Alþýðublaðið - 16.10.1964, Page 3
Ekki er búizt við
stefnubreytingu
WASHINGTON og LONDON
15. október (NTB-AFP). _ Frétt
irnar um að Krústjov hafi látið
af starfi forsætisráðherra og aí
alritara kommúnistaflokksins
komu á óvart í Washington í
kvöld, en opinberir formælendur
vildu ekkert segja um málið.
Lyndon Johnson forseti er á kosn
ingaferðalagi í New York og er
skýrt frá gangi mála jafnharðan.
Bent er á, að bandaríska stjórn
in hafi stutt ósk Krústjovs forsæt
isráðherra um minnkandi spennu
í sambúð austurs og vesturs. Sagt
er, að fráför hans virðist standa
í sambandi við deilur Sovétríkj-
anna og Kína.
Kunnugir í Washington segja
að Leonid Bresjnev, sem tekur við
Starfi flokksritara, sé þekktari á
Alvarlegt slys
á Akureyri
Akureyri, 15. okt. GS-ÁG.
ALVARLEGT slys varð hér í
dag í aðalspennistöð rafveitunn-
ar. Mjög stór og þung hurð, sem
rennur eftir bitum, losnaði og féli
yfir mann. Lenti hún að einhverju
leyti á honum og mun hann hafa
slasast alvarlega. Maðurinn, sem
lieitir Páll Jónsson og er frá Akur-
eyri, var fluttur á sjúkrahús og
ókunnugt var um líðan hans í
kvöld.
Vesturlöndum en Alexei Kosyg-
in, sem tekur við starfi forsætis-
ráðherra. Hins vegar eru báðir
taldir aðhyllast „Krústjov-lín-
una“.
Á London hafa fréttirnar frá
Moskvu einnig vakið ‘uppnám með
al stjómmálamanna. Hins vegar
er engin skýring gefin á atburð-
unum.
Kunnugir í London benda á, að
Reykjavík, 15. okt. ÁG.
VERKALÝBSFÉLAGIÐ í Hrís-
ey ákvað fyrir skömmu, að af-
greiða ekki vöruflutningaskip, sem
þangað kæmu á næturnar og um
helgaf. Síðan hafa tvö flutninga
skip, sem komið hafa að nóttu til
orðið frá að hverfa án þess að
hægt væri að lesta þau. Stjórn
frystihússins í Hrísey ákvað í gær
vegna þessa ástands, að loka frysti
Iiúsinu. í gærkvöldi tókust svo
samningar um að skipin yrðu af-
greidd, kæmu þau fyrir kl. 12 á
miðnætti.
Einhver brögð munu hafa verið
að því, að skip kæmu til Hrís-
eyjar á næturnar til að lesta fisk
frá frystihúsinu. Skapaði þetta ein
hverja óánægju innan verkalýðs
það virðist ekki tákna neinar veru
legar breytingar á utanríkisstefnu
Rússa að Bresjnev sé skipaður
leiðtogi kommúnistaflokksins og
Kosygin forsætisráðherra. Einnig
sé ósennilegt að þetta boði
breytta afstöðu gagnvart Kínverj
um.
Fregnin um atburðina i Moskvu
kom stjórnmálamönnum í Paris
Framh. á 13. síðu.
félagsins, og var þessi ákvörðun
þá tekin. Stjórn frystihússins taldi
þetta ástand valda því að starfs
grundvöllur hússins yrði óörugg
ari, og ©kki va^i hættandi á, að
halda rekstrinum áfram. Var því
ákveðið að loka húsinu.
í gærkvöldi var svo haldinn
fundur og varð þar að samkomu
lagi, að kæmu flutningaskipin fyrir
kl. 12 á miðnætti, yrðu þau lest
uð og um leið var' ákveðið að
frystihúsið yrði opnað' á ný.
Hofsjökuli kom til Hríseyjar í
fyrrinótt og var annað skipið, sem
ekki fékkst þar lestað. Voru það
um 800 kassar af fe’ystum ufsa,
sem skipið átti að taka. Varð að
fá bát frá Dalvík til að flytja fisk
inn til Akureyrar.
Tvö skip fengu
ekki afgreiðslu
MUMUMUUHMMUMMUMUUVlMlHHHWMiHUlHMmMIUMHMUMMHUWMMmUUM
Reykjavík, 15. okt. ÁG.
Alþýðublaðið hringdi í kvöld
í dr. Kristin Guðmundsson,
ambassador íslands í Moskvu
og spurði hann frétta af síð-
ustu atburðum. Dr. Kristinn
kvaðst lítið geta um málið sagt
Enn væri aðallega orðrómur
á kreiki. Hann hefði haft sam-
band við önnur sendiráð, og
yfirleitt væri talið sennilegt
að Krustjov hefði vikið.
Dr. Kristinn kvaðst fyrst hafa
frétt af þessu á sjöunda tím-
anum í dag. Þá hefði hann ver-
ið á tónleikum og hitt rúss-
neskan embættismann, sem
sagði honum að Krustjov hefði
sagt af sér, en bað hann fyrir
fréttina. Dr. Kristinn kvaðst
hafa heyrt miklu. meira um
málið utanlandsr frá, gegnum
erlendar útvarpsstöðvar.
Ambassadorinn sagði, að
Krustjov hefði undanfarinn
hálfan mánuð verið austur í
Kákasus, og m.a. ekki setið
kvöldverðarboð, sem haldið var
í dag til heiðurs forseta Kúbu.
Ekki vissi dr. Kristinn til þess
að myndir af Krustjov hefðu
verið teknar niður úr opin-
berum byggingum, og ekki
hafði hann orðið var við að
lögregluvörður hefði verið auk
inn á götum. Hann gat þess
þó, að enginn lögregluvörður
hefði verið við sendiráðið og
önnur sendiráð í sumar, eins
og undanfarin ár, en í gær
hefðu lögreglumenn skyndilega
verið komnir þar við allar dyr.
Hann kvaðst engan andróður
hafa heyrt gegn Krustjov og
engar sögur gengið að undan-
förnu um að hann væri að hætta
störfum. Að lokum sagði, dr.
Kristinn, að í dag hefðu Austan
tjaldslöndin verið beðin að
hlusta eftir fréttum í kvöld
í Moskvuútvarpinu.
Hann bað síðan að heilsa
öllum heima.
dr. Kristinn
WASHINGTON, 15. október (NTB-Reuter). — Lyndon B. John-
son forseti hefur skipað rannsókn í máli hins nána ráðunautar síns,
Walter Jenkins, sem sagði af sér í gær. Jenkins var handtekinn 7.
október fyrir ósæmilegt athæfi gagnvart 67 ára gömlum manni
á KFUM-heimili í Wasliington. Á þessum sama stað var hann einn-
Ag handtekinn fyrir svipað brot 1959.
Formaður landsstjórnar Repú-
blikanaflokksins, Dean Burch,
krafðist þess fyrr í dag að gerð
yrði ítarleg grein fyrir Jenkins-
málinu. Hann sakaði Johnson for
seta um að hafa hilmað yfir Jenk
ins í 5Va ár, þar eð hann hefði
leynt því að Jenkins hafði verið
viðriðinn svipað mál og handtekinn
þess vegna.
Það var yfirmaður FBI, J. Ed-
gar Hoover, sem skýrði frá því í
dag, að Johnson forseti hefði fyr-
irskipað nákvæma rannsókn í
Jenkins-málunum. Hoover sagði,
að rannsóknin væri þegar hafin.
Forsetaefni repúblikana, Barry
Goldwater, sagði í dag, að hann
hefði fáar upplýsingar fengið um
Jenkins-málið og gæti því ekkert
um það sagt að svo stöddu.
Hinn kunni fréttaskýrandi
„New York Times“, James Res-
ton, sagði í dag, að Jenkins-
hneykslið gæti haft hörmulegar af
leiðingar fyrir Johnson forseta.
Svo virtist sem þessi ráðunautur
hefði verið mjög handgenginn Jo
hnson. Vitað væri, að mikil vin-
átta væri með fjölskylduin John-
sons og Jenkins, og þess vegna
mundi' þetta ef til vill valda for-
setanum áhyggjum.
Formælandi Hvíta hússins neit-
aði í kvöld að svara spurningu um,
hvort Jenkins hefði setið fundi
í þjóðaröryggisráðinu.
Fundu mikið
af öli í
vegaræsum
Reykjavík, 15. okt. ÁG.
JARÐÝTUSTJÓRI, sem var að
vinna í flögum við veginn hjá
Eystra-Miðfelii í Borgarfirði fann
um 400 flöskur af öli og gos-
drykkjum í ræsum undir veginum
Voru flöskurnar í kössum, og höfðu
nýlega verið settar á þennan frum
lega feiustað.
Sigurður SigufrðSson í Stóra-í
Lambhaga fann skömmu síðar tvo
fulla ölkassa og tvo tóma. Ekki
er vitað til að öli hafi verið stol-
ið þarna úr sveitinni, og engmn
kuimugt hvaðan vökvinn hefur
komið. Eru þetta allt öl og gos-
drykkir frá Ölgerð Egils Skalla-
grímssonar.
Walter Jenkins
Jenkins var skipaður sérlegur
aðstoðarmaður Johnsons skömmu
eftir að forsetinn flutti í Hvíta
hússins. Árslaun hans námu 22.
500 til 25.000 dollurum. Hann
hafði verið ráðunautur Johnson i
nær 25 ár.
Jenkins er ofursti í varaliði
flughersins — sömu flugsveit og
Barry Goldwater öldungadeildar
maður.
Dean Burch lýsti því yfir í dag,
að Jenkins-málið gæfi tilefni tii
alvarlegra spurninga í sambandí
við þjóðaröryggi, og krafðist þess,
að forsetinn veitti ítarlegar uþp-
lýsingar um málið. Burch benti á,
að vitað væri að auðvelt væri að
múta fólki, sem gerzt hefði sekt
um siðgæðisbrot, og krafðist upp
lýsinga um, hvort Jenkins hefði
setið fundi þjóðaröryggisráðsins,
ráðuneytisfundi eða á annan hátt
haft aðgang að mikilvægum hern
aðarleyndarmálum.
1 árekátur
á klukkustund
Reykjavík 15. okt. ÓTJ.
MIKILL óstyrkur virtist hafa
gripið um sig meðal ökumanna s
Reykjavík í dag, því aff á tíma-
bilinu frá 8 fh. til 6 eh. urffu 12
árekstrar, effa rúmlega 1 á klst.
Þetta er lítt skiljanlegt, því að
veffur var hiff bezta, þó aff ringdi
dálítiff fyrir hádegi. Flestir voru
árekstrarnir iitlir og engin slys
urffu á mönnum.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. október 1964 3