Alþýðublaðið - 16.10.1964, Síða 6

Alþýðublaðið - 16.10.1964, Síða 6
,, páfi VI. hefur gert gagngerar um- bætur á íbúð sinni í Vatíkaninu — og lætur nú nýjan stíl þrengja sér inn, þar sem áður var aðeins gullinn barokkstíll. Fyrsta fórnarlambið varð hið magnaða, gullna hásæti með fimm gylltum kerúbum og rauðu flosi, gulldregnu. í staðinn hefur verið sett upp einfalt, ný- tízkulegt hásæti úr marmara — og með skjald- armerki páfa á veggnum á bak við. í stað dumbrauðra veggábreiða er kominn nýr vefnaður í rgænum, gi'áum og gulum lit. Öil breytingin var gerð á þeim 40 dögum, sem páfinn eyddi á sumarsetri sínu í Castel Gandolfo. Einnig ér búið að taka burtu gömlu, þungu húsgögnin, gömlu klukkurnar með krúsindúllunum og stóru og fyrirferðamiklu alabast- ursvasana. Einasta, sem eftir er af gömlu dýrðinni, eru gömlu vegg- málverkin frá 16. öld uppi undir loftinu. Annars hefur líka verið ski-pt um málverk og í staðinn sett listaverk eftir núlifandi, ítalska málara. Eins og íbúðin lítur nú út, er hún merki um þá nýskipan kirkj- unnar, sem Páll páfi leitast við að koma fram. RÍKASTI maður heims, olíu-milljarðarinn Paul Getty, h!efur, hvort sem menn vilja trúa þv.. eða ekki, andleg áhugamál. Þannig er hann fastagestur 1 British Museum, þar sem hann situr tímunum saman í hinni æruverðugu les- stofu og rýnir í franska sögu og list. Svo merkilegt, sem það kann að virðast, stendur stóllinn, sem hann situr oft í frá kl. 18 til 21, við hliðina á þeim stól, s'em Karl Marx sat í þau 15' ár, sem hann var að skrifa Kapítalið. Stúdentar, sem einnig nota lesstofuna, segja, að þeir mundu ekk- ert hafa á móti því, að Getty borgaði þeim fyrir að skrifa niður fyrir sig úr bókum. Þeir hafa nefnilega reiknað út, að sé gengið út frá tekjum Gettys þrjá tímana milli 18 og 21 megi reikna með, að hvert orð, sem hann skrifar, sé 460 króna virði. - ★ - AMERÍSKA fréttastofan AP liefur tekið rafmagnsheila í þjónustu sína í dálítið einkennilegu augnamiði — nefnilega til að útrýma hin- um leiðinlégu og blýföstu orðasamböndum, sem vilja gjarna vera í skeytum stoíunnar. Áskrifendur um allan hei-m hafa verið hvattir til að tilkynna um öll slík orðasambönd, sem þeir rekast á í skeytum, og verður þá lreil- inn mataður á sambandinu og loks koma þá fram listar um orðasam- bönd, sem skrifbentarnir verða síðan vinsamlega beðnir um að forð- ast i framtíðinni ... Hingað til hefur 371 slíkt orðasamband verið dæmt úr leik, og það gæti verið skemmtilegt fyrir lesendur, sem kunna eitthvað í ensku, að sjá sum þeirra: This racially troubled city — a usually reliable source — Iimped into port — smashing victory — tragic aftermath — eyeball to eyeball. ; Það mætti kannski nota slíkan rafheila víðar. 6 16. október 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ★ Við uppgröft á bústað frá for- sögulegum tíma nálægt Regourdou í Frakklandi liefur fundizt beina- grind af mannapategund, sem dó út fyrir 60.000 árum. Bústaðurinn er í helli, sem talið er að sé í sambandi við hellana í Lascau,.en þeir eru frægir fyrir veggmálverk frá forsögulegum tíma. — ★ — SNOWDON lávarður gerist æ fimari blaðaljós- myndari. Hann er fastur starfsmaður hjá Sun- •day Times, og er öruggur uppáhaldsljósmynd- ari blaðaeigandans Thomsons lávarðar, — en nú er Snowdon líka farinn að vinna sem ijós- mýndari fyrir eigin reikning. Fyrsta verktefm hans sem slíks er séndiför á vegum Life til Vínarborgar. Á sviði hinnar miklu ríkisóperu í Vín eiga hinir frábæru dansarar Margot Fonteyn og Nureyev að dansa Svanavatnið — og Snowdon lávarður á að taka helling af myndum við það tækifæri. — ★ — §j KYNJALYF hafa löngum H verið góður söluvarningur, og I þau hafa löngum læknað 'alit I milli himins og jarðar, allt frá B tannverk til hryggverkja, auk : þess að hjálpa mönnum yfir- ( leitt til að þola hinar löngu = vetrarnætur. í gamla daga j§ höfðu pillusalar og mixtúru- 5 blandarar ekki alltaf sérlega H gott orð á sér, en þeir þóttu B mælskir og nokkur bragðbætir tj að þeim á mannamótum áður H fyrr. Og sum af kynjalyfunum §j seljast enn í dag. „Sioans Lini- H ment” selzt enn vel í sömu ; umbúðum og í gamla daga, með §f nákvæma upptalningu á öllum {§ þeim kvillum og verkjum, sem 1 því er ætlað að lagfæra, á um- jj búðunum. Og víst eru margir, 1 sem segjast liafa notað það [ með góðum árangri við gigt, H stirðleika í hnjám o.s.frv. H Það var eitthvað kraftmikið, m barnalegt og alþýðlegt, við ■ gömlu mixtúrublandarana og g pillukarlana, eh eftirkomend- §§ ur þeirra í Ameríku hafa að- §§ eins erft kraftinn. Þeir eru H sannarlega hvorki barnalegir B né alþýðlegir þar sem þeir = reka þann margmilljóna „biss- g ness”, sem heitir framleiðsla ■ og saia á lyfjum. Við í Evrópu ' höfum varla nokkurn skilning H á því hvilík stóriðja þetta er. En það er hins vegar vitað, að Bandaríkjamenn gleypa í sig pillur af slíkum fjálgleik og með slíkum ofsahraða, að uppfinnandi nýrrar pillu getur orðið milljónari á svipstundu. Þar sem áður fyrr var um að ræða merkilega hluti á sviði kyngi- og kraftaverkalyfja, er nú, á okkar „upplýstu” tímum, um að ræða vísindaleg lyf með löngum og traustvekjandi lat- ínunöfnum. Á seinuStu árum hefur fúkkalyf eitt, er sem hrá efni heitir Tetracyklin, verið sérstaklega vinsælt. Eins og gömlu kynjalyfin á það að vera mjög gott við alls konar krankleika, allt frá hálsbólgu og tannverk til vartna og hey- mæði. En nú um þessar mund- ir skelfur allur hinn einstefndi heimur lyfjaframleiðenda á grunni vegna fjölda málshöfð- ana — og þannig hefur það borizt almenningi til eyrna, að það er hægt að hafa gott upp úr sjúkdómum fólks. Stóru lyfjafyrirtækin Pfizer og Cyanamid gerðu á sínum tíma samning með sér um það, að þau tvö skyldu framleiða Tetracyklin, en síðan leyfa öðr- um fyrirtækjum að dansa með fyrir hæfilega borgun. Fyrstu málaferlin stöfuðu af því, að lítil lyfjafyrirtæki kærðu þetta fyrirkomulag fyrir þeirri stofnun Bandaríkjastjórnar, sem berst gegn auðhringamynd- : unum. En þróun mála varð all- miklu dramatískari, er ítalskt 'B fyrirtæki keypti nokkur stolin §| leyniskjöl af starfsmanni hjá jf Cyanamid (fyrir fjórðung millj- ónar dala) og hóf svo þegar í . stað stórframleiðslu á Tetra- cyklini. Svo er nefnilega mál með vexti, að þegar árið 1939 afnámu ítalir allan einkarétt : á lyfjum. ítalska félagið tróð sér svo inn í ameriska markað- inn, þar sem nóg var af kaup- endum. Og þá kom verðið til sögunnar: Sjúklingurinn greið- ir milli 30 og 50 cent (12-22 kr.) íyrir „kapsúluna” af Te- jg tracyklin-lyf jum (Tetracyn, Achromycon, Panmycin, Poly- g cyklin o.s.frv.) og jafnvel verk §§ smiðjuverðið til lyfsala er 17 cent á „kapsúlu”. ítalirnir voru reiðubúnir til að selja fyr- p ir 1,43 cent á „kapsúluna” — m. a. með þeim árangri, að sjálf Bandaríkjastjórn keypti lyfið af ítalska umboðsmann- inum í Bandaríkjunum. Og þar með byrjuðu allir skyndilega ;ji að lögsækja alla, sumpart fyr- [§ ir brot á einkaréttarlögunum, sumpart fyrir óheiðarlega sam- .§§ keppni, sumpart fyrir óeðlilega hátt verð o.s.frv. Meðal hinna 1 lögsóttu eru New Ýorkborg og Bandaríkjastjórn. iiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiintiiiiiiiiiiuuDUiiniiuiiUiniuiiinniiiuiiiiHiiniiiiiiHiiiiHniiiiiiiiiiuiuiiitiiuuiuiuiiiiiHiiiiiiiiiiiiDuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiisiiiiiiiuiuiiiiiiinniiiiniiii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiuniniiiuimuiiiininiiiiuuiiiiniiiiiHiiiiiniiiiiiiiiniinimiinin] Jæja, hérna er Millie, m „Lollipop-stelpan” frá Jama- § § ica, sem skauzt upp á him- 1 in heimsfrægðarinnar fyrr H á þessu ári, þegar hún söng B lagið „My Boy Lollipop” § inn á plötu. Með svona brosi g§ virðist augljóst, að hún jj muni geta verið lengi á ■ tindinum. Hérna er hún að g borða afmælistertu, sem I brezka útvarpið gaf henni á g§ sautjánda afmælisdaginn, B en Þar kom hún fram I ■ þættinum „Pop Inn”. Millie |f hefur sungið dægurlagatón- : Hst síðan hún var tólf ára. II iMiiiitiiiiiiiHiiiiiiMiiiiiiiHimiiiiiiiiiíinHiitiiHiiiiintiHiitiiiHHiiiiiiiiiinininH ★ Búið er að gera upp kostnað- inn við heimsókn Krústjovs til Sví- þjóðar. Hún kostaði 10 milljónir króna.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.