Alþýðublaðið - 17.12.1964, Side 7

Alþýðublaðið - 17.12.1964, Side 7
ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA JAFNAÐARIMANNA FRAMTIÐARMÖGU- LEIKAR MIKLIR i - viðtal við Braga Bergsveinsson TIL þess að kynna lesendum námsaðstöðu iðnema hér í bæ sneri ííðindamaður síðunnar sér nýlega til Braga Bergsveinssonar og fór þess á leit við hann, að hann gæfi lesendum upplýsingar um iðnnám sitt og félagsmála störf iðnnema. Tók hann því ljúf mannlega. „Námið sjálft er fjögur ár og þar a£ um 10 mánuðir í iðnskóla. Hafi ég lokið tilskyldu prófi frá BRAGI BERGSVEINSSON iðnskóla að þeim tíma liðnum, ei mér heimilt að ganga undir svo- nefnt sveinspróf. Standist ég það, ;þá er ég útlærður sveinn og hef leyfi til þess að vinna hvar sem er í minni iðngrein. Húsasmíðin er fjölbreytileg iðngrein og óhætt er að segja að maður lærir ei-tt- hvað nýtt á hverjum degi, þó oft og tíðum megi deila um nytsemi fræðslunnar, hverju sinni. Tvennt lærði ég fyrsta. daginn sem ég var í náminu, annað var það að nauðsynlegt er að búa sig í samræmi við viðeigandi árs- tíma. Hitt var það hvílíkt böl loft hræðsla er. Mín vegna vil ég ekki segja þér hve hátt ég var en sú hæð þykir mér ekki mikil í dag“. „Eru miklir framtíðamöguleik ar í iðngreininni?" „Þeir eru mjög miklir, hvort sem að maður heldur áfram með hamarinn eða leggur hann til hliðar og tekur sér sirkil og teikni áhöld í hönd. í blaðaviðtali, sem haft var við skólastjóra Vélskól- ans Gunnar Bjarnason, skýrði liann frá nýstofnuðum Tækni- skóla. Þar kom skýrt fram að hann teldi að þess yrði ekki langt að bíða að hægt yrði að ljúka námi í húsbyggingatækni hér á landi. En það gerir mörgum efnalitlum manni kleyft að ráðpst í framhalds nám, ef liann hefur ekki haft að stöðu til að fara utan í þeim erindagjörum“. „Hvað er að frétta af nýstofn- uðu iðnnemafélagi; í húsasmíði?" „Boðað var til stofnfundar iðn nemafélags húsasmiðanema í okt óber eða svo en á fundinum mót mæltu fundarmenn lélegum vinnu brögðum undirbúningsnefndar og var ný nefnd komin. Hún skil- aði svo áliti og var. þá félagið end anlega stofnað og stjórn félagsins kosin. Fulltrúar á Iðnnemasam- bandsþing voru kjörnir á sama fundi eftir að fundarmenn höfðu samþykkt að æskja eftir inngöngu í sambandið. Sambandsþingið var sögulegt að mörgu leyti og hefur ekki áður skeð, að nýstofnað félag skuli fá tvo helztu menn í stjórn INSI, það er að segja formann og vara formann. Sá ljóður er þó á að þeir eru báði-r í stjórn húsasmíða nemafélagsins og skipa þar em- bætti formanns og varaformanns. Má félagið ekki við neinni „blóð- töku“ það er svo nýstofnað, og liefur lítinn grundvöll til þess að byggja á. Sizt má það við að missa formann úr starfi, því burðarás- inn er á hans herðum og undir honum er komið hvort félaginu vegnar vel eða illa. Það er ekki nóg að hafa góðan mann það verð ur að hafa mann með nægan tíma, sem getur beitt sér af alefli fyrir félagið og komið því á þann rek- spöl sem nauðsynlegur er. Að lokum vil ég skora á þá húsa smíðanema sem ekki eru í félag- Framhald á 10. síðu Myndin er tekin um borð í bandaríska tundurspilljnum „Claude V. Ricketts“, en hann er skipaður „blandaðri áhöfn“, þ. e. áhöfn hans er frá flestum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Er skipið með þessa áhöfu í reynsluskyni vegna þeirra viðræðna, sem fram hafa farið undanfarið um stofnun kjarnorku- flota Atlantshafsbandalagsins. NATO - ríkin fullsæmd af jafnréttisaðstöðu -eftir Óttar Yngvarson stud. jur. A. VI. stúdentaráðstefnu At- lantshafsbandalagsins í Róm i ágúst s. 1. sendi Varðberg þrjá þátttakendur héðan, þá Björn Guð mundsson. Kristján Torfason og greinarhöfund. Þarna komu sam an 3 — 4 fulltrúar frá hverju bandalagslandi til að fræðast um ýmsa þætti bandalagsins og skipt ast á skoðunum um þau mál, sem hæst ber í alþjóðastjórnmálum. Störf ráðstefnunnar voru tvi- þætt. Annars vegar voru fyrir- lestrar um framtíðarhorfur og vandamál bandalagsins og kynn- ing á utanríkismálum ítala, en hins vegar voru umræður milli þátttakenda um þau mál, sem á dagskrá ráðstefnunnar voru hverju sinni. Utru-æðurnar urðu oft á tíðum líflegar og yfirleitt voru menn hreinskilnir og djarf »r í málflutningi sínurn og ekki var hikað við að bera fram nýstár legar skoðanir og skýringar. Það mál, sem hér verður lítil- lega minnzt á, vakti athygli flestra á ráðstefnunni og hefur verið mik ið rætt í NATO löndum undanfar ÓTTAR YNGVASON FULLTRÚAR STRÍÐANDI ÞJÓÐA FÖÐMUÐUST -viðtal við Georg Tryggvason stud. jur. Fréttamaður blaðsins hitti á förnum vegi ungan Akureyring, Georg Tryggvason, laganema, en hann er nýkominn( heim frá Vest- ur-Þýzkalandi. Þangað fór hann í september-mánuði( síðastliðnum í boði Æskulýðssambands íslands ásamt 9 öðrum íslenzkum ung- mennum, til að kynna sér þýzka iðnaðarþróun og tækni. Til þessa móts kom ungt fólk víðast frá löndum Vestur-Evrópu og dvaldi í borginni Duisburg í Ruhr-héraði um vikuskeið. Fréttamaðurinn lagði nokkrar spurningar fyrir Ge- org, um ferðina og tildrög hennar, og fara þær og svör hans hér á eftir: — Hverjir í Vestur-Þýzkalandi stóðu fyrir þessari fcrð ykkar og dvölinni þar, Georg? — Það voru samtök vestur- þýzkra iðnfyrirtækja. Þau sáu um allar móttökur og buðu í þessu skyni ungu fólki frá öilum Vestur- Framhald á 10 síðu ið, en það er stofnun kjarnorku- fiota Atlantshafsbandalagsins cða HLF. MLF á samkvæmt tillögum Bandaríkjamarma að samanstanda af 25 herskipum með kjarnorku- hlaðnar nolaris-eldflaugár skulu áhafnir þeirra vera bland- aðar mönnum frá ýmsum rikjum bandalagsins. Þessi floti á síðan að vera undir stjórn NATO-ríkja í sameiningu. Hafa Bandaríkja- menn tjáð sig með þessu vilja koma í veg fyrir, að ákvarðanir um kjarnorkuvarnir verði forrétt indi kjarnorkuveldanna einna. Með þessu fyrirkomulagi, yrðu kjarn- orkuvopnalaus ríki bandalagsins nátengdari notkun kjarnorku- vopna, og ábyrgðarhluti þeirra yk ist vissulega. En eiga að síður hefur ýmsum Evrópuþjóðum þótt hér maðkur í mysunni. Hernaðargildi þessa flota hefur verið dregið í efa, þar sem Bandaríkjamenn hafa nú þegar yfir að ráða nægilegum kjarnorkuvopnum til eyðingar ó- vini, sem ræðst á ríki' í NATO, ög kostnaður við flotann hefur vax- ið mörgum í augum í samanburði við hernaðargildi hans. Það eru einkum Frakkar, sem oru andstæð ir þessari hugmynd um samcigin legan flota. Telja þeir að forystu hlutvefk þeirra í Evrópu sem kjarnorkuveldis rýrni við það, að önnur Evrópuríki íái áhrif á sViði kjarnorkuhernaðar og að tengsi þeirrar kjarnorkulausu ríkja og Bandaríkjanna gangi í endurnýj- un lífdaga með stofnun MLF \ind ir forj’stu Bandaríkjamanna. Það hefur komið í ljós, að van- Framhald á síðu lft- ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. des. 1964 J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.