Alþýðublaðið - 29.12.1964, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 29.12.1964, Qupperneq 3
Saragat kjörinn forseti Italíu Róm, 28. des. (NTB-Reuter). \ Giuseppe Saragat utanríkisráð- herra Ítalíu var í dag kjörinn for- \ seti Ítalíu. Var hann kjörinn af Þjóðþingi ítala og kjörmönnum forseta og hlaut 646 atkvæði af þeim rúmlega níu hundruðum at- kvæða, sem greidd voru. Hann var kjörinn í 21. atkvæðagreiðslunni, er fram fór um forsetakjörið. — Saragat verður eftirmaður Anton- io Segni forseta, er sagði formlega af sér í dag vegna sjúkleika. Sara gat mun taka við forsetaembætti sínu í fyrramálið. Sver hann þá forsetaeið sinn í áheyrn þingsins en síðan mun hann flytja fyrsta ávarp sitt sem forseti. - Giuseppe Saragat, hinn nýi for- seti er 66 ára gamall og er fjórði forseti á Ítalíu frá stríðslokupi. Hann gekk ungur að aldx-i í ítalska jafnaðarmannaflokkinn, dvaldi að mestu erlendis í valdatíð Musso- linis, en kom síðan heim og tók á ný að gefa sig að stjórnmálum. Hann varð ráðherra skömmu eftir stríðslok, en hefur nú um margra ára skeið verið formaður og aðal- leiðtogi italska jafnaðarmanna- flokksins. Hann hefur nú um skeið verið utanríkisráðhei-ra í rik- isstjórn Aldo Moro, en í þeirri stjóm hefur Pietro Nenni, for- ystumaður hins italska jafnaðar- mannaflokksins, verið vax-aforsæt- isráðherra. Forsetakjöi-ið lxefur nú staðið um þrettán daga skeið og hafa þær kosningar sýnt hve klofn ir stjómmálaflokkarnir eru. Að 20. atkvæðagreiðslunni lokinni til- kynnti Nenni flokki sínum, að hann drægi sig til baka, en hvatti jafnframt þingmenn flokksins til þess að kjósa Saragat. í þessari atkvæðagreiðslu hafði Nenni feng- ið 385 atkvæði, en Saragat 323. — Sömu afstöðu tóku flestir hinir vinstri flokkarnir og flestir þing- Framhald á 4. síðu Rúmanskur dipló- mat rekinn úr landi Bern, 28. des. (ntb-rt). Einn af starfsmönnum rúm- enska sendiráðsins fékk í dag boð frá svissnesku stjórninni um að hverfa hið bráðasta úr landi vegna sambands hans við njósn- ara, er hann fékk það verkefni, að njósna um þriðja ríki. Til- kynnti svissneska dómsmála- ráðuneytið þetta í dag. Sendiráðsstarfsmaður þessi var annar ritari við rúmanska sendi- ráðið í Bern. Hann mun hafa átt nokkra fundi með njósnaranum, er rak starfsemi sína utan Sviss- lands. Sendiráðsstarfsmaðurinn hefur þegar farið frá Svisslandi. Allgóðar heimildir eru fyrir því, að maður þessi lieiti Ion Hidos. Svissneskir talsmenn benda á, að Flóð og veðurhæð á Kyrrahafsströnd San Fransisco, 28. des. (NTB-Reuter). Hvassviðri og feiknar snjókoma aðfaranótt mánudagsins jók enn á erfiðleika mörg þúsund manns, sem hafa orðið fyrir, flóðunum MHtHHMIW Alvarez dæmd- ur í fangelsi Madrid, 28. des. (ntb-rt). Spánskur herdómstóll hefur dæmt skáldið Carlos Alvarez í sex mánaða fang elsi fyrir lítilsvirðandi um- mæli um herstjórn landsins, að því er áreiðanlegar heim ildir sögðu hér í dag. Sak- sóknarinn hafði krafizt þriggja ára fangelsis! í októ- ber s.I. var Alvarez dæmd- ur í þriggja ára fangelsi fyrir ólöglegan áróður. þetta sé í 20. sinn á síðustu ár- um, sem menn frá austur-evrópu ríkjunum eru viðriðnir njósnamál í Svisslandi. IXWWMmVVMHMMWVMMW. TOGARINN MARZ SKEMMDIST AF ELDI miklu á Kyrrahafsströnd Banda- ríkjanna, er varað hafa nú um viku-skeið. Hafa norðvestur-ríkin orðið verst úti vegna flóðanna. í flóðum þessum liafa að minnsta kosti farizt um 48 manns. Rauði krossinn hefur auk þess heimildir um 16.300 fjölskyldur er misst hafa heimili sín, bænda- býli eða verzlunarhús í ríkjunum Kaliforníu, Oregon, Idaho, Wash- ington og Nevada. Að því er ó- opinberar heimildir segja, nem- ur tjónið af völdum flóðanna um einum milljarði dala. Snjókoma, frost og hvassviðri munu nú hafa leikið Oregon og Norður-Kali- foi’níu einna verst. Eru svæði þessi einnig grátt leikin af flóð- unum og þar er vitað um m. a. 500 námuverkamenn, skógarhöggs menn og fjölskyldur þeirra, sem eru algjörlega einangi-aðar. Veður spáin fyrir mánudaginn var á þá leið, að enn myndi snjóa meir í fjöll og hvassviðri og regn vera á lægri svæðunum. VVMVtVWVWWVVMWVVVM Reykjavík, 28. des. — ÓTJ. SLÖKKVILIÐIÐ háði í gær- kvöldi harða tveggja tíma bar- áttu við magnaðan eld í togaran- um Marz, þar sem hann lá við Togarabryggjuna í Reykjavfkur- höfn. Þegar slökkviliðið var kvatt á vettvang, um 8 leytið, var þeg- ar mikill eldur í lúkar togarans, og aðstaða tU slökkvistarfs mjög slæm. Slökkviliðsmenn gerðu samt í- trekaðar tilraunir til að komast niður í lúkarinn og tókst það, en urðu von bráðar að forða sér upp aftur sökum hita. Loks eftir tvo tíma tókst að ráða niðurlögum eldsins. Ætlunin var að togarinn færi á veiðar kl. 10 í gærkvöldi, en því varð auðvitað að fresta, því skemmdir urðu svo miklar að búast má við að viðgerð taki nokk um tíma. Þegar blaðamenn Al- þýðublaðsins komu um borð í Marz, var ekki fagurt um að' lit- ast í lúkarnum. Þar hafði nánast allt brunnið sem bnmnið gat, og misstu margir skipverjanna þar allt sitt sem þar var. Á mynd- inni sem J.V. tók, sjást nokkrir þeirra vinna að því að hreinsa lúk- arinn. Eigandi togarans er Tryggvi Ófeigsson útgerðarmað- ur. Stjórnarherinn vinnur stórsigur Saigon, 28. des. (NTB-RT). Stjórnarherinn í Suffurvietnam vann í gær einn af sínum stærstu sigrum í Mekong-árásunum, um Krag telur kosn- ingar ólíklegar Kaupmannahöfn, 28. des. (ntb-reuter). Danski forsætisráffherrann, Jens Otto Krag skrifar í Kaup- mannahafnarblaffiff Aktuelt í dag, aff ekki ætti aff þurfa aff koma til nýrra kosninga í Danmörku á ár- inu 1965. „Kjósendur hafa rétt til aff vænta þess, aff þing, sem er nýkosiff, sé fært um aff gera nauffsynlega hluti,” skrifar hann. Forsætisráðherrann skrifar og í grein sinni, að „sá tími, sem liðinn er frá því í október, hafi sýnt, að hið nýja þjóðþing sé starfhæft, jafnvel þótt það sé þannig samansett, að það geti ekki myndað fastan stjórnarmeiri hluta. Á þýðingarmiklum sviðum hefur hins vegar tekizt að skapa mikla einingu,” skrifar ráðherr- ann. Hann lýsir því og yfir, að ríkisstjórnin muni halda áfram samningastefnu sinni: „Eg á bágt með að ímynda mér að andstaðan muni fella þessa stefnu — og stofna þannig tU kosninga áður en það er tímabært,” skrifar hann. þaff bil 145 kílómetra fyrir suff- vestan Saigon. Voru aff minnsta kosti 87 Vietcong-skæruliffar kom- múnista drepnir og jafnframt því tók stjórnarherinn mesta magn vopna herskildi, sem liann hefur tekiff til þessa. Á sama tíma varð stjórnarher- inn fyrir nokkru tjóni af völdum Viet-eong er skæruliðar þeirra réð ust að útvarpsstöð einni, ekki ýkja langt frá áðurnefnd.pm stað, di-ápu þrjá stjórnarl'ermenn, særðu 36 þeirra en 32 ei saknað. í dag urðu svo Bandaríl iamenn fyrir mesta tjóni sínu í Suðu“-Viet- nam til þessa. Særðust 16 banda- rískir hermenn og einn almenrvur bandarískur ljósmyndari í skæ> um. Átta manna þessara voru þyrluflugmenn og særðust þeir er þyrlur þeirra voru skotnar niður er þær fluttu vistir, birgðir og skotfæri til stjórnarhermanna, er unnu að því að uppræta aðal- stöðvar skæruliða í Mekong-^rás- unum. Voru þá tvær þriggja þyrla skotnar niður. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 29. des. 1964 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.