætti i Sovétríkjunum
og hefur það mál enn ekki ver-
ið upplýst. Nú er aðeins hægt
að líta á þessa atburði sem til-
raun til að tengja Búlgaríu,
sem þá þegar var undir stjórn
kommúnista, órjúfanlegum
bönduin við Sovétríkin með því
að fjarlægja þá kommúnista,
sem eitthvað hugsuðu um þjóð
arhag. — Harry Schieicher.
,IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIMIIMflltMIIMIIIIIIIIIII|llllllllllllllllllllllllllllllllllllt||IIIIIIIIIIIBIIIIIIIIMlll.4 <||M|ll|l|||IIIIIIIIMIIIIIIIIMIIIIIIIMIIMIIIIIIIIII!IIIIIIIIIIIIIIIIMMMIMMIMMMIIMIIIIIIMMMMIMMIIIIIMMIIIiMMIIilllliMIIMIIIMIMIIIIIIMIMIIIIIIMIIMMtMMIM'>
að kyrmast góðri og elskulegri
stúlku Guðlaugu Gísladóttir og
giftust þau 31.12 ',1953. Eignuðust
þau þrjár dætur.
Þegar kvaddur er í hinzta sinn
drengur góður er erfitt tungu að
•hræra og kveðju áð flytja. Ástkær
eiginmaður, faðir, sonur, bróðir og
vinur er frá okkur, horfinn, með
skjótuip hætti á drottins fund er
fagnaðarhátíð kristinna mann
vegna fæðingar frelsarans4 er að
ljúka. Við sem eftir stöndum og efn
um til fornrar hátjíðúr vegnh
komu hans í heiminn eigum erfitt
með að skilja hvers vegna sá er við
elskuðum skuli vera sva skyndi-
lega frá okkur kallaður í blóma
lífsins, glaður og reifur.
Prúðmenriska og nærgætni ein-
kenndi umgengni hans við með-
bræður sína. Ekkert er betra á
þessu stigi lífsins en að eignasfc
góðan vin og samferðamann meO
an á ferð okkar stendur.
Tryggvi var vissulega í hópi
þeirra samferðamanna sem gott
var að eiga sem vin, sikátur með'
ríka kímnigáfu, hjálpsamur mett
afbrigðum. Hans er því saknað aS
f jölda vina um allan Skagafjörft
Við óskum þér góðrar ferðar og
góðrar heimkomu í ríki guðs Cg._
elskulegra endurfunda, þess ósk
um við öll. — Guð blessi þig og
minningu þína. — Vinui'.
SMDBSTÖÐIH
Sætúni 4 - Sími 16-2-27
BBlina er smurðor fljétt ag rA
teUnm «11» tenndlr af «0101111»
F. 13.5 1931 - d. 5.1 1964.
í vetur var til moldar borinn á
Sauðárkróki Sigti-yggur Pálsson,
en hann lézt á sjúkrahúsi í Kaup-
mannahöfn. 5. janúar eftir erfiða
legu. Hann var fæddur á Sauðár-
króki sonur hjónanna Pálínu
Bergsdóttur og Páls Þorgríms-
■sonar og var hann einn af fimm
börnum þeirra hjóna. Tryggvi eins
og hann var kallaður var dugnaður
til vinnu í blóð dorinn og fór hann
ungur að vinna fyrir sér og vann
sér ætíð traust húsbænda sinna og
vinnufélaga fyrir trúmennsku sína
og prúðmennsku.
Hann var félagsmaður mikill og
tók virkan þátt í störfum Ung-
mannafélagsins Tindastóls og einn
ig Ungmennasamdandi Skaga-
fjarðar og valdist þar til ýmissra
Trúnaðarstarfa, var hann um skeið
formaður Ungmennafélagsins
Tindstóls.
Árið 1958 gerðist liann nemandi
í rafvirkjun hjá Þórði Sighvats-
syni á Sauðárkróki og lauk sveins
prófi í þeirri grein á síðastliðnu
vori, Að loknu námi gerðist hann
starfsmaður hjá Rafmagnsveitu
ríkisins. Tri'ggvi var svo lánsamur
Sigtryggur Pálsson, rafvirki.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. sept. 1964 J