Alþýðublaðið - 18.11.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.11.1964, Blaðsíða 4
Pressu- ballið PRESSUBALL var haldið síðastliðinn laugardag að Hólel Borg. Tókst -það með mestu ágætum, og dunaði dansinn til klukkan 3 eftir miðnætti. Var skemmtikröft- -um vel fagnað, en veizlunni stýrði ' útvarpsstjóri, Vil- hjálmur Þ, Gíslason. Heiðurs gestur Pressuhallsins var forsætisráðherra, dr. Bjarni Benediktssoh. Er það mál manna, að þetta hafi verið hinn bezti fagnaður, enda cr Pressuballið orðinn fast- ur liður í skemmtanalífinu, og sá, sem hvað mesta at- hygli vekur. Myndin er tek- in yfir danssalinn. imHMMmimnmmimw Menntaskólinn Frh. af 1. síðu. safn, sem rúmar um 3 þús. bindi og lesstofa, sem breyta má í kennslustofu þegar þörf er á. í kjallara er fyrirhuguð kaffistofa fyrir nemendur, fatageymsla, vinnustofur og aðstaða fyrir nem- endur til ýmiss konar starfsemi. Á efri hæð hússins eru fjórar eiginlegar kennslustofur og fyrir- lestrarsalur, fyrir utan lítil kenn- araherbergi og geymslur. Á neðri hæð eru þrjár stórar kennslustof- ur og kennarastofa. Við ganga á báðum hæðum eru sýningarskáp- ar, fyrir ýmsa muni sem kennar- ar vilja kynna nemendum, svo sem náttúrugripi, eðlisfræðiáhöld og fleira. Hörður Bjarnason, húsameist- ari og Skarphéðinn Jóhannsson Mjólkursamsalan hefur sótt um lóð hafa teiknað þetta nýja skólahús. Kristinn Ármannsson, rektor, sagði að með þessari viðbótar- byggingu væri varla hægt að tala um stækkun Menntaskólans, held ur breytingu til hins betra og bættri aðstöðu, sérstaklega til kennslu í vísindagreinum, sem hingað til hefur verið hornreka í gamla skólahúsinu vegna þrengsla. Þráft fyrir þessa nýju byggingu væri enn mikil þörf á nýjum Menntaskóla í Reykjavik, vegna fólksfjölgunarinnar sem fer sívax- andi, eins væri sífelld þörf á meiri og betri menntun. Nú eru við nám í Menntaskól- anum um 930 nemendur, og hafa þeir aldrei verið jafnmargir. — Á síðasta vori útskrifuðust 330 stúd- entar á öllu landinu, eða 10% af 19 og 20 ára aldursflokki. Reykjavík, 17. nóv. - ÁG MJÓLKURSAMSALAN í Reykja vík hefur nú sótt um lóð í iðnað- arhverfi því, sem á að rísa við •Smálönd hjá Reykjavík. Húsnæði Samsölunnar er löngu orðið ófull nægjandi og mjög þröngt orðið tim alla starfsemi. Er nú beðið eftir svari frá borgaryfirvöldun- Sparisjóður Frh. af 1. síðu. eftir síðasta Alþýðusambandsþing. Hannibal kvað drög að reglum þegar liggja fyrir, og allt væri i rauninni tilbúið til þess að hægt værl að halda stofnfundinn. Aðil ar áðlsjóðnum yrðu öll meirihátt- ar verkalýðsfélög í borginni og ná grennji. Hvatti Hannibal til þess að re'ynt yrði að efla væntanleg- an sparisjóð og gera hann sem öfl iigastan á sem skemmstum tíma. um varðandi nýtt land, og fáist það, verður fiiótlega farið að hugsa fyrir byggingaframkvæmd um. Blaðið ræddi í dag við Stefán Björnsson, forstjóra Mjólkursam- sölunnar. Sagði hann, að sótt hefði verið um nokkra hektara lands, og vildi Samsalan tryggja sér nægilegt landrými svo hægt yrði að færa út kvíarnar í fram- tíðinni. Þá spurðum við Stefán um nýj- ar mjólkurumbúðir, sem hafa staðið Samsölunni til boða. Stefán sagði, að þarna væri um að ræða plastbelgi, sem komið væri fyrir í kössum. Þessar umbúðir væru ekki heppilegar til dreifingar á mjólk í bæjum, en gætu verlð góðar fyrir hótel, skip og aðra aðila, sem kaupa mikið magn. Belgirnir taka marga lítra af mjólk, og eru alldýrir. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um notkun þeirra. Það munu vera innlendir aðilar, sem standa að framleiðslu þessara belgja. Nýr skóli Framhald af 16. <iffu börn í 20 bekkjardeildum og því þrísett í 4 stofur. Skólahverfið takmarkast af Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut, Grensásvegi og Miklubraut — en það hverfi er að fullu skipulagt. Þegar hverfið er fullbyggt, verða 4-bekkjardeildir í hverjum árgangi barna og ungl- inga, eða alls 24 deildir í barna- skóla og 8 deildir á unglingastig- inu. Áformað er, að hefja bygg- ingu II. áfanga strax á næsta ári. Skólastjóri er Ragnar Júlíus- son, en Kristján Sigtryggsson er yfirkennari. Kennarar eru alls 17. Þessi áfangi skólans hefur kostað 10,6 milljónir króna, en fullnaðar kostnaður verður um 11,6 millj. Geir Hallgrímsson borgarstjóri hélt ræðu. Hann gat þess að á þessu ári hefðu verið áætlaðar 34 milljónir króna í skólabygging- ar í Reykjavík, en þessi liður væri einn sá stærsti á fjárhags- áætlun borgarinnar. Helmingur fjárins er framlag úr ríkissjóði. Þá gat hann þess að efnt yrði til samkeppni um teikningar að nýj- um skóla. sem á að byggja í Breið holtshverfi. , Forseti kjörinn Mozambique 17. 11. Fimmburar fæddust i Mozam- bique í Afríku í gær. Börnum og móður líður vel. Farmhald af síðu 1. fáum oröum og gat helztu mála er stjórnin hefði haft afskipti af undanfarin tvö ár. Er Ilannibal hafði lokið máli sínu, kvaddi sér hljóðs Hermann Guðmundsson, formaður Hlífar í Hafnarfirði. Hermann gagnrýndi starfsskýrslu sambandsins og sagði, að hún væri ruglingsleg og óskipulega sett fram. Þá sagði hann einnig að fráeðslustarf samtakanna væri mjög í molum og erindrekstur iít ill, Lagði Hermann áherzlu á að hættulegt væri að vanrækja þessi mál. Hann þakkaði stjórnin það sem hún hefði vel gert og fór að lokum nokkrum orðum um skipu lagsmál samtakanna og sagði að þau væru að komast í mesta öng þveiti. Framkvæmdastjóri Alþýðusam- bandsins, Snorri Jónsson las reikn inga tveggja undanfarinna ára og skýrði nokkur atriði þeirra. Á efna hagsreikningi 1962 er rekstrar- halli samtals 437 þúsun^ krónur, en 1962 er hins vegar 166 þúsund króna tekjuafgangur, en skuldir á rekstrarreikningi 1963 eru rúm lega 1.5 milljónir króna, stærst skuld við vinnudeilusjóð, rúmlega ein milljón. Niðurstöðutölur rekstrarreiknings 1963 eru 1.114. 231,27 kr. Sigurður Guðmundsson, Reykja vík, kvaddi sér liljóðs, er skýrsla um fjármálin hafði verið flutt. Sigurður sagði, að baráttan innan verkalýðshreyfingarinnar mætti ekki ganga svo langt, að tjón yrði af, en slíkt hefði því miður orð- ið raunin undanfarin ár. Sigurður lagði fram tillögu um að stjórn ASÍ skoraði á hin einstöku verka- lýðsfélög, að breyta lögum sínum á þann veg, að stjórnarkjör færi aðeins fram annað hvert ár, en ekki á hverju ári eins og nú er. Ef þessu væri breytt, sagði Sigurð ur, að betri tími mundi gefast til að sinná þeim málum, sem brýn- ust væru. Að lokum ræddi hann þörfina " nýrri vinnumálalöggjöf, og bar fram tillögu þar sem skorað er á stjórn ASÍ að beita sér fyrir setn ingu nýrrar vinnumálalöggjafar. Óskar Hallgrímsson, kvað | skýrslu forseta ekki gefa tilefni til mikilla ræðuhalda. Hann minnti á að tekizt hefði á kjör- tímabili stjórnarinnar að ná mik ilvægri samstöðu innan verkalýðs hreyfingarinnar um þau málefni, sem mestu máli skipti. Óskar sagði, að það væri greinilega vilji mikils meirihluta fólks, að þessi samstaða rikti áfram. Síðan gagn rýndi hann nokkur atriði í skýrslu Hannibals, m. a. skipun kjararannsóknarnefndar, en í hana var skipaður einn af þing- mönnum Framsóknarflokksins, Sigurvin Einarsson fyrrverandi forstjóri í Reykjavik og bóndi vestur á Snæfellsnesi. Óskar benti á nauðsyn þess, að endurskipa þessa nefnd og gera hana að föst um þætti i starfseminni. Þá fór Óskar nokkrum orðum um reikningana og gagnrýndi að þrátt fyrir mjög slæman fjárhag hefði stjórnin haft efni á eyða 25 þúsund krónum í að gefa út og láta semja bækling um ísland og Efnahagsbandalagið. Gagnrýndi Óskar einnig nokkur fleiri atriði í reikningunum. Hannibal kvaddi sér hljóðs að lokum og ræddi þá gagnrýni, sem fram hefði komið og taldi sig hafa sloppið allvel og gagnrýnina hafa verið lítilfjörlega og mátt- lausa. Viðurkenndi hann þó flest af þeim atriðum, sem Óskar Hall- grímsson hafði minnzt á. Voru reikningar ASÍ síðan bora ir undir atkvæði og samþykktir samhljóða. Fundi var slitið um kvöldmatarleytið, en fundur hefst að nýju klukkan 16 á morg- un. í kvöld voru þingfulltrúar boðnir til kvikmyndasýningar f Laugarásbíói á vegum Sjómanna- dagsráðs. Ég dáist að... Frh. af 16 aiffa. verkfall verið sem betur fer þaff sem af er þessu ári. Heild- arsamningar, sem viff gerffum, viff atvinnurekendur síðastliðiff voru gilda fram til ársins 1966. — Hvaff sýnist yður í fljótu bragði um skipulagsmál ís- lenzku verkalýðssamtakanna? — Ég held, að skipulagsmál 'in hér séu ekki í sem beztu lagi, eins og forseti Alþýðusam bands ykkar, Hannibal Valdi- marsson, hefur raunar Iýst yf- ir hér á þinginu. Mundi ég telja, aff Alþýffusambandiff hér ætti aff byggja upp á félaga- samböndum. Þa'ð mundi til dæmis hafa það' í för meff sér að hægt væri að fækka þing- fulltrúum og gera þingin auff veldari í meffföruin. Á þingl norska Alþýðusambandsins, sem haldið er fjórffa hvert ár eru um þrjú hundruff fulltrúar, sein koma fram fyrir hönd um það bil 600 þúsund karla og kvenna. Aff auki höfum viff svo sérstakt fulltrúaráff, sem kem ur saman að minnsta kostl einu sinni á ári, en þó oftast tvisvar, og í því eru 120 full- trúar. Hvaff sýnist yður um þróun mála hér á landi síffan þér kom uð hér síffast fyrir tíu árum? — Hér hafa orðiff gífurlegar breytingar og þróunin á flest- um sviðum sýnist mér hafa veriff undraör. Þiff hafið svo gott sem enga stéttaskiptingu, og hér er þjóönýting aff sumu leyti á fleiri svið'um en Nor- egi. Ég-dáist aff því hvaff ykkur íslendingum rniðar vel áfram á réttri leiff. Konrad Nordahl, og kona hans, sem hér er meff honum, halda lieim til Noregs næstkom andi föstudag. London. Halvard Lange 03 Trygve Lie norsku ráðherrarnir áttu í dág tal við brezka ráðherra vegna 15% innflutningsskattsins sem Bretar eru nýbúnir að setja á. 4 18. nóv. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.