Alþýðublaðið - 12.12.1964, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 12.12.1964, Blaðsíða 10
o TIL Dönsk herrabindi með stjörnumerkjunum. HERRAFATABÚÐIN Laugavegi 87 — Sími 21487. JÓLAGJAFA STÚLKU vantar til vélritunar og fleiri skrifstofu- starfa. Umsóknir sendist fyrir 19. þ.m, Vegamálaskrifstofan. BHM vill . . , Framhald af *7. síðu Framkvæmdarstjóri BHM er Ó1 afur S. Valdimarsson, viðsk.fr. Aðildarfélög Bandalagsins eru Dýralæknafélag íslands, Félag B. A. prófs manna, Félag háskóla- menntaðra kennara, Fél. íslenzkra sálfræðinga, Hagfræðifélag ís- lands, Lyfjafræðingafélag íslands; Læknafélag Islands, Lögfræðinga- félag íslands, Prestafélag íslands og verkfræðingafélag íslands. Helmingur bóka.. Frh. af 6. síffu. sem kunnugt er mörg og sundur- leit tungumál. Bretland er í öðru sæti með 25 þús. titla árlega. Síðan kemur Japan með 24.200 titla. Vestur-Þýzkaland með 22,- 000 titla. Bandaríkin með 18.000 titla og Frakkland með 12.700 titla. Tölurnar yfir Norðurlönd eru sem hér segir: Danmörk 3897 titlar, Finnland 2572 titlar, ís- land 665 titlar, Noregur 3340 titl- ar og Svíþjóð 5345 titlar. Með tilliti til skiptingar hinna útgefnu bóka eftir efnum kemur í ljós, að fagurbókmenntir eru stærsti flokkurinn í Bretlandi, Japan, Bandaríkjunum og Frakk- landi. í Vestur-Þýzkalandi er stærsti flokkurinn félagsfræðileg- ar bókmenntir, og í Sovétríkjun- um eru tæknibókmenntir fyrir- ferðarmestar. Meiri félagslegar bókmenntir en fagTirbóknienntir á íslandi. Á Norðurlöndum eru fagurbók- menntir stærsti bókaflokkurinn alls staðar nema á íslandi, þar sem félagsfræðilegar bókmenntir eru umfangsmeiri. Annars er röðin sem hér segir: Danmörk, landa- fræði og saga, tækni, vísindi og félagsfræði. Finnland: félags- fræði, tækni, landafræði og saga, og trúarbrögð. ísland: fagurbók- menntir, landafræði og saga, tækni og listir. Noregur: félagsfræði, tækni, landafræði og saga, og vís- indi. Sviþjóð: tækni, vísindi, landa fræði og saga og félagsfræði. Konur Frh. af 6. síffu. voru, eiga einungis við kosningar innan kantónanna. í ákveðnum bæjarfélögum í Sviss hafa konur líka svipuð réttindi. Þær takmarkanir á kosninga- rétti og kjörgengi kvenna, sem eru við lýði i sex öðrum ríkjum, eru m. a. í því fólgnar, að konur verða að vera læsar eða búa yfir ákveðinni kunnáttu, sem ekki er krafizt af karlmönnum (Guate- mala, Portúgal og Sýrland). í San Marino mega konur kjósa, en ekk: vera í kjöri. í Súdan er því öfugt farið. Sjötta landið er Sviss, þar sem konur í þremur áðurnefndum kantónum geta tekið þátt í kan- tónu-kosningum,' verið í kjöri til embætta innan kantónanna og til þjóðráðsins. ★ Atkvæffagreiffsla lögboðin karlmönnum, frjáls konum. í ríkjum, sem eru meðlimir Sain einuðu þjóðanna eða sérstofnana þeirra, eru 106 sögð veita konúm sama rétt og karlmönnum til að kjósa og vera í kjöri. í einu ríki, Ecuador, eru karlmenn skyldaðir til að greiða atkvæði í opinberum kosningum, en konum er í sjálfs- vald sett, hvort þær neyta kosn- ingaréttar síns. Frá stofnun Sameinuðu þjóð- anna árið 1945 hafa 78 ríki sam- þykkt reglur um pólitísk réttindi kvenna, hvort lieldur um var að ræða ítrekun, lögleiðslu eða út- færslu slíkra réttinda. í flestum tilfellum var um að ræða ný ríki, en gömul ríki hafa líka veitt kon- um aukin pólitísk réttindi á þessu skeiði, t. d. Colombia, Eþíópía, Japan, Júgóslavía, Líbería og Venezúela. BÓKAFORLAGSBOK Verð kr. 95.00 (án sölusk.) Bókaforlag Odds BjömMonar BÓKAFORLAGSBÓK Verff kr. 140.00 (án siilusk.) Bókaforlag Odds Bjömssonar Aurhlífar F»amhald af síffu 7, hvort nokkuð gagn sé að þeim fram að 70 km. og nákvæmlega ekkert þegar yfir þann hraða er komið. Þetta hefur orðið til þess að ökumenn hafa risið upp til handa og fóta, og krafist þess að lögboðinu verði aflétt, og hlífarn ar jafnvel bannaðar. Samfara þess um kröfum var svo bent á að nær væri að lögbjóða hinar svoköll- uðu „rúðusprautur". Um gagn- semi þeirra efast enginn. Þess má geta að lokum, að ef niður- stöður þessara tilrauna eru rétt- ar, hefur íslenzkum bifreiðastjór um verið gert að fleygja í óþarfa um 8 milljónum króna Qausl. áætl að), ef miðað er við 30 þús. bif- reiðir. ÓLAFSVÍK Framhald úr opnu. verksmiðja er afkastar 1500 mál- um á sólarhring, tvÖ síldarsölt- unarplön, góð aðstaða til síldar- frystingar og vaxandi fólksfjöldi er nú nálægt 900. Á undanförnum árum liefur Ól- afsvík verið í fremstu röð útgerð- arstaða á landinu. Þar búa liarð- gerðir sjómenn og ötulir útgerð- armenn. Hefur útflutningsverð- mæti frá Ólafsvík verið frá 60 til 80 milljónir króna á ári und- anfarin ár — og fer vaxandi. Frá áramótum til 30. nóv. sl. er afla- mágnið orðið um 14 000 tonn, — síldaraflinn í haust um 34 000 tunnur, þar af fiystar 11500 tunn- ur og saltaðar 3 500 tunnur. Það er því eðlileg krafa Ólafs- vikinga og sjálfsögð skylda þess opinbera, að það: sé látið ganga fyrir öðru, að bæta liafnaraðstöð- una á svona mikilvægum stað, — enda hafa sjómenn og framleið- endur í Ólafsvík sannað með at- orku sinni gildi staðarins fyrir, þjóðarbúið þrátt fyrir erfiðar hafn- araðstæður, og vaxandi íbúafjöldi, um 900 manns, vinnur svo til ó-, skiptur að framleiðslustörfum. Hreppsnefnd og hafnarnefnd hafa haft algjört samstarf við þingmenn Vesturlands í þessu mesta hagsmunamáli Ólafsvíkur. (Greinargerð frá hafnar- nefnd Ólafsvíkur). ÍÞRÓTTIR ætlanir um landsleiki viff Spán- verja — og ferffin þangaff getur varla veriff mun kostnaðarsamari en strándhögg tii vesturs! Jafn- vel þótt kostnaffurinn yrði éitt- hvaff meiri, er íþróttalegt gildi þeirrar sanivinnu mun meira. — Auk ’þess er samvinna viff ísíand mun kærkomnari.” Svo mörg voru þau orff — og vissuíega eru það orff í tíma töl- uff. Ttk aff me> nvers «anar þýðinf- *r úr oe * enskr -v . FlflliR RimNASOM. íUgpiltur dámtúlkm n{r skjala- -l ■ r . híðnndi T< Skiphnlti Si 'timi 32933. % X0 12. des. 1964 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.