Alþýðublaðið - 11.12.1964, Síða 4

Alþýðublaðið - 11.12.1964, Síða 4
Reykjavík, 10. des. — EG. GIRÐINGARLÖG: Frumvarp til breytinga á girðingarlögum var tekið til fyrstu umræðu í neðri deild í dag, en frumvarpið er komið frá efri deild. Ingólfur Jónsson, samgöngumólaráðherra mælti fyrir frumvarpina ög skýrði efni þess, en að því búnu var því visað til 2. umræðu og landbúnaðarnefndar. NEFNDAÁLIT: Jón Þorsteinsson (A) hafði framsögu fyrir heilbrigðis- og félags málanefnd efri deildar við 2. umræðu frumvarps til laga um breyt- ingu á lögum um aðstoð við fatlaða. Frumvarpið gerir ráð fyrir hækkun gjalds á hvert kíló af innlendum tollvörutegundum úr 3 krónum í krónur 3,50, og skal hækkunin ronna til blindra. Sagði JTón, að reiknað væri með að hún mundi nema 2—3 hundruð þús- undum króna á ári. Lagði nefndin til að frumvarpið yrði samþykkt Til 3. umræðu og var það gert. Jón Þorsteinsson mælti einnig fyrir nefndaráliti heilbrigðis og fólagsmálanefndar um stjórnalrfrumvarp um leqfgingu orlofs úr 18 dögum í 21 virkan dag. Var frumvarpið samþykkt til 3. umræðu. Eggert G. Þorsteinsson (A) mælti fyrir tveim nefndarálitum allsherjarnefndar. Fjallaði annað um frumvarp til breytinga á lög- um um meðferð einkamála í héraði, og felur í sér liækkun á þókn- un stefnuvotta, en hitt var frumvarp um breytingu á hegningar- lögum, þar sem lagt var til að breyta tölum í ákærureglum. Frum- vörpin voru bæði samþykkt til 3. umræðu. ÞINGSKÖP ALÞINGIS: Óiafur Björnsson (S) mælti fyrir áliti meirihluta allsherjar- nefndar um frumvarp til breytinga á þingsköpum Alþingis, sem gerir ráð fyrir að fimm manna nefndir verði gerðar að sjö manna • nefndum. Mælti meirihlutinn með að frumvarpið yrði samþykkt t ! obreytt. í' Ólafur Jóhannesson (F) sagði að sú fjölgun í þingnefndum er j þetta frumvarp genði ráð fyrir væri byggð á utanþingssamkomulagi ! milli Sósíalistaflokksins og stjórnarflokkanna, og hefðu framsóknar mönnum verið haldið utan við það samkomulag, þótt þeir teldu, , að alþýðubandalagsmenn ættu rétt á að sitja í þingnefndum. Vegna þess, að framsóknarmenn hefðu verið hafðir útundan og ekki var : talað við þá, þegar samkomulagið var gert, sagði Ólafur, að bezt (? mundi, að þeir tækju ekki þátt í afgreiðslu málsins, þótt svo þeir | vildu ekki hindra að það næði fram að ganga. Alfreð Gíslason (K) íf kvaddi sér hljóðs og kvaðst ekki hafa heyrt um þetta samkomu- 1 lag, og benti Ólafi Jóhannessyni á að Sósíalistaflokkurinn ætti " enga fulltrúa á þingi. Málið var siðan samþykkt til 3. umræðu með ellefu samhljóða atkvæðum að viðhöfðu nafnakalli. Framsóknarmenn greiddu ekki atkvæði. SÍMAGJÖLD Á SUÐURNESJUM: Eggert G. horsteinsson hefur flutt eftirfarandi þingsályktunar tillögu um simagjöld á Suðurnesjum: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlut ast til um, að nú þegar eða eigi síðar en um næstu áramót verði fyrirkomulag símtala á Suðurnesj- um og gjald vegna þeirra samræmt þannig, að all- ar stöðvar í símasókn þeirri, er hefur leiðartol una 92, __ en þær eru sjálfvirku stöðvarnar Keflavik, Njarðvík, Gerðum, Sandgerði, Grinda- vík og stöðvarnar í Höfnum og Vogum, sem baðar verða væntanlega sjálfvirkar á næsta ári, verði eitt gjaldsvæði varðandi aðra landshluta en innbyrðis komi ein greiðslueining fyrir hvert símtal án tillits til lengdar þess. Með tillögu hans fylgir svohljóðandi greinar- gerð: Tillaga sú, sem hér um ræðir, var einnig flutt á síðasta þingi. |"en náði þá ekki fram að ganga. Tillögunni fylgdi þá svofelld grein- fargerð: ■■ Fyrir fáum árum var hafin bylting í símamálum hér á landi. f Sjálfvirknin látin vinna verk margra handa. Markvisst unnið að því ? áð bæta og auka símaþjónustuna og gera hana jafnframt hagkvæm- r ári. í Reykjanesskagirin — Suðurnes — er fyrsti landshlutinn, þar sem sjálfvirkni símans heldur innreið sína, eftir að hafa fengið góða reynslu í höfuðborginni og tveimur stærstu bæjum landsins. Ýmsir byrjunar- og fyrirkomulagsörðugleikar hafa eðlilega átt sér síáð, og teljá Suðurnesjabúar sig hafa orðið fyrir þungum búsifj um af þeim sökum • ‘ Tillaga þéssi er því fram komin, ef verða mætti til þess að bæta , hér. nokkuð úr og leiðrétta misræmi. ( ' - '■’ ■' :................... 4 11. des. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Orgeltónleíkar Fyrsta flokks Dönsk sjónvarpstæki Nýjung NÝLEGA er kominn til lan<}sins tékkneski orgelleikarinn Karel Paukert. Mun hann halda tón- leika í Kristkirkju í Landakoti nk. sunnudagskvöld. Er hann á leið til Bandaríkjanna til tónleikahalds. Undanfarið 'hefur hann verið í Belgíu og Þýzkalandi og haldið þar marga tónleika, sem fengu mjög góða dóma. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, frönsk tónlist frá tímum Bachs og ný orgelverk. Paukert var búsettur hér á landi árin 1961-62, og starfaði þá með Sinfóníuhljómsveit íslands. Hélt liann þá hér eina orgeltón- leika. Tónleikarnir í Kristskirkju hefj- ast kl. 21. Aðgöngumiðar verða 2 milljónerar Framhald af 1. síðu 100.000 króna vinningurinn kom á heilmiða, númer 48.082, sem seld ir voru í umboði Frímanns Frí- mannssonar í Hafnarhúsinu. Sá, sem átti annan heilmiðann átti röð af miðum. (Birt án ábyrgðar). Fáanleg með F.M. móttöku- skilyröum, þannig að tækið notast einnig til að blusta á dagskrá islenzka útvarpsins. Garðar Gíslason hf. Framh. af bls. 3. Fjarvera Sartres setti á vissan hátt svip á athöfnina í Konsert- huset og á viðhafnarveizluna í ráðhúsinu á eftir. Arne Tiselius prófessor, Nóbelsverðlaunahafi í efnafræði, sagði i ræðu að vafinn um, hvort taka eigi við verðlaun- gæti oft valdið sálarstríði, en Nóbelsverðlaunin væru ekki að- eins persónulegur heiður. Ráðstefna í Rísö Framhald úr opnu. rangur en fæst með ísingu og kemur til með að hafa mikla þýð- ingu fyrir fiskútflytjendur. Þá eru rannsóknirnar á notkun geislaverkunar á sjúkrahúsum ekki síður athyglisverðar og líklegt talið að þær muni leiða til bylt- ingar á sviði dauðhreinsunar inn- an fárra ára. Afnotagjöld og frísímtöl eru alls staðar hin sömu, hvort heldur notendafjöldi stöövarinnar er mikill eða lítill. Símanotkun við aðrar sjálfvirkar stöðvar er mjög aðgæzluverð, þar sem síminn gefur enga viðvörun um lengd símtals, svo sem áður var. Þá má benda á sameiginlcg viðskipta- og atvinnulega hagsmuni verðstöðvanna á Suðurnesjum með eina afskipunar- og útskipunar- höfn í Keflavík Öll nýting sjávarafurða og þar með afkomu þess- ara fjölmennu byggða á mikið undir góðri og hagfelldri síma- þjónustu. seldir hjá Sigríði Helgadóttur og Sigfúsi Eymundssyni og við inn- ganginn. Þá mun Paukert halda eina hljómleika á Akranesi á þriðju- dagskvöld. Flutningsbílar Framhald af 16. síðu óeðlilega lágum þungaskatti og einnig því, að þessar bifreiðir eru. að jafnaði lilaðnar langt yfir það sem umferðarlögin leyfa, án þess að viðkomandi yfirvöld fái rönd við reist. Samkvæmt umferðárlögunum frá 1958 er leyfður 6 tonna öxul- þungi á öRum opinberum vegum Á örfáum aðalleiðum er leyfður nokkru hærri öxulþungi á öllum samkv. sérstakri heimild í lög- unum. Hins vegar hefur komið í Ijós við eftirgrennslan vegalög- reglunnar, að mikið af þeim bif- reiðum, sem stunda vöruflutninga á langleiðum, eru með 8, 10, 12 tonna öxulþunga. Bifreiðir með slíkan öxulþunga rista beinlínis í sundur veikbyggða, gamla mal- arvegi, brjóta niður ræsi og brýr sem byggðar voru fyrir allt ann- an þunga. Vegalögréglan, sem annast skal eftirlit með því, að ákvæðum um- ferðarlaganna sé framfylgt, er allt of fáliðuð til þess að sinna því verkefni sem skyldi. Þar við bæt- ist, að dómsvaldið' hefur í flest- um tilvikum dæmt svo lágar sekt ir vegna brotanna á ákvæðunum um öxulþunga, að það hefur ekki haft tilætluð varnaráhrif. Verði ekkj unnt að stemma stigu við þessari þróun, mun við- haldskostnaður vega og brúa á ýmsum aðalleiðum vaxa úr hófi fram á næstu árum, en hvenær sem er geta hlotizt af þessu stór slys eins og öllum má ljóst vera". Skátarnir Framhald af 16. siffu framlögum sem þeim safnast og eru þaff vinsamleg tilmæll forráðamanna vetrarhjálpar- innar aff gefendur taki viff kvittununum, því komiff hefur fyrir aff unglingar hafa safnaff peningum í nafni vetrarhjálpar innar og notaff til eigin þarfa. Magnús kvaff vetrarhjálpina aldrei fá nóg af peningum, því í mörg horn værl aff líta og værf ekki mikiff sem hver og einu fengi af þeim sem biffja um aff- stoð. í meira lagi hefur borist af fötum og væri þau betri en nokkru sinni áður. Vetrarhjálpin úthlutar ekki peningum, heldur fær fólk ávís- anir á matarúttekt, mjólkur- seðla og fatnað. Reynt er eftir megni aff meta aðstæffur hjá því fólki, sem sækir um affstoff. Einstaklingar fá um 300.00 kr. úttekt og 10 lítra af mjólk auk fatnaffar Allur ytri fatnaffur, sem úthlutaff er er notaffur, en , nærfot ný. Ef um barnmörg heimili er aff ræffa, þar sem fyr irvinnan cr stopúl er úthlutaff allt aff 800.00 kr.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.