Alþýðublaðið - 11.12.1964, Side 8
MIÐSTJÓRN ALÞÝÐUFLOKKSINS hefur fyrir nokkru kosið verkalýðsmálanefnd
fiokksins fyrir næstu tvö ár. Er nefndin skipuð 15 manns og 10 til vara
úr Reykjavík og næstu héruðum. en hefur auk þess sambönd um land allt,
þaðan sem menn ekki geta sótt fundi í Reykjavík að jafnaði. í nefndina
voru kjörin:
1- Eggert Þorsteinsson, múrari.
2. Emil Jónsson, formaður Alþýðuflokksins.
3. Guðjón B. Baldvinsson, í stjórn B.S.R.B.
4. Guðmundur B. Hersir, formaður Bakarasveinafélags íslands.
5. Ingimundur Erlendsson, ritari Iðju, félags verksmiðjufólks.
6. Jón Maríusson, formaður Sambands matreiðslu- og framreiðslumanna.
7. Jón Sigurðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur.
8. Jóna Guðjónsdóttir, formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar-
9. Kristján Þorgeirsson, ritari Bifreiðastjórafélagsins Frama.
10. Óskar Hallgrímsson, formaður Félags íslenzkra rafvirkja.
11. Pétur Stefánsson, formaður Hins íslenzka prentarafélags.
12. Ragnar Guðleifsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur.
13. Sigurrós Sveinsdóttir, formaður Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar,
Hafnarfirði.
14. Þorsteinn Pétursson, framkvæmdastjóri Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna
r Reykjavík.
15. Örlygur Geirsson, frá samtökum verzlunar- og skrifstofufólks.
VARAMENN:
1. Ásgrímur Gíslason. vörubifreiðastjóri.
2. Erlendur Vilhjálmsson, deildarstjóri-
3. Geir M. Jónsson, ritari Félags kjötiðnaðarmanna.
4. Guðmundur Kr. Ólafsson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
5. Gylfi Magnússon, formaður Iðnnemasambands jslands.
6. Jónas Sigurðsson, varaformaður Sjémannafélags Hafnarfjarðar.
7. Kjartan Ólafsson, starfsmaður Hins ísl. prentarafélags.
8. Kristinn Lárusson, verkamaður, Sandgerði.
9- Sigfús Bjarnason, varaformaður Sjómannafélags Reykjavíkur.
10. Þórunn Valdimarsdóttir. varaformaður Verkakvennafélagsins Fram-
sóknar/ r-
90 sækja geislun-
arráðstefnu í Risö
Á SUNNUDAGinn hófst í Risö í
Danmörku ráðstefna um geisla-
verkun á fiski til geymslu og einn
ig á hvern hátt megi beita geisla-
verkun á sjúkrahúsum til dauð-
hreinsunar. 90 sérfræðingar sækja
ráðstefnu þessa, en rannsóknar-
stöðin í Risö er þekkt fyrir til-
raunir sínar með geislaverkun á
grænmeti og öðrum fæðutegund-
um, sem framkvæmdar hafa verið
f mörg ár.
Nú er röðin komin að fiskinum
og tilraunum stjórnar magister
Ari Brynjólfsson og þær hafa þeg
ar borið þann árangur, að ljóst er
orðið að hægt er að geyma fisk
ferskan í heilan mánuð, éf þann er
geislaður. Þetta er mun betri á-
Framhald á 13. síðu.
g 11. des. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
fORSEIASKIPH í MEXIKÚ
NÝR forseti er tekinn við völd-
| um í Mexíkó, landi því í Róm-
I önsku Ameríku, þar sem mest
| jafnvægi ríkir í stjórnmálum.
| Nýi forsetinn, Gustavo Diaz Or-
= dez, hefur þegar heitið því, að
| hann muni fylgja stefnu fyrir-
i rennara síns, Adolfo Lopez Mat-
I eos, bæði í innanríkis- og utan-
i ríkismálum. Mikil áherzla verður
i lögð á eflingu menntunar, iðn-
| væðinguna, aðstoð við landbún-
| aðinn og baráttuna gegn spill-
| ingu og kommúnisma.
Nýi forsetinn, sem settur var
I í embætti 1. desember, hefur
i þegar látið ótvírætt í ljós andúð
I sína á misbeitingu, því á völdum
| sínum, sem embættismenn
| stjórnarinnar gera sig oft seka
| um. í október sl. neyddi hann
| landstjórann í Puebla til að segja
| af sér, þegar honum hafði verið
| borin fjármálaspilling á brýn.
Diaz Ordez er sjálfur frá Pu-
1 ebla-héraði og hefur getið sér
| góðan orðstír sem lögfræðingur.
1 Hann er úr Byltingarflokknum,
i sem er langöflugasti stjórnmála-
I flokkur landsins, og litið var á
| tilnefningu hans sem forsetaefni
| og yfirburðasigur hans i forSeta-
I kosningunum sem alvarlegt ófall
i fyrir kommúnistaflokkinn.
( Heimsóffi öll fylkin
jf Þegar Diaz Ordez gegndi emb-
| ætti innanríkisráðherra fékk
i hann orð fyrir að vera eindreg-
| inn andstæðingur kommúnista.
i Eftir mikil verkföll árið 1959 lét
i hann handtaka nokkra leiðtoga
1 kommúnista, en þetta varð aftur
i á móti til þess, að vinstrisinnar
| hófu miklar árásir á hann og
| málgagn þeirra sagði, að „hann
| yrði að minnsta kosti aldrei for-
: seti.”
| Stjórnmálafréttaritarar eru al-
| mennt þeirrar skoðunar, að
i Mexikanar hafi fengið forseta,
DIAZ ORDEZ
— tekur við.
i
sem stjórnað geti landinu með
mikilli prýði. í kosningabar-
áttunni heimsótti Diaz Ordez öll
fylki landsins, sem eru 29 að
tölu, hlýddi á vandamál fólksins
og lofaði að gera allt sem í hans
valdi stæði til að hjálpa því
ef hann næði kosningu.
48% við íandbúnaö
Hann hefur viðurkennt opin-
berlega, að fátæktin, sem hann
kynntist á ferð sinni um landið,
sé brýnasta vandamálið. 48%
þjóðarinnar starfa nú að land-
búnaði en landbúnaðarfram-
leiðslan er aðeins 2% af brúttó-
þjóðarframleiðslunni.
Til að ráða bót á þessu vand-
ræðalega ástandi hefur stjórnin
þegar hafið framkvæmd stefnu,
sem miðar að uppbyggingu
LOPEZ MATEOS
—• farinn frá.
nokkurra nýrra iðngreina á |
þessu sviði, jafnframt þvi, sem |
hafnar eru miklar áveitu- og |
landgræðsluframkvæmdir. Al- 1
mennt er búizt við, að þessum J
áætlunum verði hraðað enn |
frekar með tilkomu hins nýja §
forseta, sem einnig muni berjast I
eindregið gegn hinni alvarlegu 1
verðbólgu. |
Fyrirrennari Ordez, — Lopez |.
Mateos, er fyrsti forsetinn frá ■ i
styrjaldarlokum, sem ekki hefur : |
fellt gengi hins mexikanska pe- |
so, en aftur á móti hefur fram- i
færslukostnaðurinn aukizt um |
3% árlega í forsetatíð hans.
Fer íii !K4
Á tveimur síðustu árum hafa 1
hins vegar verið gerðar miklar |
fjárfestingar í mikilvægustu iðn- |
greinum Mexíkó, aðallega stál- |
og bifreiðaiðnaði, og margir i
telja því að Mexíkó sé komin i
inn í vítaliring verðbólgunnar, |
sem erfitt verði að losna úr. §
í utanríkismálum fylgir nýi |
forsetinn sennilega stefnu þeirri i
sem fyrirrennari hans mótaði. i
Ósennilegt er talið, að hann slíti |
stjórnmálasambandi við Kúbu, =
en jafnframt mun hann bæta |
sambúðina við Bandaríkin. Hami i
hefur þegar skýrt svo frá, að |
hann fari fljótlega til Bandáríkj- i
anna til þess að hitta Lyndon =
B. Johnson forseta að máli. 1