Alþýðublaðið - 11.12.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.12.1964, Blaðsíða 6
GULLFUGLAR Fleiri þjóðir en íslendingar vilja þjóðarfjársjóði heim og fá þá um síðir. Gulifuglarnir á myndinni tilheyra skrautbúnaði konunflra fyrri alda í Burma, er Bretar tóku herfangi í Manda- lay 1885 og fluttu til London. Burmabúar hafa krafizt þess síðan 1947 að þessum þjóðarfjársjóð yrði skilað og var það gert fyrir nokkrum dögum. iiiiitiisiniiiniiiiniiiiitimnfflminiimiHiiiiiiiiiiRiirat'nmiinijiíniiiiniiiiHiiiiiiiiiiiiHiiiHiiHiiiiiiinfflumnimimmimiiiiiimsBiiiiiÉininnnniuiiiiinjiiiiiiintíimimift VIÐ TJÖLDIN HBIl or atriði, sem umferðarlögreglumenn gætu tekið til athugunar: Kollegar þeirra í Róm (Vigili Urbani) fá, samkvæmt lögum frá 1934, sinn hluta af þeim sektum^ sem inn koma vegna kæra þeirra, og á fyrri helmingi þessa árs nam upphæðin 500.000.000 lira til lögreglu- manna af þ’eim 700.000.000 lírum, sem inn komu í sektum. Óneitan- lega dálaglegur skildingur til lögreglumannanna. Á það skal þó bent, að upphæðin skiptist milli 2000 lögreglu- þjóna o. s. frv., en hún er á að gizka 30 milljónir íslenzkra króna — og svo er þarna, eins og hjá Orwell, að allir eru jafnir, en sumir eru jafnari en aðrir, svo bróðurparturinn fer til yfirmannanna, en lögreghxþjónarnir, sem koma með kærurnar, verða að láta sér nægja minna. — ★ — .] HANN-var að tala við eiginkonu eins af vinum sínum, sem lþnt hafði í bílslysi. Niðurstaða: fótbrot. _ —: Og hvernig líður honum? í — Ágætlega. Hann er enn betri til gangs en áður. : j — Hm, úr því að svo er, þá er það eiginlega synd, að- hann skyldi ekki- brjóta á sér hausinn. £ 11. des. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Karlmenn ónothæf- ir í bæjarstjórn í GRÍSKA smábænum Ahuri fóru | fram • bæjarstjórnarkosningar s.l. | sumar með þeim árangri, að í bæj- j arstjóm sitja þar nú fimm konur. j Fyrir 12 árum tók fyrsta konan , sæti í bæjarstjórn í bænum, og j varð hún bi'átt áhrifamesti með- | | limur bæjarstjórnarinnar Árið eft ir varð hún forseti bæjarstjórnar, og siðan hafa karlmennimir fallið út úr bæjax'stjórninni hver á fætur öðrum. Þessi kona, sem heitir Panayiota ' Papadopoulou og er sextug að aldri, segir, að það sé gagnlaust að hafa karlmenn í bæjarstjórn, ef menn vilji, að bærinn fylgist | með þróuninni. Á þeim 12 árum, sem konur hafa raunverulega stjórnað bænum, hefur hann, mið- Handrit eftir Bach fundið HINAR sex svítur Bachs fyrir sóló- celló hafa hingað til aðeins verið til í afskriftum, sem mjög hefur verið ábótavant, en nú hafa þær fundizt i afskrift tveggja af nem- Framh. á bis. 13 < að við allar aðstæður, tekíð ævin- týralegum breytingum, þegar tek- ið er tillit til þess, að fjárhagsáætl- un bæjarins hljóðar upp á um það bil 18.000 íslenzkar krónur á ári. Vatn hefur verið leitt i öll hús í bænum, ólívuframleiðslan hefur aukizt um 50%, komið hefur verið á fót sjúkrasamlagi, svo dregið hef ur verulega úr dauðsfallafjölda, og konurnar hafa haldið uppi vega gerð, sem hefur bætt mjög veru- lega samgöngur við nágrannabæ- ina. Næsta stórverkefnið er að leiða rafmagn í öll hús í bænum. Og það telja konurnar, að þær muni geta gei't á fáum árum, ef karl- mennirnir haldi sig aðeins á mott- unni. Krústjov burt úr óperutexta JAFNVEL nafnið Krústjov á hreinni aukapersónu virðist ekki einu sinni mega vera í friði leng- ur fyrir sovézkum yfirvöldum. Að minnsta kosti hófst fjórði þáttur í óperunni Boris Godunov, sem Bolshoi-leikhúsið er að sýna um þessar mundir á La Scala í Mil- ano, á ritskoðaðri útgáfu. í text- anum kemur fyrir nafnið á Krúst- jov nokkrum, landeiganda, sem tekinn er til fanga og hæddur af lýðnum fyrir að styðja ennþá zar- inn. í útdrætti úr textanum, sem prentaður var í frumsýningar- px'ógrammi, höfðu öll ummæli um Krústjov þennan verið tekin burtu, en stað þess talað um eitt- livert ,,nobody“, sem kallaðist „Bojar frá Kromy“. Mörg ítölsk blöð tóku eftir þessu og ræddu málið með háðslegum fyrirsögnum, eins og „Krústjov líka fjarlægður úr líbrettóinu“, og „Krústjov ritskoðaður í síðasta þætti“. Flokkur frá Bolshoi sýnir um þessar mundir á La Seala til að endurgjalda mjög vel heppnaða heimsókn La Scala til Moskvu í september s.l.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.