Alþýðublaðið - 16.10.1964, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 16.10.1964, Qupperneq 7
Matreiðslan er auðveld og bragðið ljúffengt ROYAL SKYNDIBÚÐINGUR M œ 1 i 5' '/2 liter al Italdri mjólk og hellið \ skól. Blandið mmhaldi pckk- cns saman við og þeyt- / ið i eina mínútu — £ Brogðtegundir: — æ| Súkkulaði J0 Karamellu Vanillu Iarðarberja BRUNATRYGGINGAR á húsum b smlöðjm, vélom 00 áihöldum, efni og Sagerum o.fl. Heimistrygging hentar yður E-feimilistryggingar Innbús Vatrestfóns Innbrots Glertrygglngar TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf! LINDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 2 ) 26 0 SlMNEFNI : SyRETY Auglýsingasími ALÞÝÐUBLAÐSINS er 14906 Sérstætt eins og yðar eigið fingrafar. E.TH.MATHiESENhX LAUGAVEG 178 - SÍMI 36570 ALÞÝÐUBLABIÐ — 16. október 1964 y Denis Healey Bowden lávarður Herbert Bowden Gardiner lávarður James Callaghan MHHHHHHIHHHIIÓ^J r<M<inr niiiiiiiiiiiinimmi<«<«'» i iniii' iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiHiiiiiiniiiiniiiiiiinmiiiiiíiinniiHiiiiimiiiiiiiiiiiiHiiiiiinimiiiiiiiniinii'nniiiiilliiiiiiilliiHiniiiliiiiiiilillllllliiiliiliiiiiiiiiiiiiiiililiilillilinilliiiiiiiiiiiif t iimiiiiimiiiiimiimmmmmiiiiuimimiiimimmimiinimmi'r^ George Brown (50 ára) er varaleiðtogi Verkamannaflokks ins. Hann er óhemju duglegur en ör í Iund og skapbráður og átti það sinn þátt í því, að hann beið ósigur fyrir Wilson í valda baráttunni í flokknum eftir and lát Hugh Gaitskells 1963. Brown er fæddur í London og fór að vinna fyrir sér 15 ára gamall. Hann var um skeið for ystumaður verkalýðsfélags og árið 1945 var hann kosinn á þing. Hann gat sér fljó.tlega góð an orðstír og starfaði fyrir stjjc/n Attl(V>‘|. Sennilegt er talið, að Brown verði efnahags málaráðherra í stjórn Wilsons. Brown er tortrygginn í garð menntamanna, en prófessor nokkur í Oxford hefur lokið miklu lofsorði á gáfur hans. James Callaghan (52 ára) verður sennilega fjármálaráð- herra. Hann er sonur undirfor- ingja úr sjóhemum, gekk sjálf ur í flotann í heimsstyrjöldinni og varð liðsforingi. Hann hefur þótt sýna meiri aÖIögunarhæfni en Brown, sem hefu.r hrjúfari skapgerð. Callaghan hefur búið sig vel undir væntanlegt starf sitt, m. a. sótt einkatíma í hag- fræði í Oxford, og er ekki eins hvassyrtur og hlutdrægur í ræðum sínum og áður. Callag- han er mjög viðkunnanlegur og þykir standa sig vel þegar hann kemur fram í sjónva.rpi. Sennilegt er talið, að hann yrði varkár fjármálaráðherra. Einn af ráðherrum íhaldsmanna seg ir, að Jim Callaghan sé einn þeirra manna, sem vaxi af starfi sínu. Patrick Gordon Walker (57 ára) var nánasti samstarfsmað- ur Hugh Gaitskell og er næst- um því eins handgenginn nú- verandi yfirmanni sínum. Gor- don Walker er af miðstéttar- fólki kominn og hlaut mennt- un sína í heimavistarskóla og Oxford, þar sem hann kenndi um skeið sagnfræði. Gordon- Walker er eini leiðtogi Verka- mannaflokksins auk Wilsons, sem hefur reynslu í stjórnar- störfum (hann var samveldis- málaráðherra í stjórn Attlees) og verður áreiðanlega utanríkis ráðherra Wilsons. Af forystu- mönnum flokksins stendur Gor don-Walker lengst til hægri og hann er eindreginn stuðnings- maður Atlantshafsbandalagsins. Denis Healey (47 ára) er yngstur hinna tíu valdamestu manna Verkamannaflokksins, og yrði sennilega landvarna- ráðherra Wilsons. Healy er kraftalega vaxinn íri frá Liver pool, fékk styrk til náms í Ox- ford og var Ernest Bevin innan handar þegar utanríkisstefna Verkamannaflokksins var mót- uð á árunum 1950. Hann er vinsæll af brezkum hershöfð- ingjum, enda fyrrverandi liðs- foringi úr strandhöggssveitun- um, en þeir eru margir hverjir eins litt hrifnir og hann af þeirri áherzlu sem íhaldsmenn leggja á kjarnorkuvopn. Healey er fær menntamaður, hefur á- huga á mörgu og gæti orðið einn valdamesti ráðherra Verkamannaflokksstjórnar. ■ Herbert Bowden (59 ára) hef ur verið varaieiðtögi þing- flokks jafnaðarmanna í níu ár. Hann var liðsforingi í herlög- reglunni á stríðsárunum eins og • yfirskeggið gæti gefið til kynna. Bowden vill lítt láta á sér bera og tranar sér ekki fram en hefur unnið sér virð- ingu allra þingmanna eins og einn af þingmönnum íhalds- flokksins koánst að orði. Bow- den er bakarasonur frá Cardiff, stendur til miðju í flokknum og hefur til að bera einmitt þá eiginleika, sem Wilson kynni að vilja að foringi þingsflokks- ins í Neðri málstofunni hefði. Michael Stewart (57 ára), sem er hógvær maður og fyrr- verandi skólakennari, hefur verið hinn mælski og dugmikli formælandj jafnaðarmanna í ár ásum þeirra á húsnæðisbrask- ara í fátækrahverfum. Stewart er Lundúnabúi, Oxfordmennt- aður og um hann hefur verið sagt, að enginn af forystu- mönnum Verkamannaflokksins sé eins aihliða. Hann yrði senni lega húsnæðismálaráðherra jafn aðarmanna. Gardiner lávarður 164 ára) er almennt talinn einn frábær- asti lögfrasðingur Breta og varla er til sá lögfræðilegi heið ur, sem hann hefur ekki hlot ið nema einn — staða „Lord Chanehellors", en sú staða sam svarar embætti dómsmálaráð- herra. Gerald Gardiner,-sem er hávaxinn maður,-fær senni- lega þetta embætti og mun sennilega, koma á meiriháttar umbótum á brezkum lögum, sem enn byggjast á flóknum lagabálkum allt frá árinu 1235. Richard CrOssman (56 ára) fyrrverandi kennari í Oxford og helzti formælandi jafnaðar- manna úr röðum menntamanna hefur um margra ára skeið rambað milli hægri og vinstri arms flokksins. Árið 1956 not- aði flokkurinn mikið starfs- Frh. á 13. síð'u. Richard Crossman Kenneth Robinson Miohael Stewarjb Gordon - Walker George Brown

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.