Alþýðublaðið - 17.09.1964, Blaðsíða 15
manninum, sem við hittum x
ki'ánni?
Hann sleppti Jess, og leit á
mig. — Finnst þér, að ég ætti
að gera það?
— Ég veit ekki. Ég hef bara
verið að velta því fyrir mér,
hvers vegna þú hefur ekki gert
. það.
— Ég skal segja henni frá því,
ef þú vilt það, sagði hann.
— Nei, ég á ekki við það. Ég
á bara við — hvers vegna hefur
þú ekki gei-t það — það er allt
■ og sumt, sem mig langar að vita.
— Jæja, ég býst við að það sé
. vegna þess, að ég hef ekki enn
ákveðið hvað ég ætla að gera í
málinu, sagði hann. — Satt að
segja, þá vil ég hafa hreinar lín-
ur í öllum málum áður en ég
1 legg þau fyrir móður mína. Ann-
ai’s gefurhún því rothöggið, áður
en ég er byrjaður.
—• Já, ég get imyndað mér
það, sagði ég.
— En ég skal segja henni frá
þessu núna. Anne, í sambandi
við Margaret . . .
— Ég hélt, að þú vildir ekki
ræða um hana.
— Nei, ég vil það ekki, sagði
hann. — En ég veit, að fyrr eða
síðar verð ég að gera það. Hún
mun sjá um það. Hvernig hún
gat hringt til mömmu í dag, strax
og hún hafði séð okkur! Hún var
konan, sem ók Jagúamum, sem
; var svo lengi á eftir okkur . . .
Hann þagnaði því að dr.Linds
ay gekk yfir flötina til okkar.
— Mér þykir það leitt, en þið
hafið ekki heppnina með ykkur,
sagði hún,
— Ég hringdi, en það svaraði
enginn, svo ég get ekki stöðvað
þau. Hún settist aftur í stólinn,
og hagræddi sessu við hnakkann
á sér. — Eins og ég sagði áðan,
þá stoppa þau ekki lengi, því að
þau eru alltaf vön að heimsækja
móður Owens á sunnudagskvöld-
um.
Owen og Margaret Loader færu
að koma, svo að ég gæti komizt
að raun um hvað hér væri á
seyði.
Skömmu eftir að við komum
heim eftir gönguna, komu þau
akandi í Jagúarnum.
6
Owen Loader var um það bil
fertugur, hár, velvaxinn maður.
Hann var rjóður í framan, en
svipur hans var mjög vingjarn-
legur. Augu hans voru ljósgrá,
og ljóst hárið var upplitað af sól-
inni. Hann var aðeins farinn að
missa hárið við kollvikin. Hann
leit miklu fremur út eins og
bóndi en rithöfundur. Það er að
segja, eins og auðugur bóndi.
Ég veit ekki hvers vegna ég sá
það strax á honum, að hann
hlaut að vera auðugur. Ef til vill
hafði ég einhvers staðar heyrt
minnzt á það, því að ég hafði
heyrt hans getið, þó ég hefði
ekki lesið bækurnar hans. Þær
fjölluðu aðallega ,um búskap og
sveitalíf, og voru töluvert þekkt
ar. En þærvoru hvorki svo marg
ar né geysi frægar, að hann hefði
getað fengið auðlegð sína á þeim.
Margaret hafði einnig yfir sér
yfirbragð auðlegðar, en það var
auðveldara að gera sér grein fyr-
ir hvaðan hún hafði það, heldur
en maður hennar. Hún var frem
ur lágvaxin, dökkhærð með fölt,
ávalt andlit, sem einhvers konar
stöðugur hryggðarsvipur gerði
mjög aðlaðandi. Hún var í Ijós-
um kjól, sem hefði kostað mig
öll mín mánaðarlaun að kaupa,
og hár hennar bar þess ljósan
vott, að hún væri tíður gestur á
góðum og dýrum hárgreiðslu-
stofum. Hún var með demants-
hring og perlufesti, og steinn-
inn í hringnum var of stór, og
perlurnar í festinni of smáar til
að geta verið eitthvað annað en
ósviknar.
Lágri, feimnislegri röddu sagði
hún mér, hve gaman sér þætti
að hitta konu Péturs, því hún
og Pétur væru gamlir og góðir
vinir, þótt hún byggist ekki við,
að hann hefði munað eftir því.
__ Pétur er þannig, sagði hún
og hló lágt, — að hann getur
ekki hugsað um nema eitt í
einu. Hún sneri sér að Pétri og
lagði höndina blíðlega á öxl
hans, því næst sneri hún sér að
dr. Lindsay og fór að spjalla um
ritdómana, sem síðasta bók
manns hennar hefði fengið. Hún
kvaðst hafa reiðst því, sem sagt
var í bókmenntafylgiriti Times,
en glaðst yfir því, sem New
Yorker sagði um bókina. •
Við vorum inni með drykkina
okkar, inni í stóru, þægilegu
setustofunni, þar eð orðið var of
kalt til þess að hægt væri að
sitja úti í garðinum.
Owen Loader spurði mig hve
lengi við Pétur ætluðum að
dveljast lijá dr. Lindsay, og
hann kvaðst vouast til að við
stöidruðum svolítið við.
— Ég er hrædd um að það
sé varla hægt að kalla þetta heim
sókn, sagði ég. — Við verðum
að fara aftur til London í kvöld.
— Þetta er ekki fallegt af ykk
ur, Pétur, hrópaði Margaret. —
Ég hélt að þið ætluðuð að stoppa
svolítið.
— Það verður að vera seinna,
sagði Pétur.—Ég held, að þetta
hafi verið það fyrsta, sem haxm.
sagði eftir að Margaret kom inn
í herbergið, og jafnvel nú forð-
aðist hann að horfa framan í
hana. — Anna vinnur úti, eins
ög þú veizt, sagði hann.
— En ég ætlaði að bjóða ykk-
ur í mat annað kvöld, sagði Mar-
■garet. — í kvöld get ég það að
sjálfsögðu ekki, því við erum á
leiðihni til móður Owens, en
hana heimsækjum við alltaf á
sunnudagskvölduih, nema okkúr
detti einhvef verulega góð af-
sökun í hug. Ég meina, nema mér
detti einhver góð afsökun í hug.
Owen þykir gaman að heimsækja
hana, svo hann reynir ekki að
komast undan því. Jæja við verð-
um þá bara að gera þetta næst.
Hvenær eruð þið að hugsa um
að koma aftur?
— Ég veit það ekki. Pétur leit
til Jess, sem gægðist inn um
dyrnar og leit tortryggilega á
Loaders-hjónin.
— Ég er að vinna að svolitlu,
svo ég kann að verða önnum
fcafinn.
SÆNGUR
ii'-.-eíi'•
Endurnýjum gömlu sængumar.
Seljum dún- og fiðurheld ver.
NÝJA FIBURHREINSUNIN
Hverfisgötu 57A. Sími 16738.
— En þú ert ekki byrjaður að
vinna, eða hvað? spiu'ði Margarú
et. — Ég hélt þú byrjaðir eklá
fyrr en í október,
— Þetta er ékkert viðkomandi
starfinu. Ég er að hugsa um að
taka að mér smá leynilögreglú+
starf.
H
frisk
heilbrigð
húð
GRANNARMiR
Iiehnta skilnað“.
— Ailt í lagi — látum þau
koma, sagði Peter, og dr. Lindsay
bi'osti ánægð vegna þess að
;hann hafði sætt sig við aðstæð-
urnar.
WÆvthöD (S MKOCaSQSB
En hann var ekki búinn að
sætta sig við þær, og hún tók
brátt eftir því, og andrúmsloftið
á milll okkar var ekki eins þægi
legt. Við héldum áfram að rabba
•saman eins og ekkert okkar tæki
eftir því. Við drukkum te í garð
inum, og fórum svo í stutta
göngu um skóginn bak við húsið.
En Peter gekk töluvert á undan
okkur með Jess á hælum sér.
jDr. Lindsay var fjarhuga og
gleymdi að ljúka við setningu,
sem hún var byrjuð að ségja við
mig, og ég óskaði þess eins að
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. sept. 1964 £5