Alþýðublaðið - 11.12.1964, Qupperneq 9
I MARGIR undanfarnir vetur
I hafa liðið án þess Reykvíking-
É um hafi gefist kostur á að hafa
1 snjó í kringum sig nema stuttan
I tíma í senn.
| En nú hefur þetta breytzt til
| .batnaðar,’ og sá snjór, sem féll
| á dögunum, ætlar að verða líf-
| eeigari en fyrirrennarar hans —
| og þó að hlákan stæði ekki of
| lengi í einu og jafnvel bætt við
| meiri snjó, þegar þeir hafa sér
| fram á, að jörðin var farin að
stinga upp kollinum á stöku stað.
Að vísu er snjónum misjafn-
lega tekið, eftir því hver á í hlut,
og eitt er víst, að bíleigendur
eru lítt hrifnir af honum, nema
þeir bíleigendur sem selja
mönnum keðjur eða snjódekk
und r bifreiðir sínar.
O -; svo má ekki gleyma að
minnast á blessuð börnin, en
þau kunna bezt að meta snjóinn
og stundum skapar hann þeim
paradís á jörðu, en getur orðið
þeim hættulegur. Svona er lífið, |
svart og hvítt í senn.
Teikningin sú arna, er gerð í \
tilefni af snjónum og til að \
minna íslendinga á skíðalands- \
gönguna, nú er timinn, nú er \
snjórinn. |
Ef lesendur þekkja ekki fyrir- |
myndina, skal þeim bent á, að |
hún er úr Elliðavogi og sér í |
Akrafjall og Skarðsheiði, Viðey |
og síðast en ekki sízt Esjuna, |
höfuðprýði reykvísks útsýnis. |
✓ *
Oftast er það svo, að póst-
stjórnir landanna gefa út frímerki
sín í þeim eina tilgangi, að selja
þau póstnotendum, þ.e.a.s. þeim,
sem þurfa að leita til póstsins um
flutning bréfa sinna, blaða og
böggla. Kaupandi merkjanna lím-
ir þau síðan á bréf sín, og sést
þá, að burðargjald þeirra er greitt.
Þetta er hin upprunalega og
eðlilega ástæða fyrir frímerkja-
útgáfu póststjórna landanna um
víða veröld. Ýmsar hliðar- og
auka-ástæður blandast þó oft
aðalástæðunni fyrir nýrri frí-
merkjaútgáfu. Má þar t. d. nefna,
að þegar eitt land þarf að láta
prenta ný frímerki fyrir sig, til
þess að endurnýja birgðir sín-
ar, notar það gjarnan tækifærið
til þess, að minna á hitt og ann-
að markvert úr þjóðlífinu. Kann-
ski með því, að láta mynd frí-
merkisins sýna merkisstaði eða
sérkennilega staði landsins, eða
þá að mynd merkisins sé af kon-
ungum eða forsetum landsins, —
látnum eða lifandi. Þarna kemur
til ein af hliðarástæðum í frí-
merkjaútgáfum, sem að framan
getur. E.t.v. mætti líka kalla þetta
landkynningarstarfsemi með
hjálp frímerkjanna. Við vitum, að
frímerkin eru flestum hlutum
víðförulli. Dag hvern eru tug-
milljónir þeirra fljúgandi og sigl-
ándi um heim allan. Og frí-
merkjasafnararnir taka þeim opn-
um örmum hvarvetna. Þeir
klippa þau með varúð af um-
slögum bréfanna, leggja þau í
bleyti og leysa þau af, án þess
Framhald & síðn 10.
GABOON
Víanabókin
W
HLAÐBÚÐ
Vísurnar valdi dr. Símon
Jóh. Ágústsson. Afbragðs-
góðar teikningar eftir Hall-
dór Pétursson. — Ekkert ís-
lenzkt bam ætti að vaxa
upp án þess að hafa Vísna-
bókina undir höndum. —
Kr. 95,00 ib.
Vísnabókin er hin sígilda
bók barnanna.
Jólavísur
Eftir Ragnar Jóhannesson.
Teikningar eftir Halldór
Pétursson.
Þetta eru vísurnar, sem
sungnar eru við jólatréð.
Gleymið þeim ekki, þegar
þér gangið frá jólapökk-
um barnanna. — Kr. 22,00.
16, 19 og 22 mm. — Stærðir 152x350.
TEAK 2“ og 2VSs“.
GABOON, fínskorið; 16, 19 og 22 mm.
FYRIRLIGGJANDI.
Hjálmar Þorsteinsson & Co. h.f.
Klapparstíg 28. — Sími 11956.
Tilvalin jólagjöf
Hlífðaráklæði á bílinn.
Framleiðum hlífðaráklæði í allar tegundir
bíla. — Úrvalsefni.
OTUR
Hringbraut 121. — Sími 10659.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 11. des. 1964 £