Alþýðublaðið - 09.12.1964, Blaðsíða 16
Davíð Schevingr Thorsteinsson framkvæmdastjóri (tv.) og Haukur Gröndal, sölustjóri. Haukur
heldur á kassa með nýja smjörlíkinu í, ogr bak við ]>á sjást nýju vélarnar.
Nýtt jurtasmjörlíki
komið á markaðinn
Reykjavík 8. des. OTJ.
NÝ TEGUND smjörlíkis er
komin 1 verzlanir, og eru allar
olíur sem í það fara, úr- jurta-
ríkinu, enda heitir það Jurta-
smjörlíki. Það hefur einnigr ver
ið nefnt borðsmjörlíki, því að
það kvað ekki vera verra ofan á
brauð, en venjulegt gæðasmjör.
Heldur hafa margar húsmæð-
ur litið það hornauga i fyrstu,
en flestir sem á hafa bragðað,
kemur saman um að það sé sízt
verra en smjörið. Og það er
mun ódýrara.
Fréttamenn skoðuðu í dag
verksmiðju Smjörlíkisgerð-
anna hf. hér í borg, en þar er
nýja smjörlíkið framleitt, í vél
um sem nýlega voru settar upp.
Gafst þeim kostur á að fylgj-
ast með allri framleiðslu nýja
smjörlíkisins, allt frá því að
oliunni var dælt úr tunnum
þeim sem þær koma i, og þar
til smjörlíkið kom fúllpakkað
ýr pökkunarvélunum, en á
þeirri leið þurftu mannshendur
aldrei að snerta við því. Eins
og fyrr segir eru aðalefnin öll
úr jurtaríkinu. Hegin efnið er
jarðhetuolía, bæði fljótandi
og hert og kókosfeiti. Þessu er
blandað saman í ákveðnum hlut
föllum, og síðan vítamínum,
jurtalit, jurtabindiefni, sítrónu
sýru, sojabauna-lecithini, bragð
efni, vatni og salti bætt í. Þessi
blanda fer svo í sérstök hræru-
ker, þar sem hún er hrærð
vandlega. Þar er og bætt út í
hana kartöflumjöli, sem sett er
í tll 'þess að hægt sé að greina
á efnafræðilegan hátt, hvort
Framh. á bls. 13
Mikiö um suðræn fiðrildi
hér á fslandi s.l. haust
.Reykjavík, 8. des. OO.
VEDRIÐ, tímarit Félags íslenzk
-ra veðurfræðinga er nýkomið út.
Meðal efnis . er þar grein eftir
Jónas Jakobsson um suðræn fiðr
iidi sem oft koma i heimsókn
isingað til lands. Rekur hann ferða
"fög—þeirra um háloftin, sérstak-
Sega mikillar fiðrildagöngu sem
barst í haust til Suðurlands. Hinn
fyrsta september náðist í aðmír
álsfiðrildi í Öræfum, og næstu
daga varð göngunnar vart víðs
vegar á þeim slóðum,
Fiðrildi þessi hafa áður fundist
hér á landi en aldrei slíkur, fjöldi.
Haustið 1947 kom þó stór ganga-
varð hennar vart um allt Suður-
land. •
Aðmírálsfiðrildið er dagfiðriídi
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkuf
heldur spilakvöld næstkomandi föstu
dag klukkan 8,30 í Iðnó. Húsið er
opnað klukkan 8. Sameiginleg kaffi
drykkja og dans á eftir. Félagsmenn
eru hvattir til að mæta vel og stund
uícieaa
mjög stórt, vængjahaf —7 sm.
Það er dökkbrúnt á lit með áber-
andi rauðum bekkjum og hvítum
deplum. í hinum norðlægari lönd
um lifir það ekki af vetuinn held
ur flakkar þangað á vorin í stórhóp
um. Ný kynslóð klekst þar svo út
með haustinu, og verður þá fjöldi
þeirra mestur. Þau sem ekki fara
á flakk, leggjast í dvala þegar
kÖlnar en drepast undantokninga
lítið á veturna, einnig púpurnar.
Mjög er misjafnt hve göngur
þessar eru stúrar. Er þyð að
sjálfsögðu háð viðkomunni á
hverju ári, én hinu ekki síður,
hvernig veðri og vindum er hátt
að á þessum tíma ársins. Þar sem
fiðrildi eru ekki hraðfleyg veröa
þau að láta vindinn bera sig f
langferðum. Jónas reiknar með
að fiðrildin hafi komið frá Frakk
landi. Hefur hann gert rannsókn
á veðurskilyrðum þar og á leið-
inni til íslands á þeim tíma sem
fiðrildin fóru yfir hafið og hve
Framhald á 4. síð'u
Alþýðublaðið kost-
ar aðeins kr. 80.00 á
mánuði. Gerizt á*
skrifendur.
MiSvikudagur 9- desember 1964
Nýtt veiðisvæði?
Reykjavík 8. cfes. GO.
VÉLBÁTARNIR Huginn II og
Leó frá Vestmannaeyjum voru i
morgun að koma úr sölutúrum er
iendis frá. Þegar bátarnir voru
staddir 150 mílur í SA frá Vest-
mannaeyjum urðu þeir varir við
lóðningar á stóru svæði og lík-
ast því að um síld væri að ræða.
Lóðningarnar voru á 80 — 100
faðma dýpi, en þetta var milli
klukkan 10 og 11 í morgun og því
orðið albjart. Skjpstjórinn á Hug
inn II vildi ekki fullyrða að hér
hafi verið um síld að ræða, en
vissi um að Eldborgin frá Hafnar
firði og Höfrungur III frá Akra
nesi voru á leiðinni út að athugh
svæðtð.
Eldborgin verður komin á stað-
inn um 10 leytið í kvöld og Höfr-
ungur um klukkustund seinna og
kemur þá væntanlega í ljós um
hvað er að ræða, en síldin á vanda
til að koma upp á nóttinni.
Huginn II var að koma frá Þýzka
landi, þar sem hann seldi rúra
30 tonn af fiski fyrir rúm 39.000
mörk, en Leó var hins vegar að
koma frá Grimsby.
Þrír slasaðir
sjómenn
Akureyri, 8. des. GS.—OÖ.
Síðastliðna nótt kl. 3 kom hing
að togarinn Kingston Sardius H-
588 með slasaðan mann. Var það
ungur háseti, sem er sennilega
mjaðmargrindarbrotinn.
í dag kom svo brezka herskip
ið HMS. Keppel með tvo slasaða
sjómenn. Annar þeirra var mikiS
meiddur innvortis og hinn fót-
brotinn.
Var hætt kominn
á öskuhaugunum
Rvík. 8. des. - ÓTJ
VÖRUBÍLSTJÓRI var nokkuð
hætt kominn, þegrar bifreiff hans
rann út í logandi hauga í Sorp-
eyðingarstöffinni. Ilafði hann ver-
ið aff losa rusl af pallinum, og í
því skyni bakkaff fram á ystu
brún eins haugsins. Ekki er full-
kunnugt um livaff olii, en bifreiff-
in fylgdi á eftir ruslinu niður, og
gusu logarnir hátt í Ioft upp.
Bílstjórinn vildi skiljanlega hafa
sem stysta viðdvöl í logunum, og
forðaði sér hið bráðasta upp á
bakkann aftur. Tókst honum að
komast það án þess að hljóta
nokkur alvarleg meiðsli. En vöru-
WMMWWHWWWWWV
IDregið í happdræfti jj
Kvenfélagsins jj
FRÁ Kvenfélagi Alþýffu- j;
flokksins í Reykjavík: Dreg- j i
iff var í innanfélagshapp- I j
drætti kvenfélagisins 7. des- j |
ember sl.
Upp komu þessi númer; j í
1. vinningur 613 ! í
2. vinningur 862 j J
3. vinningur 81 J!
Vinninganna sé vitjað til |!
formanns félagsins, Soffíu i j
Ingvarsdóttur, Smáragötu ;;
WMMWMMMMMMWMMM
bíllinn varð öllu verr úti. Slökkvi-
liðið var þegar kvatt á vettvang
tii aðstoðar, og tókst því að ná
bílnum upp, og hóf að slökkva í
honum. En það var„bara sorglega
lítið eftir til að slökkva I, því að
allt hafði brunnið sem brunnið gat,
og er bíllinn talinn gerónýtur.
Ungir ávís-
anafalsarar
Rvik, 8. des. - ÓTJ
.ÁVÍSANAHEFTI var í síffustu
viku stoliff úr fötum manns sera
var á íþróttaæfingu. Hann tií*
kynnti stuldinn þegar til lögregl-
unnar, sem svo hafffi aliar klær
úti daginn eftir. Þá handtók hún
líka tvo drengj, í Landsbankanum,
þar sem þeir voru a» reyna að
innleysa ávísun úr stolna heftinu,
Hafði starfslið bankans grun um
að ekki væri allt með feldu, og
tilkynnti lögreglunni. Drengip
þessir voi-u aðeins 9-12 ára gaml-
ir. ,
Við yfirheyrslur játaði svo ann*
ár þeirra að hafa stolið veskinu.
Þetta voru þó ekki fyrstu afskipti
þeirra af stolnum ávísunum, því atf
þeir viðurkenndu einnig að hafa
verið í fólagsskap með nokkrum
Framhald á 13. siffu