Alþýðublaðið - 12.12.1964, Page 2

Alþýðublaðið - 12.12.1964, Page 2
Rltstjórar: Gylíl Gröndat (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl: Arnl Gunnarsson. — Bitstjómarfulttrúl: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmlðja Aiþýðublaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — í lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útfiefandl: Alþýðuflokkurinn. SÍLDARFLUTNINGAR : UM ÞESSAR mundir er fádæma síldveiði fyr- ir Austfjörðum og jafnast næstum á við, þegar bezt gekk síðastliðið sumar. Er þetta einsdæmi, þar sem áður hefur ekki veiðzt síld á þessum miðum um þetta leyti árs. Eystra er ekki aðstaða- né mann- afli til fullnýtingar aflans og munu því talsverð verðmæti fara forgörðum af þeim ástæðiirn. Hér syðra hefur vetrarsíldveiðin hins vegar brugðizt gjörsamlega, og mun lítil von að úr ræt- ist, úr því sem komið er. Hefur af þessu hlotizt margvíslegt tjón, þar eð verkunarstöðvar höfðu búið sig undir síldarmóttöku og ráðið til sín starfs- . fólk á þeim grundvelli. Vandamálið, sem nú blasir við,.er því að koma síldinni að austan hingað suður, þar sem meiri mannafli og tækjakostur er fyrir hendi til að nýta hana. Bæjarútgerð Reykjavíkur er um þessar mimd- ir að gera athyglisverða tilraun. Einn af togurum hennar mun flytja síld að austan, sem ætlunin er að salta og frysta hér syðra, ef vel tekst til um flutningana. Þótt ísvarin sfld hafi verið flutt héð- an á erlenda markaði og þar tekizt að gera úr henni fyrsta flokks fæðu, höfum við íslendingar til þessa aðeins flutt bræðslusíld milli hafna með stærri skipum. Vonandi er, að umrædd tilraun gefi góða raun, og verði upphaf þess, að unnt verði að flytja síld í togurum eða flutningaskipum milli hafna og fullvinna hana þar sem beztar aðstæður eru hverju sinni. Það kom mæta vel í Ijós á síðastliðnu sumri, að tækni við síldarflutninga hér er enn á frum- stigi, þrátt fyrir það, að gerðar hafa verið ýmsar athyglisverðar tilraunir, sem full ástæða er til að halda áfram. Síldarflutningamir eru vandamál, sem við verðum að grípa föstum tökum og reyna að finna lausn á. Það er dýrt spaug, að hafa ekki önnur ráð en að byggja nýjar verksmiðjur eftir því hvar síldinni þóknast að haida sig það og það árið. Framfarir í flutningatækni og kælitækni hafa verið örar síðustu árin og vafalítið má finna lausn á þeim vanda, sem við nú glímum við og væntan- lega munu íslenzkir sérfræðingar manna hæfastir til þess. Nú er svo komið, að ævinlega standa fjöl- margar síldarverksmiðjur einhvers staðar á land- ; inu auðar talsverðan hluta ársins, meðan aðrar hafa ekki undan. Þess vegna hlýtur nú að verða að leggja megináherzlu á að fullkomna sfldarflutn- inga á sjó, þannig að fullnýta megi þann verk- smiðjukost og þau verkunartæki, sem fyrir eru í landinu. Jólatré Landgræðslusjóðs eru komin AÐRIR ÚTSÖLUSTAÐIR: KÓPAVOGUR: Bankastræti 2 Bankastræti 14 Laugavegur 23 (gegnt Vaðnesi) Laugavegur 47 Laugavegur 48 Laugavegur 54 Laugavegur 63 Verzlunin Laufás, Laufásvegi 58 Við Skátaheimilið, Snorrabraut Hrefnugata 2 Við Austurver Hrísateigur 1 Karfavogur 41 Álfheimar 2 Langholtsvegur 126 Grensásvegur 46 Réttarholtsvegur 3 Sogablettur 7 Vesturgata 6 Hjarðarhagi 60 (gegnt Síld og Fisk) Hornið Birkimelur-Hringbraut Gróðrarstöðin Birkihlíö v/Nýbýlaveg Blómaskálinn, Nýbýlav. Kársnesbr. Hlégerði 33 VERÐ Á JÓLATRJÁM: 0,70—1,00 m . kr. 90,00 1,01—1,25 m . — 105,00 1,26—1,25 m . — 130.00 1,51—1,50 m . — 165,00 1,76—2,00 m . — 200,00 2 01 2.50 m — 240.00 Birgðastöð: Fossvogsbletti 1 Símar 40300 og 40-313 Greinar seldar á öllum úfsölustöðum „Getur ekkert gert ve/, geng- ur Jbó með sperrt stél!" ORÐIÐ KERLINGABÆKUR er gamalt og gróið og hefur sína á- þveðnu merkingu. Það hefur aút af verið notað um hjátrú og hind urvitni, aldrei í annarri merkingu Nú hefur það nýlega gerzt, að orðið hefur verið tekið upp f nýrri merkingu. Þannig er reynt að endurnýja tunguna, enda virðast sumir menii hafa þá áráttu að tala mál, sem almenningur skilur ekki, og eru ný dæmi um það og átakan leg, eins og þegar ágætur maður lét sig henda það, að líkja Steini Steinarr við Hallgrím Pétursson og kalla hann trúaiskáld. NÚ Á ORÐIÐ KERLINGABÆK UR að þýða bækur, isem konur skrifa, og er þá í mjög niðrandi merkingu. Þetta lýsir. -svo mikl- um hroka, að þó að in'aður sé ýmsu vanur, þá held ég að þarna liafi verið lengst gengið. Sam- kvæmt þessu á það að vera nægur dómur um bók, að kona hafl skrif að hana, þá er það kerlingabók, og þar með illa gerð og ólesandi. ENNFREMUR ER með þessu gefið f skyn, að öðru máli gegni um bækur, sem karlmenn hafa tekið saman, að vísu geti það kom ið fyrir, að þeir skrifi þvætting eo I það hafi alls ekki verið meiningin, bækur, sem konur setja saman. en upphaf orðsins tekur af allan Það er eins og ég heyri sagt, að | Framháld á 13, síðu. 2 12. des. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.