Alþýðublaðið - 11.12.1964, Blaðsíða 5
HIBYLAPRYÐi H.F
HVAÐ VANTAR YÐUR
I HUSIÐ?
— Ef það eru húsgögn, þá ættuð þér að leggja
leið yðar til okkar. Við höfum stök húsgögn og
húsgagnasett af margs konar stærðum og gerð-
um. — Mundi t. d. ekki þessi stílhreini og þægi-
legi ruggustóll vera tilvalin jólagjöf handa eig-
inkonunni eða húsbóndanum?
HAGKVÆMT VERÐ.
GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR.
Opið til kl. 10 í kvöld.
SÍMI 38177
Kynna hér á Sandi
norskar keðjur
HAMRAFELL
EKKI SELT
Reykjavík, ,10. des. ÓTJ.
HÉR eru staddir í istuttri heim
sókn Helgi Oddur Spilhaug, og
Eigil Arnulfur Buen, frá norska
fyrirtækimi A/S Kjættingfabrik-
en. Það fyrirtæki framleiðir all-
ar tegundir af keðjuni, krókum,
lásum, lyftiblökkum, og bíla og
traktorskeðjur.
Einnig framleiðir það vélar til
framleiðslu á keðjum, og hefux
selt þær til m.a. Finnlands, Sví-
þjóðar, Englands, Kanada, Brazi
Framhald á 10 síðu
Reykjavík, 10. des. - OÓ.
EKKERT verkefni hefur enn feng-
ist fyrir Hamrafellið, sem nú er
á leið til Aruba, sem er eyja úti
fyrir strönd Venezúela.
Alþýðublaðið hafði í dag sam-
band við Iljört Hjartar, forstjóra
skipadeildar SÍS, og inníi hann
frétta um væntanleg verkefni fyr-
ir skipið.
Sagði hann að ekki hefði enn
fengist farmur til flutnings, en
búist hefði verið við samningum
í nokkra daga, og hlyti að verða
gengið frá þeim á næstunni.
Hamrafellið kemur til lestunar-
hafnar eftir 8 til 10 daga, og væri
hann bjartsýnn á að þar fengist
farmur til flutnings og væru flutn-
ingar vel borgaðir í dag. Skipið
vei-ður aðeins leigt til einnar ferð-
ar.
Hamrafcllið hefur ekki verið
auglýst til sölu og verður alls ekki
selt, sagði Hjörtur. Við látum
ekfei drepa okkur í einu höggi,
það þarf að minnsta kosti tvö.
Við reynum að halda skipinu und-
ir íslenzkum fána, því einhvern
tíma verður þörf á því aftur til að
flytja olíu til íslands.
MOSKVU, 10. des. (NTB-Reuter).
Nýjar tillögur voru bornar frarft
vm miffskipan landbúnaffarins þeg
ar Æðsta ráðið ræddi i dag áætl
unarbúskapinn og fjárlög rikisins
fyrir áriff 1965.
Fors æ ti s ráð h ejra eistlenzka
sovétlýðveldisins, V. Klaunson,
lagði til, að landbúnaðarráðuneyt-
ið í Moskvu bæri ábyrgð á efna-
hagsskipulagningu að því er varð
ar landbúnaðinn. Landbúnaðar-
ráðuneytið ber sem stendur á-
byrgð á vísindaþróun landbúnað
arins, en framleiðslan og efnahags
leg skipulagning heyra undir land
búnaðarráðuneyti hinna ýmsu sov
étlýðvelda.
ENN EITT NJÓSNA-
MÁLIÐ í SVÍÞJÓÐ
Stokkhólmi, 10. desember.
(NTB) —•
NÝTT, sænskt miósnamál er í
rannsókn í Stokkhólmi og
kaupmaður nokkur hefur ver-
Ið handtekinn, grunaður tun
tilraun til njósna í þágu Aust-
ur-Evrópuríkis. Þær fáu upp-
lýsingar, sem fyrir liggja,
benda til þcss, að hér sé ekki
um nálægt því eins víðtækt
mál og Wennerström-máliff.
Kaupmaðurinn, sem er frá
Stokkhólmi, hefur verið í fang-
*lsi £ tín daga. Fangelsisúr-
skurðurinn var kveðinn upp
fyrir lnktum dyrum og kaup-
maðurinn hefur sama verjanda
og Wennerström. Carl Erik
Lindahl. Hálft ár er llðiff síff-
an Wennerström ofursti var
dæmdnr í ævilangt fangelsl fyr
ir njósnir í þágu Rússa.
Vfirheyrslum yfir kaup-
manninum stjórnar Berndt
Berndtsson ríkissaksóknari,
ákærandinn í réttarhöldunum
gegn Dick Hclander bisknp.
Hann sagði í kvöld að sam-
kvæmt því sem bezt værl vit-
aff væri málið ekki umfangs-
mikiff. Kaupmaðurinn hefði
veriff fangelsaffur, þar eð ella
hefði rannsókn málsins orffið
erfið.
Kaupmaðurinn er hafffur í
lialdi i aðalstöðvum sænsku
rannsóknarlögreglunnar á
Kungsholm í Stokkhólmi, ef til
vill i sama klefa og Wenner-
ström sat i þegar rannsókn í
máli hans stóff yfir.
Orðalagið „tilraun til njósna“
virtist staðfesta þau ummæli
ríktssaksóknarans, að máliff
væri sennilega ckki umfangs-
mikið. Ákæruvaldiff og rann- ,
sóknarlögreglan hafa sennilega
komizt aff þeirri niðurstöðu, aff
maðurinn hafi ekki afhent hinu
erlenda ríki leynilegar upplýs-
ingar. Allt bendir til þess, aff
kaupmaðurinn hafi veriff grip-
inn áður en honum tókst þaff.
Hinar ófullnægjandi upplýs-
ingar benda ekki til þess, aff
málið sé í nokkru sambandi viff
Wennerström-málið. Gögnin,
sem notuð voru gegn Wenner-
ström og hafa verið birt, bentu
til þess, aff Wennerström hefði
veriff einn að verki.
Mál Wennerströms, sem
hafffi aðgang að helztu her-
leyndarmálum Svía og gegndi
miklum trúnaffarstörfimi, vakti
pólitískar deilur í Svíþjóð. —
Stjórnarandstaðan sakaffi land-
varnaráðherrann um, að hafa
haft ónógt eftirlit ineð Wenner-
ström og gert honum alltof auð
velt aff stunda njósnir, þótt
rannsóknarlögreglan hefði um
árabil haft vissar grunsemdir
á honum.
Aff sögn sænska útvarpsins er
kaupmaðurinn • á sextugsaldri
og eina ástæffan til þess aff
hann stundaði njósnir mun
hafa veriff fégræðgi. Útvarpiff
segir aff maðurinn, sem rekur
litla umboðsverzlun, hafi veriff
einn aff verki og eingöngu njósn
að í Svíþjóð.
Tage Erlander forsætisráff-
herra vissi ekki um grunsemd-
irnar gegn kaupmanninum fyrr
en hann var handtekinn. Eftir
handtökuna var bæði honum og
Rune Johansson innanríkisráff-
herra skýrt frá málavöxtum.
IMMWWWMWmWIMWItWWWMWWIMWHWMWWWmWWMWWWAWMWWVWW
ELDUR HJARTANS
Ástarsaga eftir
ANNE DUFFIELD.
Falleg, rómantísk og
mjög spennandi
EINKARITARINN
Spennandi og viðburða-
rík ástarsaga.
Frægasta saga
HOWVARD FAST '
í þýðingu Hersteins ;
Pálssonar
Fást í öllum bókabúðum.
ÚTGEFANDI
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 11. des. 1964 fj