Alþýðublaðið - 01.12.1964, Qupperneq 11
FRÁ ÁRSÞINíGI FRÍ:
Lið ÍR, sem Ieikur við írsku meistarana á laugardaginn.
Landskeppni við
17. ársþing Frjálsíþróttasam- ,
bands íslands, sem fram fór um
helgina einkenndist af bjartsýni
og vaxandi trú á velgengni frjáls-
íþrótta í landinu. Ingi Þorsteinsson
formaður FRÍ setti þingið með
ræðu og ræddi annars vegar um j
starfið á liðna starfsárinu og drap
á það sem framundan er.
Á síðasta keppnistímabili voru
framfarir stórstígar, það sýndi m.
a. sigur yfir Norðmönnum og Sví-
um í tugþrautarlandskeppninni
og ágæt útkoma og skemmtileg
keppni við V-Noreg í Rvík. — ís-
lendingar töpuðu aðeins með 11
stigum í sumar, en í keppninni í
Noregi 1962 tapaði íslénzka lands-
liðið með 41 stigi, svo að fram-
farirnar eru augljósar. Ungir og
efnilegir iþróttamenn eru í greini
legri framför og árangurinn batn-
ar. Mörg mót voru haldin og maig
ir nýir og efnilegir frjálsíþrótta-
menn og konur bættu árangur
sinn verulega.
Næsta keppnistímabil mun lands
liðið fá mörg verkefni og meðal
Framhald & síðu 10. 1
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. des. 1964
Ágætir leikmenn skipa
írska liðið, sem leikur
við fR á laugardag i n i^i
FRÁ ÁRSÞINGI KSÍ:
BJÖRGVIN SCHRAM KJÖR-
INN FORMAÐUR Í10 SINN
EINS og all flestij* íþróttaunn-
endur vita, var ákveðið á sl. vori,
að ÍR skyldi njóta réttar síns sem
íslandsmeistarar í körfuknattleik
1964 og taka þátt í Evrópukeppn-
inni í körfuknattleik, sem mun
standa yfir nú í vetur og fram
á vor. Um miöjan nóvember mán-
uð var dregið um, hvaða lið skyldu
leika saman. Lenti ísland í riðli
með Englendingum, Frökkum og
írum. Eiga íslendingar að leika
við íra, en Englendingar og
Frakkar leika saman. Síðan eiga
sigurvegarar úr þessum tveimur
leikjum að spila saman. Leikið er
heima og heiman. Ef að likum læt
ur eru Frakkar langsterkastir í
þessum riðli og munu líklega sigra
Englendinga. Fulltrúi írlands í
keppninni eru írlandsmeistararn-
ir núverandi, Collegians basketball
club, í Belfast. Leikdagar hafa
verið ákveðnir og verður leikið
hér í íþróttahúsinu á Keflavíkur-
KR-húsinu í dag
í DAG kl. 13,30 áttu að fara
fram nokkrir leikir í meistara-
móti Reykjavíkur í körfuknatt-
leik að Hálogalandi, en vegna
brunans þar í gærmorgun fara
þeir fram í KR-húsinu á sama
tíma.
flugvelli næstk. laugardag 5. des. I
en leikið verður í Belfast laugar-
daginn 19. des. og verður þeim
leik sjónvarpað um allt Stóra-
Bretland. Nokkrar upplýsingar
hafa nú fengizt um írska liðið. í
því eru 11 eftirtaldir leikmenn:
4. Joe Kingsmore, hæð 1,75. Ald-
ur 36 ára. í úrvalsliði Ulster.
Einn af stofnendum fél. Fram-
herji.
5. Eddie Mutholland, hæð 1,75,
aldur 26 ára. í úrvalsliði Ulst-
er. Einn bezti skipuleggjari
liðsins. Framherji.
6. Brian Watson, hæð 1,83. 20
ára. Yngsti leikmaður liðsins.
Framherji.
7. George Clarke. 1,83 á hæð. 26
ára gamall. Hefur spilað 12
landsleiki. Stigahæsti maður-
inn í írsku „línunni". Framh.
8. Merdie Shields, hæð 1,88. Ald-
ur 31 árs. í úrvalsliði Ulster.
Nær mörgum fráköstum. Mið-
herji.
10. Alan Nesbitt. Hæð 1,83. Aldur
31 árs. í úrvalsliði Ulster. —
Bakvörður.
11. Jim Murphy. Hæð 1,93. 24 ára.
Góður leikmaður. Framherji.
12. Colin Stanfield. Hæð 1,93. 29
ára. í úrvalsliði Ulster. Góður
varnarleiksmaður. Bakvörður.
13. Bob Abott. Hæð 1,91. 25 ára.
í úrvalsliði brezka flughersins.
Bakvörður eða miðherji.
14. Niall Haslett. Hæð 1,93. Aldur
23 ár. í úrvalsliði Ulster. —
Styrk stoð liðsins. Miðherji.
15. Brian McMahen. Hæð 1,93. 32
ára. Fyrirliði. Hefur spilað alla
landsleiki írlands síðan 1955,
alls 19. Fyrirliði írska lands-
liðsins. Bakvörður eða mið-
herji.
Af þessari upptalningu sést, að
hér eru eflaust margreyndir körfu
knattleiksmenn á ferð og ef að lík-
um lætur engir aukvisar. Liðið
hefur verið írlandsmeistarar und
anfarin tvö ár og án þess að tapa
leik. Um styrkleik íra samanborið
við íslendinga er ógerlegt að segja
Hann breytist svo mikið frá ári
Framhald á 10. síðu
ÞING knattspyrnusambands
íslands var háð hér í borg dagana
28. og 29. nóv. sl. Mættir fulltrú-
ar til þingsins voru milli 70-80,
víðs vegar að af landinu.
Björgvin Schram formaður sam-
bandsins setti þingið með ítar-
legri ræðu, þar sem hann ræddi
um störf þess á liðnu kjörtíma-
bili, sem voru hin margvíslegustu,
og gat ýmsra verkefna, sem fyrir
lægju til úrlausnar í náinni fram-
tíð. Auk formanns ávörpuðu þing-
ið, forseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson
og heiðursforseti, íþróttafrömuð-
urinn Benedikt' G. Waage.
Þingforseti var kjörinn Hermann
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
ÍSÍ og varaforseti Hafsteinn Guð-
mundsson, formaður íþróttabanda-
lags Keflavíkur, en ritari Einar
Björnsson.
Fyrir þinginu lágu skýrslur
stjórnarinnar og nefnda í fjölriti,
ýtarlegar og greinagóðar, er gáfu
mjög gott yfirlit um hin marg-
Framhald á 10. síðu
mÓTTAFFÍÉTm
, í STUTTU, MÁU
Aþenu, 30. növ. Cntb-r).
Grikkir sigruðu Dani 4-2
í landsleik í knattspyrnu í
dag. Þetta var Ieikur í und-
ankeppni heimsmeistara-
keppninnar.
Mulhouse, 30. nóv. (ntb-r).
Frakkar sigruðu Svía í lands-
leik í handknattleik í dag
með 19 mörkum gegn 12. —-
Staöan í hléi var 9-4 fyrir
Frakkland.
MtMWW HWIWWMWWMW
Ármann, Fram - Valur
sigruðu í karlaflokki
Á SUNNUDAG voru háðir þrír
leikir í meistaraflokki karla á
Meistaramóti R.eykjavikur í hand-
knattleik.
Fyrsti leikurinn var milli ÍR og
Ármanns og eins og vænta mátti
sigraði Ármann, þótt munurinn
væri minni en búizt var við eða
aðeins tvö mörk, 19-17. í hléi var
staðan 10-5 fyrir Ármann. ÍR-ing-
ar sóttu sig mjög í síðari hálfleik,
en sigri Ármanns var aldrei ógn-
að. í lið Ármanns vantaði tvo
sterka menn, Þorstein Björnsson
markvörð og Einar Sigurðsson. Á-
berandi var hvað varnir beggja
liða voru lélegar.
Fram átti ekki í neinum erfið-
leikum með Víking og sigraði með
12 mörkum gegn 6. Víkingur byrj-
aði mótið illa, hefur tapað öllum
leikjunum, en sýnir nú betri leiki
gegn sterkustu liðunum.
Síðasti leikur kvöldsins í mcist-
araflokki var milli Vals og Þróttar
og heldur var hann bragðdaufur,
en lauk með öruggum sigri Val%
sem skoraði 14 mörk gegn 10.
Staðan í meistaraflokki er núi
þessi:
KR
Fram
Valur
Ármann
ÍR
Þróttur
Víkingur