Alþýðublaðið - 11.12.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.12.1964, Blaðsíða 7
I) KVENNAMÁL E KKI ætla ég mér þátttöku í annarra manna deilum um það hvort íslenzkar bókmenntir séu einhvers konar einkamál fleiri eða færri „kerlingá”, — né þá heldur hvort sú þjóð gangi á- reiðanlega öll í pilsum. En það fer ekki fram hjá neinum sem fylgist með bókaútgáfu hér á landi hversu fyrirferðarmikinn skerf skáldsagna íslenzkar konur leggja á markað hverja jóla- kauptíð. Ætli kvennasögurnar losi ekki tuginn þetta árið eins og stundum áður? Sizt er ætl- andi að þessar og þvilíkar sögur væru gefnar út ár eftir ár nema þær stæðu vel undir útgáfu- kostnaði sínum. Og heimildir eru fyrir því að margar þessar sögur séu með eftirspurðustu bókum á söfnum. Laus}ega má áætla að eitthvað yfir 20.000 „kerlingabækur” séu prentaðar, mestpart seldar og sjálfsagt lesnar hér hvert haust. Þá er ó- talið allt útlent góss af sama tagi og þaðan af verra; og svo : í/iv v: inn af handahófi. Tvær voru eftir þær Ragnheiði Jónsdóttur og Guðrúnu frá Lundi, sem báðar munu í hópi vinsælustu og mik- ilvirkustu kvenrithöfunda okk- ar, og svo ein eftir óreyndan höfund til móts við þær, Guð- rúnu A. Jónsdóttur, sem aðeins hefur gefið út eina skáldsögu áður. öllum þessum sögum er kven- lýsing i forgrunni sögunnar; og svo mun í kvennasögunum yfir- •; ;■•■■■■. ■.vtí'/'.;;;- Guðrún A. Jónsdóttir allur safnalesturinn. Og svo segja menn að íslendingár hafi ekki lengur gaman af bókum! Líklega er það miður sann- gjarnt að draga allar skáldsögur íslenzkra kvenna í einn dilk að- greiningarlaust; sjálfsagt cr þar misjafn sauðurinn eins og víðar. Menn taka þó eftir hversu fá- títt það er, að kona sendi frá sér bókmenntaverk sem nái máli. Og þegar litið er yfir kvenna- sögur eins hausts er einsætt að allur obbinn af þeim eru skemmtisögur af sama tagi, sömu gerðar. Alþýðlegur skemmtilest- ur á sannarlega allan rétt á sér; og sízt spillir að slík nauðsynja- vara sé heimafengin. Það er ó- þarfi að mikla fyrir sér fyrir- fram vesaldóm þessa bókmennta- iðnaðar. Vinsældirnar gera hann forvitnilegan viðkynningar, — þó varla sé bjóðandi í heilsuna þeirra sem lesa allan staflann ár eftir ár. Fyrir þessar forvitnisakir las . ég nýlega þrjár nýjar skáldsögur íslenzkra kvenna — nokkurn veg- leitt. Jafhaðarlega tekst þessum höfundum miklu siður að lýsa karlmönnum svo úr verði nema einfaldasta yfirborðsmynd; og er það miður því jafnan eru ástir og kvennamál söguefni þeirra. Þannig fer einnig í sögu Guðrúnar A. Jónsdóttur sem nefnist Taminn til kosta (ísafold 298 bls.): Konráð bóndasonur sem þar segir frá, er heldur bet- ur ósannleg persónusmið þó hann eigi að vera „goðumlíkur” að vallarsýn og „paradísarsæla” vís hverri konu i faðmi hans. Athyglin beinist öll að móður hans, Mörtu húsfrcyju, lífsraun hennar og sigri að lokum; óláns- ferill Konráðs er reyndar ekki nema þroskatilefni • Mörtu; og væri fjarri lagi að tala um nokkra sálffræðilega gerð þeirrar lýsing ar allrar. Taminn til kosta er sveita- saga af rómantískasta taginu: sagan um kotastelpuna sem hreppir stórbóndasoninn, , um húsfreyju á stórbýli sem verður að lægja dramb sitt fyrir örlaga- mætti ástarinnar. Hún er tíma- sett milli stríða þó það komi málinu nú ekki mikið við. Sam- an við rómantískar sveitasælu- lýsingar með viðeigandi fjálgleik blandast örlagahugmyndir úr fornsögum og gróinn hjátrúar- andi: þetta stendur allt undir reyfaralegum söguþræði sem náttúrlega fer vel að lokum — Ragnheiður Jónsdóttir og virðist líka eiga að bera les- andanum einhvern siðernisanda með sér. Styrkur sögunnar er lýs- ing Mörtu húsfreyju sem er hið raunverulega söguefni, það sem það er; aðrar mannlýsingar eru allar gerðar eftir misjafnlega fjarstæðum formúlum, enda á höfundur erfiðast með að skrifa samtöl og yfirleitt láta fólk sitt tjá sig í orðum. En orðfæri henn- ar á sögunni er staðgott — þar sem það spillist ekki af tilgerð. Bókin er snoturlega gerð hið ytra, en morar í prentvillum. AÐ er erfitt að skilja að nokk- ur skuli í alvöru hafa ánægju af rómantísku vansmíði á borð við Taminn til kosta. Eru ekki þvílíkir lesendur orðnir nokkuð úreltir? En vinsældir Guðrún- ar frá Lundi verða prýðisvel skiljanlegar af síðustu sögu henn- ar, Hvikul er konuást (Leiftur; 315 bls.) — þó svo söguefni Guðrúnar sé „úrelt” ekki síður en nöfnu hennar. Frásögn Guð- rúnar er allajafna mjög greið.; hún orkar líklega spennandi á suma lesendur. Hún kann ís- lenzkt sveitalíf aftur og fram • á fingrum sér, megnar að staðfesta söguþráð sinn í daglegri hvers'- dagsönn í sveitinni. Og Guðrún er gersamlega fordildarlaus höf- undur: hún ætlar sér ekkert um- fram það sem hún kann og get- ur: að segja hvérsdagssögu frá þvi i gamla daga. Guðrún frá Lundi er varla til neinna . muna burðugri sálfræð- ingur en Guðnin Jónsdóttir, — en í mannlýsingum nýtur hún hversdagsskyns sins eins og endranær. Hannes hennar á Herj- ólfsstöðum er ekki rökvíslegar gérður en Konráð Guðrúrtar hinnar; en þó er Konráð miklu fjarstæðari maður i sinni sögu. Það er eins og verði eyða í sögu Guðrúnar frá Lundi fyrir Hann- esi: það er sagt hvers konar mað- ur Hannes sé, hver hann eigi að vera, en engar sönnur eru þar færðar á þennan mann. En tengdamæðgurnar, móðir Hann- esar og konuhró hans, njóta allr- ar gaumgæfni höfundarins. í viðskiptum þeirra er að vísu flest með ólíkindum og röktengsl sög- unnar fjarska veikbyggð og van- máttug; en raunskyn Guðrúnar firrir hana beinum fjarstæðum, þetta fólk á reyndar heima i hversdagnum sem hún lýsir. Ást- in heyrir undir líffærafræðina og er afgreidd hér með einni viku- blaðstúlku éða svo, án óþarf- légrar rómantískrar vímu; Guð- rúnu er hugleiknari heimatryggð, dagleg skylda, vandamál hvers- dagssambúðar. Og í samræmi við það skrifar hún eðlilegt alþýðu- mál, sundurgerðarlaust og án þess að sækjast eftir neinum hátíðabrag, en stundum furðu kjarngott; hún kann lika furðu- vel að lýsa sögufólki sinu í orð- um þess ekki Síður en áthöfn- um. Það er athyglisvert hversu mikill hluti bókar hennar er samtöl; og á líklega sinn hlut í því hve frásögnin er greið. Bókin er snyrtilega gerð af forlagsins hálfu nema prófarka- lestur náttúrlega afleitur. Og líklega er heiti bókarinnar stílað upp á sölugildi. Það hæfir illa sögunni sem vel mætti heita Tengdadóttirin. En þá sögu var Guðrún frá Lundi víst búin að skrifa áður. I H JÁ Ragnheiði Jónsdóttur, er lesandinn loksins kominn til nú- tíðarínnar og til Reykjavíkur, — eða svo á það að heitá. Tíma- setningin skiptir raunar ekki miklu máli: Ragnheiði er kven- lýsingin meginatriði eins og þeim guðrúnum. Og enn spretta laukar, (Helgafell; 186 bls.) er fjórða saga hennar ,,úr minnis- blöðum Þóru frá Hvammi” sem enn kann að vera ólokið; og verð ur vitaskuld ekki lagður viðhlít- andi dómur á verkið nema í heild. Engu að síður stendur þéssi saga nógu s.érstök til að unnt sé að gera sér nokkra grein fyrir henni einni. Ragnheiður Jónsdóttir er miklu fágaðri, menntaðri höfundur en þær Guðrún Jónsdóttir og Guð- rún frá Lundi; og viðleitni HiélbarðavfððerðSr opídalladagá . (UKA LAUGAltDAÖA OOSUNNUÐACA) ntXKL.8TU.22. Cáamívinrswtófnil/I hennar að því skapi alvarlegri. Þær segja móralskar skemmti- sögur; hún leitast við miklu djúptækari þroskasögu, sálkönn- un og -lýsingu. Engu að siður eru hlutíöll hennar sögu lík Framhald á 10. síðu ÚT F.R komin bók eftir Pál Guð- mundsson frá Rjúpnafelli sem nefnist Á fjalla- og' dalaslóðum. Eru það endurminningar höfund- arins frá æskuárum og sagna- þættir frá Hólsfjöllum og Möðru- dal, en Páll fluttist ungur að aldri til Ameríku, og hefur búið í Leslie, Saskatchewen um 50 ára skeið. Benedikt Gíslason frá Hofteigi hefur búið bókina til prentunar og skrifar hann inn- gang um höfundinn. Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri gef- ur bókina út sem er 261 bls. að stærð. Ægisútgáfan hefur gefið út Sögur ökumannsins eftir August Blanche í þýðingu Jóhanna Bjarnasonar, sem einnig ritar inn gang um höfundinn. Blanche var vinsæll og mikilvirkur skemmti- sagnahöfundur í Svíþjóð á öld- inni sem leið, fæddur 1811. —- Bókin er 262 bls. að stærð. FÓSTURDÓTTIRIN nefnist skáldsaga eftir Theu Schröck- Beck, sem prentsmiðjan Ásrún gefur út. Lilja Bjarnadóttir Nis- sen þýddi. Bókin er 230 bls. að stærð. Hörpuútgáfan gefur út drengja sögu eftir Eric Leyland og T. E. Scott Chard sem nefnist Smygí- araflugvélin. Er það þriðja saga í flokki um „Hauk flugkappa — lögreglu loftsins”. Snæbjörn Jó- hannsson þýðir bókina sem er prentuð í, Prentverki Akraness, 126 bls. að stærð. ALÞÝÐUBLAÐtÐ — 11. des. 1964 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.