Alþýðublaðið - 09.12.1964, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 09.12.1964, Qupperneq 5
Hofstaða-María? Bækurnar erti komnar Félagsmenn í Reykjavík eru vinsamlega beðnir að vitja bóka sinna í afgreiðsluna, • * j . Hverfisgötu 21. Bókamenn: Það borgar sig að gerast félagi í Bókaútgáfu Menningar- sjóðs og njóta vildarkjara um bókaverð. Andvari flytur nú ævisögu Önnu Borg íeikkonu og Almának, yfirlit um þróun rafveitumála á íslandi. Bókaútgáfa Menniitprsjéðs Steingrímur Thorsteinsson. Að þessu sinni gefur Bókaútgáfa Menningarsjóðs út eftirtaldar bækur: 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. Steingrímur Thorsteinsson, ævisaga, eftir Hannes Pétursson. Falleg og mjög vel skrifuð bók, prýdd mörgum myndum. Um 300 blaðsíður í stóru broti. Hefir verið sérstaklega til útgáfunnar vandað. Rómaveldi, síðara bindi, eftir Will Durant, Jónas Kristjánsson cand. mag. þýddi. Fyrra bindi þessa verks kom út á síðasta ári, og hlaut þá afbragðs góða dóma. Með huga og hamri, jarðfræðidagbækur Jakobs H. Líndals, bónda og jarðfræðings á Lækjamóti. Sigurður Þórarinsson sá um útgáfuna. Rúmar 400 blaðsíður, prýdd myndum. Saga Maríumyndar, eftir dr. Selmu Jónsdóttur. Prýdd mörgum myndum. Upplag er mjög lítið. Sigtryggur Guðlaugsson á Núpi, ævisaga eftir Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli. í skugga valsins, skáldsaga eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur. Örn Arnarson, (Magnús Stefánsson, skáld), eftir Kristin Ólafsson. Leiðin til skáldskapar, um sögur Gunnars arsson, eftir Sigurjón Björnsson. Syndin og fleiri sögur, eftir Martin A. Hansen, Sigurður Guðmundsson þýddi. Mýs og menn, eftir John Steinbeck, Ólafur Sigurðsson þýddi. Raddir morgunsins, ný ljóðabók eftir Gunnar Dal 120 blaðsíður. Upplag er lítið. Ævintýraleikir, 3. hefti eftir Ragnheiði Jóns- dóttur. Páll Zóphóníðsson PÁLL ZÓPHONÍASSON, fyrr- *tm alþingismaður, verður jarð- eettur í dag. Eftirfarandi ávarp flutti Birgir Finnsson, forseti Sam Binaðs þings, í Alþingi, er lát hans spurðist: Páll Zóphoníasson fyrrverandi alþingismaður og búnaðarmála- etjórl lézt í Borgarsjúkrahúsinu hér í bæ í gærkvöldi eftir rúm- lega árs vanheilsu, 78 ára að aldri. Páll Zóphoníasson fæddist i Viðvík í Skagafirði 18. nóvember 1886. Foreldrar hans voru Zóp- honías prófastur Halldórsson fcónda á Brekku í Svarfaðardal •Rögnvaldssonar og kona hans Jó- hanna Soffía Jónsdóttir háyfir- ðómara Péturssonar. Páll laulc liámi í bændaskólanum á Hólum árið 1905, stundaði nám í búnað- •rskóla og lýðháskóla í Danmörku 1906-1907 og lauk prófií land- fcúnaðarháskólanum danska 1909. ISumarið 1909 ferðaðist hann um Woreg og Svíþjóð, en kom heim jfcá um haustið og hóf kennslu. Hann var kennari við bændaskól- ann á Hvanneyri 1909-1920 og jafnframt bóndi á Kletti í Reyk- holtsdal 1914-1920. Skólastjóri bændaskólans á Hólum var hann 1920-1928. Árið 1928 fluttist hann til Reykjavíkur og hóf störf hjá Búnaðarfélagi íslands. Hann var ráðunautur í sauðfjárrækt 1928- 1936, ráðunautur í nautgriparækt 1928-1951 og búnaðarmálastjóri 1950-1956. Eftir að hann lét af föstu starfi vegna aldurs, hafði hann eftirlit með forðagæzlu á vegum Búnaðarfélagsins, meðan honum entist heilsa. Páll Zóphoníasson gegndi margs konar trúnaðarstörfum jafnframt aðalstarfi sinu og átti mlkinn þátt i félagsmálum. Hann var stofn- andi og formaður ungmennafé- lagsins íslendings í Andakil og Ungmennasambands Borgarfjarð- ar, hreppsnefndarmaður í Reyk- holtsdal, oddviti í Hólahreppi og formaður búnaðarfélagsing þar, átti sæti í stjórn Kaupfélags Skag firðinga og Framfarafélags Skag- firðinga. Hann var í yfirfasteigna- , matsnefnd við fasteignamatið ár- Páll Zóphóníasson in 1930, 1940 og 1956, í ríkisskatta nefnd frá stofnun hennar 1931, var formaður kjötverðlagsnefndar 1934-1942 og mjólkurverðlags- nefndar 1934-1948, átti um skeið sæti i skipulagsnefnd fólksflutn- inga og úthlutunarnefnd jeppabif- reiða. Á Alþingi átti hann sæti á árunum 1934-1959, sat á 32 þing- um alls. Búnaðarþingsfulltrúi var hann 1925-1927. Páll Zóphoníasson átti til mik- illa gáfumanna að telja og hefur efalaust getað valið um ýmsar leiðir, þegar hann ákvað sér ævi- starf. Hann kaus það hlutskipti að vinna að landbúnaðarmálum og aflaði sér víðtækrar þekkingar á því sviði. Þegar heim kom frá námi erlendis, hóf hann kennslu og þótt hann léti af skólakennslu á miðjum aldri, var hann alla ævi ötull kennari bænda og leið- beinandi í búnaðarmálum. Nem- endur hans frá Hvanneyri og Hól- um róma mjög kennslu hans. Leiðbeiningar hans og holl ráð í fyrirlestrum á mannfundum um land allt, og í útvarpi, eru kunn- ari en svo, að frá þurfi að segja. Þekking hans á landbúnaðarmál- um. var mikil, enda var hann með eindæmum glöggur og minnugur og eljumaður með afbrigðum. Á Alþingi lét hann sig mörg mál várða, en að sjálfsögðu voru land- búnaðarmálin honum hugleiknust. Páll Zóphoníasson var heil- steypt persóna, fastur í skoðunum og einlægur. Hann var ókvikull í deilum um málefni, gat sótt fast á þeim vettvangi, og ekki var hann myrkur í máli um það, sem honum þótti miður fara. En hann var vinsæll um land allt, og kunn- ur að góðvild og greiðasemi. Á- hrifa af miklu ævistarfi hans mun lengi gæta í íslenzkum landbún- aði. • « Eg vil biðja háttvirta alþingis- menn að minnast Páls Zóphoní- assonar með því að rísa úr sætum. í DAG er til moldar borinn Páll Zóphoníasson, fyrrverandi alþing- isrriaður, og vildi ég ekki iáta hjá líða að senda þessum látna vini mínum hinztu kveðju með örfá- um línum. 1 Fundum ókkar Páls bar saman á árinu 1945, er ég tók sæti í rikis- skattanefnd, en þar var Páll fyrir, og störfuðum við saman þar næstii 15 ár. Það er óhætt að segja, að samvinna nefndarmanna var alla tíð með ágætum, en þar voru alltaf fyrir mörg mál og erfið, sem 1ÍÍ4 hefði verið hægt að afgreiða a’fjt öðrum kosti. Hið óskeikula minnl ■Páls var ómetanlegt í þessu starf^ - svo og auðvitað hin geysimikla þekking hans í landbúnaðarmálum, Ég tíni aðeins þetta til, þótt al-— mörgu sé af að taka, því að marga aðra hæfileika hafði Páll, sem auð- veldaði þetta starf. Páll sat á alþingi í aldarfjórð- ung fyrir Norðmýlinga. Það geta sjálfsagt mér færari menn að rekja þingsögu hans, en aðeina skal þess getið, að hann var fast- ur í skoðunum, ómyrkur í máli, og fór ekki troðnar götur. Ég hygf| - að hann hafi unnið miklu meira fyrir sína kjósendur, heldur en al- mennt gerðist um þingmenn, enda var óspart leitað til hans, margra og óskyldra erinda. Hann var þes$ vegna meira í persónulegum kynn- um við kjósendur sína og vissi ailt um hagi þeirra, og vissi svo að segja nákvæmlega fyrirfram un> hvernig atkvæði féllu á lista hans Páll var ákaflega gestrisinn Framhald á 13. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 9. des. 1964 *|

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.