Alþýðublaðið - 01.12.1964, Síða 7
VILHJÁLMUR S. VILHJÁLMSSON:
HÚN LAGBI FYRST
Á BRATTANN
V ^ '
ÖTULASTI og þrautseigasti brautog róttindi kvénna. Ég skrifaði um
ryðjandinn í réttindamálum ástœðurnar fyrjr því, að konur
kvenna, frú Bríet Bjarnhéðinsdótt-væru ekki jafn réttháar karlmann-
ir, er áttræð. inum í þjóðfélaginu. Ég hvatti þær
Hún er fyrsta kona á íslandi, til menntunar og rakti orsakirnar
sem haldið hefur opinberan fyrir-til áhugaleysis þeirra. Greinin
lestur og, að öllum líkindum, fyrsta vakti geýsiathygli og mikið umtal,
konan, sem skrifað hefur grein í enda hafði ekki mikið verið ritað
opinbert blað. Hún er einnig fyrstaum þessr mál.
konan, sem verið hefur ritstjóri Við þetta reis þó nokkur alda
að blaði hér á landi. fyrir réttindum kvenna, og ég tel
Ævi frú Bríetar hefur verið að þessi litla grein hafi orðið
þrungin af baráttu, eldmóði og fyrsti vísirinn að þeirrr baráttu,
hugsjónum. sem síðar var háð og vakti svo
Þegar ég heimsótti hana nú á mdda storma. Ég dvaldist aðeins
áttræðisafmæli hennar í litlu stof- Þennan vetur í Reykjavík, en fór
una í Þingholtsstræti 18, þar sem svo heim, þegar sumraði. Dvaldist
hún hefur búið í áratugi, finn ég
að fyrir framan mig situr mikil
kona. Og þegar hún segir frá og
dregur upp myndir úr rúmlega
hálfrar aldar baráttusögu, þá er
eins og ég sé að lifa upp sögu
þjóðarinnar þessi ár.
Frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir er
skarpgáfuð kona, og þó að rúnir
séu skráðar á hið mikilúðlega og
bjarta andlit hennar, er andinn
heill og frásögnin ber vott um ó-
skert minni og sama brennandi
áhugann og hún var fræg að, með-
an hún stóð mitt í baráttunni.
,,Vrð, sem vorum ung kringum
1872“, segir frú Bríet, „þegar sjálf
stæðisbaráttan stóð sem hæst, vor
um full af eldmóði og hugsjónum.
Okkur dreymdi dagdrauma og mikl
ar hræringar gerðu vart við sig.
Ég mótaðist þessi ár og hugsaði
margt. Við gerðum uppreisn gegn
hvers konar óréttr, hvar sem við
fundum hann. Og fyrsti órétturinn,
sem ég rakst á, var undirokun kon
unnar. Ég fann svo mikinn mun á
aðstöðu karla og kvenna. strax
þegar ég var kornung. Ég man
eftir því, hvað mig sveið það oft,
er. ég og bróðir minn höfðum
staðið saman daglangt við úti-
vinnu, og er við komum inn, varð
ég að fara að vinna’áfram, en hann
settist við lestur — og ég bein-
línis kvaldist, því að ég var strax
svo mikið fyrir bækurnar, en lítið
fyrir útiverkin.
Árið 1884 fór ég að heiman, úr
Húnavatnssýslu, í fyrsta sinn til
Reykjavikur, og þar dvaldist ég
veturinn 1884—1885.
Um veturinn skrifaði ég grein,
og það mun hafa verið, eftir því
sem mér hefur verið sagt, fyrsta
greinin, sem rituð hafði verið í
opinbert blað af íslenzkri konu.
Greinin birtist í Fjailkonunni 5.
júní 1885 og fjallaði um menntun
ég heima í 2 ár, en fór svo aftur
suöur, 1887.
Eitt sinn, ég held það hafi ver-
ið á jólaföstunni, fór ég ásamt
nokkrum kunningjastúlkum mín-
um til Bessastaða til þess að sjá
staðinn og heilsa upp á skáldjöfur-
inn Grím Tbomsen, sem þar bjó.
Hann tók okkur með ágætum
og við ræddum margt. Hann spurði
m'g hvað ég hefðist að, og ég
sagði honum, að ég kenndi börn-
um. Hann sagði, að það væri allt
of veigalítið verk fyrir mig, ég
ætti að kenna hinum fullorðnu.
um áhugamál yðar, réttindi kon-
„Því haldið þér ekki fyrirlestur
unnar?“ spurði hann.
Þessi áeggjun Gríms Thomsens
settist að 'í huga mínum og ég sett-
ist við. Þetta var þó hin mesta
fífldirfska, að kona lu^di opinber-
an fyrirlestur.
En ég skrifaði þó fyrirlesturinn.
Ég var þá leynilega trúlofuð
Valdimar Ásmundssyni, ritstjóra
Fjallkonunnar, en ekki sýndi ég
honum handritið. Hins vegar sá
Hannes Hafstein það og taldi gott
og vildi engar athugasemdir gera.
Og svo lét ég það boð út ganga,
að ég ætlaði að halda opinberan
fyrirlestur um kjör og réttindi
kvenna í Góðtemplarahúsinu, að-
gangur 50 aurar.
Það var mikið talað um þetta,
og eftir einum skólapiltinum, sem
síðar varð prestur, heyrði ég sagt:
„Nú ætla ég í kvöld að borga 50
aura fyrir að fá að hlæja mig
máttlausan að kvenmanni".
Ég fór titrandi niður í Góðtempl-
arahús. Þar var þá húsfyllir. Jón
Ólafsson ritstjóri tók í hönd mér,
leiddi mig upp á leiksviðið og
kynnti mig áheyrendum. Ég roðn-
aði út undir eyru og taldi víst, að
ég mundi aldrei geta flutt fyrir-
lesturinn til enda. En svo gekk
Jón Ólafsson burtu og ég stóð cin
eftir. Allt valt á mér einni, og
um leið hvarf allt hugleysk Ég
hóf mál mitt á þvi að tala um van-
trú karlmanna á konunni og gerði
gys að því. Er ég talaði þau orð,
starði ég á skólapiltinn, en hann
Þáttur sá, sem hér
birtist, um Bríeti
Bjarnhéðinsdóttur,
er úr nýjustu bók
Vilhjálms S. Vil-
hjálmssonar,
„Grær undan hollri
hendi“.
varð niðurlútur — og hann hló
aldrei.
Fyrirlesturinn vakti enn meiri
athygli á málefnum kvenna og rétt
leysi þeirra. Þær höfðu á þessum
Húsið Þingholtsstræti 18, þar sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir bjó.
árum engan rétt. Ekki kosninga-
rétt, ekki kjörgengi — og engan
rétt til að taka að sér ábyrgðar-
störf. Um þétta leyti hafði ég enga
hugmynd um kvenréttindahreyf-
inguna erlendis, enda hafði ég eng
in sambönd og sá alrdei eriend
blöð.
En 1888 giftist ég Valdimar Ás-
mundssyni. Hann var logandi af
áhuga fyrir öllu nýju. Fjöldi
menntaðra manna heimsótti hann
og þcir ræddu um stjórnmál, list-
ir og b'ókmenntir. Ég fór brátt að
verða þátttakandi í þessum um-
ræðum og jafnframt las ég öll er-
lend blöð og tímarit, sem honum
bárust,
Þá komst ég í kynni við kven-
réttindahreyfinguna — og fann að
þar átti ég fullkomlega heima.
Valdimar studdi mig með ráðum
og dáð, enda stóð hann mitt i líf-
inu og var ritstjóri að einu helzta
blaðinu.
Ég vann töluvert á næstu árurn
að áhugamálum mlnum og komst
í sambönd við kenréttindakonur
og samtök þeirra erlendis. Eitt
s;nn stakk Valdimar upp á því að
ég færi að gefa út blað og það
varð úr. 1895. um haustið, sendi
ég út boðsbréf og kaupendurnir
streymdu inn Nokkru siðar kom
út fyrsta eintakið af Kvennablað-
inu í 2500 eintökum, og varð ég
að láta prenta annað uppiag af
tveimur fyrstu tölublöðunum. —
Kvennablaðið varð á skömmum
tíma útbreiddasta blaðið á land-
:nu. En ég verð að stikla á stóru,
því að ekki getið þér skráð alla
ævisögu mína.
Áríð 1902 var ég boðin á kvenna
fuhd. sem halda átti í Kristjaniu
og ég ætiaði að fara, en það ár
dó Valdimar og ég fór ekki. Árið
1904 var stófnað Alþjóðasamband
kvenréttindafélaga, og fylgdtst ég
vel með þe:m málum.
1906 var ég boðin á þing Ai-
þjóðasambandsins í Kaupmanna-
höfn og fór ég þangað. Sú ferð
hafði stórkostleg áhrif á mig.
Nokkru síðar stofnuðum við Kven-
réttindafélagið í Reykjavík, og síð-
ar ferðaðist ég um landið og hélt
fyrirlestra og stofnaði sex lcven-
réttmdafélög. Síðan var stofnað
samband kvenréttindafélaganna og
það gekk síðan í Aiþjóðasamband-
ið, en í því erum við enn. Um
aldamótin höfðu konur fengið
mjög takmarkaðan kosningarétt til
bæja- og sveitastjórnakosninga, en
Framhaid á 13. síðu
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 1. des. 1964 J