Alþýðublaðið - 11.12.1964, Side 1
Tveir urðu milljónerar
í GÆR var dregiff i 12. flokki
Happdrættis Háskóla íslands. —
Dregnir voru 6.300 vinningar að
fjárhæð 15.780.000 krónur.
Hæsti vinningurinn, ein milljón
krónur, kom á hellinlffa númer
36.580, sem seldur var í umboffi
Frímanns Frímannss. í Hafnarhús
inu. Þessa tvo samstæðu heilmiffa
fékk sinn hvor maðurinn. Auka-
vinningarnir, sem eru 50.000 krón-
ur aff þessu sinni, skiptust milli
þriggja aðila. Númer 36.579 skipt-
ist milii tveggja, þar sem sá
sem átti númer 36.581 hafði bætt .
viff sig miffanum í Aukaflokknum
og fékk þar af leiðandi 100.000
krónur.
200.000 króna vinningurinn kom
á hálfmiffa númer 18.816. Tveir,
hálfmiðar voru seldii' í umboffi'
Þóreyjar Bjarnadóttur, Laugavegi
66, einn hálfmiðinn var seldur hjá
Frímanni Frímannssyni og sá
j f jórði var seldur hjá Arndlsi Þor-
vaidsdóttur, Vesturgötu 10.
Framhald á 4. siíu
Reykjavík 10. des. EG.
SAMKVÆMT fyrstu fjögurra ára vegaáætlun-
inni, sem lögð er fyrir alþingi samkvæmt nýju vega-
lögunum, verður varið rúmlega einum milljarð
króna, 1058,4 milljónum til viðhalds og nýbygg-
inga vega og brúa hér á landi næstu fjögur árin.
Stærsti tekjuliðurinn á vegaáætlun er benzíngjald,
en nettótekjur af því eru áætlaðar alls 643,4 milljón
ir á þessu tímabili. Stærsti útgjaldaliðurinn er hins
vegar viðhald þjóðvega, en til þess er áætlað að veita
390 milljónum.
Vegaáætlunin fyrir árin 1965—
1968, sem fram var lögð á Alþingi
í dag gerir ráð fyrir, að varið vcrði
til vegamála hér á landi næstu
f,iögur árin 1058.4 milljónum. —
Tekjustofnarnir eru benzingjald,
tekjur af þungaskatti, tekjur af
gúmmí-gjaldi og árlegt framlag
ríkissjóðs, sem nemur samtals
168,4 milljónum króna.
Á þessu fjögurra ára tímabili
er ráðgert að veita 390 milljónir
króna til viðhalds þjóðvega, sem
skiptist þannig eftir árum: 1965,
90 milljónir. 1966 95 milljónir.
1967 100 miiljónir og 1968 105
milljónir. Þá er ráðgert að einni
milljón króna verði varið árlega
til vegmerkinga skv, umferðarlög-
unum.
Til nýrra þjóðvega, það er að
Framh. á 13. síffo.
KONA RÆND Á
GÖTU f GÆR
í FROSTUNUM og vetrar-
ríkinu undanfarna daga hef-
ur myndin, sem birtist hér
til hliðar veriff algeng sjón,
ekki hvaff sízt snemma á
morgnana. Menn eru aff
leggja af staff til vinnu sinn-
ar, en bíllinn kaldur eftir
nóttina og fer ekki í gang.
Þaff hefur víst margur ma'ð-
urinn bolvaffi hressilega yfir
því aff dagurinn skyldi byrja
svona — og mátt arka tU
næstu biffstöffvar — í leit aff
strætisvagni. (mynd: J.V.).
70.000 tunna síldarþró
feyggH I Vestmannaeyjuné
Reykjavík, 10 des. ÓTJ.
FULLORÐIN kona var rænd
tösku sinni á götu úti um kl. 10
í morgun. í töskunni voru m.a. 6
þúsund krónur í peningum, banka
bók og fleira verffmæti. Hinn bí-
ræfni þjófur er enn ófundinn.
Ingólfur Jónsson hjá rannsókn
arlögreglunni, tjáði blaðinu að
konan hefði verið á gangi eftir
Fjölnisvegi, þegar ræninginn kom
aftan að henni. Varð hún hans
ekki vör fyrr en hann hrifsaði
af henni töskuna. Þá tók hann til
fótanna og hljóp brott sem mest
hann mátti. Sá konan það síðast
til hans, að hann hvarf inn í garð,
að húsabaki. Lögreglan hóf þegar
leit að þjófnum og var slóð hans
rakin eftir nokkrum görðum, en
hvarf þar sem hann hafði gengið
út á Sjafnargötu. Konan segir
manninn hafa verið ungan, há-
vaxinn og grannan. Var klædd-
ur dökkri vattfóðraðri nylonúlpu
með hettu. Þeir sem kynnu að
hafa orðið hans várir þegar hann
var á flóttanum, eru vinsamlegast
beðnir að hafa samband við rann
sóknarlögregluna.
Vestmannaeyjum, 10. des. ES. GO.
HAFIN er bygging 70.000 tunna
síldarþróar við sfldar- og fiski-
mjölsverksmiðjuna í Vestmanna-
eyijum. Byggingin hófst í ágúst í
siunar, en verkinu hefur miffaff
seint og ekki vitaff meff vissu hve-
nær þróin verffur tilbúin. Koma
til alls konar erfiðleikar^ nu. verff
ur til aff byrja meff aff sæta sjávar
föllum viff smíðina. Fiskimjöls-
verksmiffjan h.f. hefur fyrir 20.000
tunna þróarrýml.
I sumar hefur verið unnið að
stækkun verksmiðjunnar úr 2500
mála afköstum á sólarhring upp í
5000 mál og er því verki að verða
lekið.
Nýja þróin er 30x80 metrar og
4 metrar á dýpt.
Fiskimjölsverksmiðja Einars
Sigurðssonar bræðir 5000 mál á
sólarhring og geymslupláss er Þar
fyrir 20.000 tunnur. Þróarrými I
Vestmannaeyjum er því alls fyrir
110.000 tunnur.
Vestmannaeyingar vonast eftir
síldinni um áramótin eins og und
anfarin ár, en þó er í þeim uggur
vegna veiðibrestsins við Suðaust
urlandið að undanförnu.
MWMVMHMMUMMWMMMMMMHMHUWHmmtMmiMM
GLUGGINN ER Á 6 SÍÐU
MMWHMMMttWMtWtMMMMMMMMMMMMMMWMMMIIW