Alþýðublaðið - 11.12.1964, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.12.1964, Blaðsíða 2
 Rltstjórar: Gylfi GrönUal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl: Arni Gunnarsson. — Ritstjómarfulitrúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-34903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðslns. — Áskrtftargjaid kr. 80.00. — í lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. 12 ára fcmgelsi UNGUR MAÐUR hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir tilraun til að myrða stúlku. Þetta er þungur dómur, sem hefur vakið umhugsun margra landsmamna. En afbrotið var mikið og við því verður að vera þyngsta refsing, ef réttarfar er í samræmi við skoðanir þjóðarinnar um helgi mannlífsins. Þessi dómur vekur umhugsun um aðrar hlið- ar á íslenzku réttarfari. Síðustu ár hefur komið í ljós gífurleg fjármálaspilling og hvert stórmálið hefur rekið annað, þar sem virðulegir borgarar hafa stolið eða sóað miklum fjármunum. Þessir glæpir virðast þó ekki vera teknir eins alvarlega i réttarkerfi lýðveldisins og hinir klassisku glæpir eða óknyttir afvegaleiddra ungl- inga. Aldrei hefur það komið fyrir í þessum fjár- svikamálum, að yfirvöldin hafi skipað þrjá hempu- klædda sakadómara, stillt þeim upp á bekk og kall- að á ljósmyndara blaðanna til að sýna dýrð og alvöru réttarfarsins. Þá falla ekki dómar nokkrum mánuðum eftir afbrot, heldur líða árin hvert af öðru og sjaldan lýkur málum svo, að sökudólgar sitji nema örstuttan tíma á bak við lás og slá. íslenzkt yfirvald verður að bæta verulega starfsaðferðir sínar á þessu sviði, ef það vill halda tiltrú landsmanna, hvað þá ef það vill auka lög- hlýðni í landinu. Um þessi mál var nokkuð fjallað á nýafstöðnu þingi Alþýðuflokksins. Var þar samþykkt tillaga, sem flutt hafði verið af ungum jafnaðarmönnum, og var hún á þessa lund: „Flokksþingið leggur áherzlu á örugga, skjót- virka og vandvirka dómsmálastjórn í landinu. Telur þingið, að vanda þurfi sérstaklega val manna í dómarastöður og veita þeim næga starfs- krafta til þess að þeir geti leyst hlutverk sitt vel af hendi. Óháðir dómstólar eru einn af hymingar- steinum lýðræðisins, og er mikilvægt að búa vel að þeim til þess að halda uppi virðingu fyrir lög- um og rétti“. - r Stúlfeur-óskast til starfa við farpantanadeild félagsins í Réykjavík í byrjun næsta ái*s. Nokkur skrifstofureynsla æskileg. Kunnátta í ensku og einu Norðurlandamálinu naúðsyn.ieg. Yngri stúlkur en 18 ára koma ekki til greina. . Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrifstofum félagsins . i R’eýkjavík, sé skilað fyrir 20, desembér til Starfs- mannah'alds Flugfélags íslands. I þeir afla sér aukinnar þekkingar á skáldunum og verkum þeirra. Við útgáfu skólaljóðanna hefur verið kostað kapps um að gera bókina sem bezt úr garði. /C£IAA/*A/0 RÍKISÚTGÁFA námsbóka hefur gefið út Skólaljóð, sem ætluð eru nemendum í barna- og unglinga- skólu'm á aldrinum 10-14 ára. í þessu Ijóðaúrvali eru samtals um 160 kvæði eftir 42 höfunda. Kvæðunum er raðað upp eftir höf- undum og höfundum raðað eftir aldri, þannig, að bókin hefst með Hallgrími Péturssyni og endar á Steini Steinarr. Kristján J. Gunnarsson hefur valið kvæðin og ritað stuttan kynn ingarkafla um hvern höfund. Ilalldór Pétursson teiknaði rnyndir af höfunduuuni og hefui' eiimig myndskreytt hverja síðn hókarinnar, sem er prentuð í lit- um. Litbrá hf. prentaði. Setningu annaðíst Prentsmiðjan Edda og bókband Félagsbókbandið. Myndirnar eru felldar að efni kvæðanna og taka þær þvf til fjöl- margra þátta í íslenzkri náttúru og þjóðlífi, sem um er fjallað í kvæðunúm. Er það von útgefenda, að það megi verða til að auðvelda nemendum kvæðanámið og glæða áhuga þeirra á því. Um hlutverk það, sem skólaljóð unura cr ætlað að gegna, segir m.a. svo í eftirmála bókarinnar, sem fjallar um ljóðanám. „Tilgangurinn með kvæðanámi á fyrst og frernst að vera sá að glæða ljóðasmekk og stuðia að því að nemendur viti nokkur deili á helztu skáldum þjóðarinnar og ljóðum þeirra. I Æskilegt er, að nemendum gef- j ist kostur á að kynnast úvrali. úr ljóðum hvers-skálds-og þar með fleiri kvæðum en hér líefur verið, rúm fyrir. j Mikla áherzlu þarf áð leggja -á I góö'an upplestur, því leiðin til skiln ings á eðli og hrynjandi bundins máls er fyrst og fremst téngd skýrr ljóðrænni framsögn“. : Þá er einnig komið út skýrJhjgár- hefti, sem fylgir~skólaljóðunúin og Krlstján J. Gunnarssort hefur ték- ið saman. Eru þar skrár um .helztu Ijóga- bækur, sem út liafa ,komið eftir hvern höfund og yfirlit um ritgerð ir og bækur, .sém' skrifaðar . jiafa verið um hann. Þar eru einnig orðá'skýringar úr t kvæðunum og loks ,nokkur ■,verk-< jéfni, ábéndingár um Vihnubfögð,' [sem nemendur gætu beitt, þegar SÓLVEIG SYNIR Á MOKKA KAFFI Reykjavík, 9. des. - OÓ. Á MOKKA kaffi stendur nú yfir sýning á mynduni eftir Sólveigu Úgfferz. Sýnir hún þar 20 myndir, 10 éru málaðar á tré og 10 i skinn. Solveig hefnr haldið sýn« ingu á myrtdum máluðum á tré, en þetta cru fyrstu skinnmyndir sem hún sýnir, eru þær málaðar olíulitum i skinnin, sem eru at ýmsum tegundum. Myndirnar éri| allar táknrænar. Sýningin stendur fram að jólum, og cru allar myndirnar til sölu. Sigurgeir Sigurfónssoa hæstaréttarlögmaðnr Málflntnrnfsskrifstofti óðlnag&tu «r Sfml llMt. 2 11. des. 1964 - ALÞÝ0UBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.