Alþýðublaðið - 17.12.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 17.12.1964, Blaðsíða 16
Kjarnorkusprengjur á landamærin París, 16. des. (NTB). Hermálaumræðurnar í ráðherra- nefnd Atlantshafsbandalagsins, er nn fara fram í París, einkennd- ust í dag af störfum hernaðarsér- fræðinga bandalagsins við að koma á raunsærri, sameiginlegri áætlun til lengri tíma, en til þessa hefur tíðkast innan bandalagsins. Grundvöllur þessa starfs er sam- þykkt, er gerð var á ráðherra- fundinum í Ottawa í fyrravor um að áætlun til langs tíma yrði að gera á grundvelli hernaðarsjónar- miða einvörðungu. Hins vegar yrði höfð hliðsjón af efnahagsleg- um atriðum og öðru þvíumlíku. Á þennan veg er vonast til, að unnt verði að komast hjá þeim grund- vallarumræðum, sem oft hafa orðið innan bandalagsins, en til lítils gagns hafa orðið, amk. að því er tekur til lausna á brýnum vanda- málum. Hermálaráðherra Vestur-Þjóð- verja, Kai-Uwe von Hassel, sagði í ræðu á fundinum í dag, að hugsunin um að grafa niður bandarískar kjarnjarðsprengjur á landamærum Austur- og Vestur- Þýzkalands hefði hlotið mikinn stuðning. Von Hassel hélt því fram, að í hernaðarnefnd NATO væri veruleg eining um vestur- þýzku hernaðartillögurnar, þar á meðal jarðsprengjuáætlunina, að því er góðar heimildir segja. Heyin hafa reynst ódrjúg í vetur Hvolsvelli, 16. des. ÞS-ÁG. DAGURINN í dag heilsaði nieð 12 stiga frosti eftir rok og skaf- Samkomulag atvinnurek- enda, verka- lýðs og ríkis- stjórnar London, 16. des. (NTB-RT). Brezka ríkisstjórnin, Alþýðu- sambandið og" samtök atvinnurek- enda hafa orðið ásátt um grund- völl nýrrar stefnu í verðlags- og Raupgjaldsmálum. Er þar megin- atriði meira samræmi milli kaup- hækkana og aukningar fram- íeiðni, svo að útflutningsverð og annað verðlag verði stöðugra. George Brown, efnahagsmála- ráðherra, sagði í þessu tilefni, að fíamtök atvinnuláfsins myndu hið ffyrsta skýra opinberlega frá vilja sínum til samvinnu við ríkisstjórn ína um raunhæfar ráðstafanir í verðlags- og kaupgjaldsmálum. byl í nótt. Vegurinn er enn fær öllum bílum austur að Hrútafelli. Seljalandsá fór í farveg sinn í nótt af sjálfsdáðum, og er því ekki Iengur um farartálma að ræða af hennar sökum. Austur- Landeyjavegur lokaðist I nótt, en í dag liefur hann verið ruddur. Tíðin hefur verið köld að und- anförnu, og snjóaði mikið síðustu viku. Héx er orðið alveg haglaust og allur fénaður kominn á gjöf. Hey virðast gefast ört og vera ódrjúg. Þetta ætti þó ekki að koma að sök, því heyfengur bænda er mikill. Annars gerist hér fátt. Það nurlar hver í sínu horni, skamm- degið gerir menn bölsýna. En jól- in eru nú framundan með allt sitt góða hangikjöt, og bráðum fara dagarnir aftur að lengjast, svo ekki er þörf að örvænta. Margir árekstrar Reykjavík, 16. des. — ÓTJ. SEXTÁN árekstrar urðu frá því kl. 8 í morgun og til kl. 12 á mið- nætti. Enginn var þó mjög harð- ur, og meiðsl urðu ekki á mönn- um. Aðal árekstrarorsökin mun vera hálka og illa hreinsaðar rúður. Fyrir nokkru var opnuð í London hin árlega sænska jólasýning þar í borg. Sænska drottningin opnaði sýninguna. Á myndinni eru þrjú börn í gömlum, sænskum þjóðbúuingum, sem þau klæddust við opn- un sýningarinnar. MEND Fimmtudagur 17. des. 1964 Alþýðublaðið kost- ar aðeins kr. 80.00 á mánuði. Gerizt á- skrifendur. itMWHUHUWHmnMHMI Forsetakjör á Ítalíu hafið Báðar deildir ítalska þingsins gerðu í dag sína fyrstu tilraun til að kjósa nýjan forseta lýðveldisins vegna afsagnar Leopold Segni forseta, er enn liggur þungt haldinn. Svo fóru Ieik- ar í þessari atkvæðagreiðslu að Leone prófessor, fram- bjóðandi Kristilegra demó- krata, fékk 319 atkvæði í 1. atkvæðagreiðslu og 309 atkv. í annarri atkvæðagreiðslu. Guiseppe Saragat utanríkis- ráðherra, frambjóðandi jafn- aðarmanna, fékk í fyrri at- kvæðagreiðslunni 140 atkv. MMMtmtWHHIMHWMHVW 654 Loftleiðafarþegar á tæpum sélarhring Reykjavík, 16. des. — ÁG. FRÁ því klukkan 20 á mánu- dagskvöld og til klukkan 14 í gær, þriðjudag, fóru 8 farþegaflug um Keflavíkurflugvöll, og voru 7 þeirra á vegum Loftleiöa. — Á þessum tæpa sólarhring fóru hátt á sjöunda hundrað Loftleiðafar- þegar, eða 654, um flughöfnina á Kef 1 a ví kúrflug vclli. Tvær þéssara véla höfðu Loft- leiðir á leigu hjá BAL-AIR, sviss- nesku flugfélagi, og með annarri þeirra voru fluttir 10 veðhlaupa- hestar áleiðis til Tokíó í Japan. Annars fluttu BAL-AIR vélarnar farþega frá Luxemborg, sem síðan fórix í aðra hinna stóru véla Loft- leiða, og flugu vestur um haf. Breytingarnar á flugvallarhót- DEILA SJÓMANNA OG ÚTGERÐARMANNA Á VESTFJÖRÐUM IIL SÁTTASEMJARA ísafirði, 16. des. — BS-ÁG. Á* SÍÐASTLEÐNU hausti sögðu öll stéttarfélög sjómanna innan Alþýðusambands Vestfjarða upp aamningum um kaup og kjör há- seta, matsveina og vélstjóra á bát- am, sem veiða með línu, þorska- netum, botnvörpu, dragnót og fleiru. Fyrir nokkru hefur samninga- nefnd Alþýðusambands Vest- fjarða sent Útvegsmannafélagi Vestfjarða, breytingartillögur sín- ar, en þær fela í sér, auk hækk- unar á kauptryggingfh og kaup- gjaldsliðum, hækkaða prósentu af aflaverðmæti til sjómanna, áuk ýmissa annarra kjarabreytinga. Fyrsti samningafundur þessara aðila var haldinn í gærdag á ísa- firði. Þar var ákveðið að visa málinu til héraðssáttasemjara á Vestfjörðum, og mun hann hefja fundi með deiluaðilum í vikulok- in. Héraðssáttasemjari Vestfjarða er Hjörtur Hjálmarsson, skóla- stjóri á Flateyri. elinu á Keflavíkurflugvelli hafa gengið vel að undanförnu, og verð ur væntanlega séð fyrir endann á þeim fljótlega upp úr næstu ára- mótum. Sjálfur farþegasalurinn er tilbúinn og verið er að ljúka við tollafgreiðsluna. Við enda vöru geymslu tollgæzlunnar á að byggja viðbót, og með því öll vinnuskilyrði verulega bætt. Allar þessar breytingar hafa tekizt mjög vel, og er kominn nýr og glæsi- legur svipur á alla farþegaaf- greiðsluna. FERÐIR F.l. FYRIR JÖLIN Reykjavík, 14. desember. JÓLAUNDIRBÚNINGUR er haf- inn og margir hyggja á ferðalög- heim, annað hvort frá útlöndum eða milli staða á íslandi, og jóla- kort og pakkar þurfa að komast á ákvörðunarstað í tíma. Á morgun, 15. desember, ganga ódýru jólafargjöldin fyrir skóla- fólk í gildi innan lands, sem ásamt fjölskyldufargj öldunum auðvelda fljóta og þægilega ferð tí-1 ákvörð- unarstaðar. Á flugleiðum frá út- löndum gilda jóla- og fjölskyldu- fargjöld Flugfélagsins, sem margir notfæra sér til þess að njóta jól- anna heima á Fróni. + SÍÐUSTU FERÐIR MILLI LANDA FYRIR JÓL. Síðustu ferðir flugvéla Flugfé- lags íslands til og frá útlöndum fyrir jólahátíðina verða sem hér segir: Til London verður flogið föstu- daginn 18. desember og til Reykja- víkur samdægurs. Til Bergen og Osló verður einnig flogið 18. des- ember, en flugvélin kemur aftur til R-eykjavíkur daginn eftir, laug ardaginn 19. desember. Til Glas- gow og Kaupmannahafnar verður flugferð 21. desember og heim dag inn eftir. Síðasta ferð til þessara staða fyrir jólin verður 23. desem- ber (Þorláksmessa), en þann dag verður ferð fram og aftur. ÁæU- aður komutimi til Reykjavíkur er kl. 23,15. + „GULLFAXI‘‘ í INNAN LANDSFLUGI FYRIR JÓL. Að venju verður áætlun um flug ferðir haldið fram á aðfangadag, en vegna fyrirsjáanlegra mikilla flutninga v.erður Viscount-flugvél- in „Gullfaxi11 í innanlandsflugi frá og með 15. desember, Á aðfanga- dag verður flogið til eftirtalinna staða: Akureyrar, Vestmannaeyja, fsa Framhald á 14. síðú

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.