Alþýðublaðið - 11.12.1964, Side 15
— Þú hefur líklega töluverða
reynslu í uppvaskinu, hafði dr.
Kodway sagt hlæjandi við hann.
og þá hafði John Cort alveg blóð
roðnað.
Þau fóru upp til dr. Rod-
ways í lyftunni. Útsýníð þaðan
var dásamlegt, það sást bókstaf-
lega yfir alla borgina og ná-
grennið. Strax og þau komu upp
var dr. Rodway kallaður i sim-
ann, en kona hans var önnum
kafin frammi í eldhúsi við að
búa til kaffið. Hún kveikti á út-
varpinu áður en hún fór fram.
Ruth heyrði tónlist í tækinu, sem
hún kannaðist við og þótti afar
falleg.
— Þetta er píanókonsert eftir
Grieg, sagði hún undrandi og
ánægð.
Dr. Cort greip tækifærið feg-
inshendi. Hann hafði verið að
búast við því, að hún færi að
ræða. um eldhúsin á spítalanum
á nýjan leik. Þetta verður aðal
verkið á tónleikunum í ráðhús-
inu í næstu viku sagði hann. Það
vill svo til að ég veit þetta, því
að Audrey er í hljómsveitinni og
liljómsveitarstjórinn er að gera
þau öll vitlaus, að því mér skilst.
Audry. Það hlaut að vera kon-
an hans, hugsaði Ruth með sér.
■— Á meðan hún er að æfa
sig, þá fæ ég æfingu i að vaska
upp, sagði- hann, eins og Rodway
var að gefa í skvn áðan. Þegar
systir mfn er byrjuð að spila
kemst ekkert annað að hjá
henni.
— Nú, svo Audry var þá systir
hans, en ekki eiginkona, eins og
Ruth hafði þó haldið. •
Ruth hálfskammaðist sín fyrir
að halda hann undirgefinn þræl
einhverrar eiginkonu. Hún ímynd
aöi sér strax að eins konar Bó-
liema blær væri á heimilishald-
inu og hlutirnir ekki hafðir í
allt of föstum skoðum. — Ég
öfunda yður eiginlega, sagði hún,
— Honum var brugðið. Hann
hafði búizt við, að hún mundi
verða full vandlætingar, og hún
hefði jafnvel með nokkrum rétti
getað spurt hvaða rétt hann
hefði til að gagnrýna eldhúsin
á spítalanum. Hún sat og naut
tónlistarinnar eins og sá einn
getur, sem þekkir hana og kann
aö njóta hennar. Hann hallaði
sér aftur á bak í stólnum og
liorfði á hana. Þegar fyrsti kafl
inn var búinn sneri hún sér að
honum og sagði þetta er dásam-
legt.
4.
— Heyrið þér . . . hann haliaði
sér fram I stólnum og var að því
kominn að bjóða henni á tón-
leikana. En einmitt á þessu
augnabliki kom frú Rodway inn
með kaffið á hjólaborði Á efri
plötunni var kaffið og boilarnir.
en á þeirri neðri brauðsneiðar
og kökur.
1— Eruð þið enn að rifast eða
hvað? spurði hún. — Ég mælist
til þess að þið semjið vopnahlé
meðan við drekkum kaffið. Svo
fór hún að vesenast með bolla
og skálar og þá var ekki nokk-
ur leið að njóta tónlistarinnar
lengur. Þá kom maður hennar
inn. Hann var búinn að tala í
símann og slökkti þegar í stað á
útvarpinu og setti þrjár skeiðar
af sykri í bollann sinn og fór
síðan að ræða málið, sem þau
höfðu verið að tala um allt
kvöldið.
— Þarna munaði litlu, hugs-
aði John Cort með sjálfum sér.
Hann var hér um bil búinn að
bjóða henni á konsertinn og það
SÆNGUR
REST-BEZT-koddar’
Endurnýjnm gömlu
sængurnar, eigum
dún- og fiðurheld ver.
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængur —
og kodda af ýmsum
stærðum.
DÚN- OG
FIÐURHREINSUN
Vatnsstíg 3. Sími 18740.
HWWWWMMWWWMMW
hefði sannast sagna verið grá-
bölvað ef hún hefði gert hann
að fífli með því að hafna boði
hans. Hann yrði að gæta sín
betur í framtíðinni.
Fram að þessu hafði honum
tekizt að sneiða hjá kvenfólki,
en einu sinni á námsárunum
liafði hann farið illa út úr við-
skiptum sínum við stúlku og ver-
ið lengi að jafna sig eftir það.
Hann hafði nú unnið sér álit sem
læknir og var önnum kafinn við
störf, sem áttu allan hug hans.
Honum og Audry kom all vel
saman. Já, hann var ánægður
með lífið, eins ánægður og hann
gat vonast eftir að verða.
Hann hugsaði aðeins um starf
sitt og þeir lífshættir hentuðu
honum bezt. Það var með hálf-
um huga, því hann var eiginlega
enn að hugsa um Ruth að hann
fór aftur að taka þátt í samtalinu
við borðið.
Rodway sagði með þungri á-
herzlu: — Það eina, sem við
getum gert og verðum að gera
er að sannprófa hvern einasta
hlekk í keðjunni, allt frá því
hvernig yaskað er upp i eldhús-
unum, og hvernig sett er á pela
ungbarnanna til þess hvernig
hanzkar og tæki í skurðstofunni
eru hreinsuð. Ef einhverjum
verður einhvers staðar skyssa á
annað hvort vegna flýtis eða
kæruleysis, — þá má búast við
hinu versta hvað smitunarhætt-
una snertir.
— Það eru mannlegir gallar,
sem valda okkur þessum erfið-
leikum, sagði John Cort. Ef bara
ein hjúkrunarkona er ekki að
hugsa um það, sem hún er að
gera, heldur með hugann við
eitthvað annað, til dæmis að
flýta sér að losna af vaktinni . . .
— Nú var Ruth reiðubúin að
láta til skarar skríða gegn hon-
um.
— Eða ef einhyer læknirinn
þvær sér ekki almennilega um
hendurnar, sagði hún.
—. Það er hárrétt, sagði dr.
Rodway, en virtist fremur gram-
ur. John Cort sagði ekkert, bara
þagði. — Það er þessi mikla
vinna og þetta gífurlega álag,
sem gerir það að verkum að fólk
verður ekki eins vart um sig.
Ástandið með starfsmannafjöld-
ann . . .
— Ég ætla að ráða fleiri hálfs
dags hjúkrunarkonur. skaut Ruth
hér inn í. — Flestar þær, sem
bjóða sig til starfa, eru giftar
og það verður að haga þessu
þannig fyrir þær, að þær geti
unnið á kvöidin, eða þegar börn-
in þeirra eru í skólanum.
— Fröken Jenks var alltaf á
móti þessu. Þetta rakst á við
venjuleg vaktaskipti og starfs-
fólkinu var ekkert um þetta
gefið.
— Það þýðir ekki að fást um
það, sagði Ruth, sem nú var kom
in í baráttuhug. — Ég held ég
geti fengið starfsfólkið til að
samþykkja þessa ráðagerð. Ann-
SÆNGUR
Endurnýjum gömlu sængnmar.
Seljum dún- og fiðurheld ver.
NÝJA IHÐURHEEVNSUNIN
Hverfiorövu S7A. Slml 16738.
að hvort verðum við að fá fleiri
hjúkrunarkonur, eða það verðurf
að fækka sjúkrarúmunum. Þaœ
þýðir, að við getum ekki gefið|
eins góða þjónustu og áður og(
það gegnst ég aldrei inn á. RutK
var orðið töluvert niðri fýrir*
Hún sá að Rodway hlustaði af at4
hygli á það, sem hún var að*
segja, og hún vissi sem var, aðt
ef hún hafði ekki stuðning hana
var allt unnið fyrir gýg. En það'
sem gladdi hana ennþá meira^
var að heyra John Cort segja
lágt en greinilega — heyr, heyrr
Ef hann var á hennar máli, hugs-j
aði hún með sér, bá mundi þettd
sennilega allt verða í stakastat
lagi. Einhvern veginn fannst
henni meira til um að hann
skyldi styðja hana, heldur en að
yfirmaður þeirra beggja gerði
það. Hún var hamingjusamari
þetta kvöld en hún hafði nokkru
sinni verið eftir að hún kom tit
Marbury. •
Þetta stóð ekki lengi.
Það var eins og allar þes3ag
vonir hennar brystu strax á
næsta fundi húsnefndarinnar.
Þetta byrjaði allt eins og venju-
lega. Hún las listann yflr þæé
hjúkrunarkonur, sem voru viQ
störf, þær sem voru veikar o^
þær sem voru i fríi. Þegar „önnl
ur mál“ komu til umræðu, koni
hún fram með tillögur sínar unj
að ráða hjúkrunarkonur hluta úý
degi, til að bæta úr skortinumj
Þá stóð upp ritari nefndarinnaé
og mótmælti þessu harðlega, þvj
þetta sagði hann mundi þýða að
GRANNARNIR
Hæ, varaðu Wí, sprenEfogé
. TEmNAHIi #
ALþÝÐUBLAÐIÐ — 11. des. 1964 ^