Alþýðublaðið - 18.11.1964, Blaðsíða 5
ERKIR ISLENDINGAR
Út er komið nýtt veglegt bindi af ritinu MERKIR ÍSLENDINGAR
BOKFELLSUTGáFAN
í bókinni eru ævisögur tólf kunnra íslendinga, sem allir komu mjög við sögu landsíns hver á sínu sviði. í ævisögum þess-
um birtast kaflar, sem bregða upp myndum úr lífi þjóðarinnar um sjö alda skeið. Þetta mikla rit hefur því að geyma í senn
fjölbreytilegan fróðleik og margar skemmilegar frásagnir, sem
gefa því varanlegt gildi auk þess sem allir sem meta þjóðleg fræði,
munu Lesa sér það til ánægju.
Efnisskrá:
Magnús Gissuararson, biskup eftir Björn Þórðarson. Ari Magnús-
son, Ögri, eftir Jón Þorkelsson. Páll Björnsson í Selárdal. eftir
Hannes Þorsteinsson. Gunnlaugur Guðbrandsson Briem sýslumað-
maður, eftir Jón Jónsson. Jón Þorsteinsson, prestur, eftir Svein
Níelsson. Hallgrímur Scheving. yfirkennari, eftir Jón Þorkelsson.
Konráð Gíslason, prófessor, eftir Björn M. Ólsen. Sigurður Vigfús-
son, fornfræðingur,. eftir Valdimar Ásmundsson. Eiríkur Briem,
prófessor, eftir Guðmund G. Bárðarson. Klemens Jónsson, ráðherra,
eftir Hallgrím Hallgrímsson. Bjarni Sæmundsson, fiski-fræðingur,
eftir Árna Friðriksson. Páll Eggert Ólason, prófessor, eftir Jón
Guðnason.
Barnablaðið
Æskan 65 ára
Reykjavík, 17. nóv. — OO.
BARNABLAÐIÐ ÆSKAN er 65
fira um þessar mundir. í því til-
efni hefur verið gefið út myndar-
legt afmælisblað. Er það að vanda
fjölbreytt að efni við barna hæfi.
í afmælisblaðinu segir:
„Æskan er fyrsta barnablaðið,
gem gefið var út hér á landi og
ruddi þannig brautina fyrir önn-
ur barnablöð, sem síðan hafa kom-
ið út, og í raun og réttu má segja,
að hún hafi opnað augu almenn-
ings fyrir því, að börnin þurftu
líka að fá eitthvað að lesa sér til
gagns og gamans, sem væri við
þeirra hæfi. Æskunni liefur farn-
ast vel. Hún er eina barnablað
þessa lands og það eina, sem allt
af hefur komið út. Stundum hefur
hún verið eina barnablaðið, sem
íslenzk börn hafa átt völ á, og nú
skipar hún það heiðurssæti að
vera með allra elztu blöðum sem
út koma á íslandi í dag. Það sýn-
ir hvort tveggja, að hlutverk henn
ar er gott og göfugt og að tekizt
hefur þannig um efnisval og flutn
ing þess, að lesendur hafa tekið
vel á móti blaðinu og staðið vörð
um heill þess og framfarir. Engu
i blaði vegnar vel, nema vel takizt
; um samvinnu lesenda og útgef-
enda.”
Framhald á 13. síðu.
FJÖLSKYLDUÁÆTLANIR
OG SIÐFRÆÐI KYNLÍFS
Ný bók Félagsstofnunarinnar
í tilefni 65 ára afmælis Æskunnar verður opnuð í dag sýning á norskum bókum og málverkaeftir-
prentunum í Lækjargötu 10. Á myndinni eru þeir Grímur Engilberts, ritstjóri Æskunnar og Kjartan
Cuðraundsson, framkvæmdastjóri Bókaútgáfu Æskunnar.
Reykjavík, 17. nóv. — ÓTJ.
Fimmta bókin í bókasafni Fé-
lagsmálastofnunarinnar kom út í
dag. Nefnist hún „Fjölskylduáæti-
anir og siðfræði kynlífs” og er
eftir Hannes Jónssoii félagsfræð'-
ing.
Bókin er 80 bls., prýdd fjölda
skýringarmynda.
Hún er í þremur aðalköflum. Sá
fyrsti er kafli um fjölskylduáætl-
anir, þar sem gerð er grein fyrir
félagslegu efnahagslegu og heilsu
farslegu ástæðunum sem liggja
til grundvallar fjölskylduáætlana.
Annar kaflinn er um frjóvgun-
arvarnir. Segir höfundur að hann
sé í raun og veru endursögn á
ýmsum ritum sem út hafa komið
á síðari árum, þar sem þetta
vandamál er rætt. Kafli þessi var
yfirfarinn af dr. —Fétri Jakobs-
syni forstöðumanni fæðingardeild
•ar Landsspítalans, og læknis-
fræðideildar Ráðleggingarstöðvar-
innar um fjölskylduáætlanir. —
Þriðji kaflinn, sem að sumu
leyti er einnig hinn eftirtektar-
verðasti nefnist siðfræði kynlífs.
Þar tekur höfundur sér fyrir lii3
athyglisverða starf að ræða sið-
fræði kynlífsins, þ. e. rétta og'
ranga kynlífshegðun — í ljósi vís-
indalegrar þekkingar um mann-
inn og mannfélagið. Bók þessi ei*
í' alla staði hin athyglisvcrðasta,
og á erindi inn á hvert hcimili.
Kópavogur
Útsölumaður Alþýðublaðs-
ins í Kópavogi er
HELGA
JÓIIANNSDÓTTIR,
Ásbraut 19, sími 40319.
mrnrn
Lesið Alþýðublaðið
Áskriffasíminn er 14900
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. nóv. 1964 $
3