Alþýðublaðið - 29.12.1964, Síða 6
• . ÞAÐ era ekki allt stórfréttir, sem athygli vekja og komast á
forsíður ntóru blaðanna í, Bretlandi. Hér er ein þeirra:
John Bray viid.i gleðja konu sína og keypti um daginn ei-na tylft
af ostrum og hafði með sér heim úr vinnunni.
Skyldilega spratt Nancy, konan hans á fætur, og hrópaði upp
yfir sig himinlifandi:
—John —- sjáðu hvað ég fann — perlu!
Og það var raunar alveg rétt, sagði sérfræðingurinn, sem farið
var með hlutinn til. En stórfrétt varð þetta vegna þess, að þetta
var í fyrsta sinn síðan 1907, að vitað var að slíkt hefði skeð í Bret-
landi.
En frá peningalegu sjónarmiði var þetta svo sem ekki neinn stór
fundur fyrir frú Bray. Perlan var virt á um 3000 krónur, en Mr
Bray hyggst ekki selja hana, heldur hefur hann lofað konunni
sinni að perlan skuli sett í umgerð, er haefi hinu sérstaka verð-
mætl hennar.
— ★ —
HÉÐAN í frá ættu fristundaveiðimenn í Bandaríkjunum ð
losna við öll vandræði vegna hunda sinni. Nú er farið að festa
örlítið transistortæki í hálsbandið á þeim, og þannig geta hundarn
ir tekið á^móti fyrirskipun hinna hraustu veiðimanna.
— ★ —
SVO VAR það Skotinn, sem hitti vin sinn frá Lundúnum, er var á
ferð uppi í Hálóndum. Skotinn bauð vininum heim að borða þetta
'sama kvöld og beið með allt tilbúið, en vinurinn kom ekki.
Þegar Skotinn hitti vininn daginn eftir, spurði hann undrandi
og dálítið móðgaður: 1
— Heyrðu, gerðirðu þér ekki ljóst, að ég bauð þér heim að
borða í gærkvöldi?
— Jú, þú verður að afsaka, gamli vinur, en ég var svo svangur,
að ég ákvað að borða heldur á veitingahúsi.
— ★ —
HINN ágæti leiklistargagnrýnandi Sunday Telegraph í London, Alan
Brian, sem vegna starfs síns þarf að þola ótölulegan grúa af „brönd-
urum“, heldur því fram, að hann hafi fundið elzta brandara heimsins
— og hann er á að gizka 2.400 ára gamall:
Hirðrakarinn: — Hvernig vill yðar hátign láta klippa hárið?
Archelaus, konungur í Makedóníu: — Þegjandi.
Það er víst enginn vafi á því, að þessi brandari hefur gengið aft-
ur í mörgum myndum á 2.400 árum — og það er ósköp hætt við,
að hann haldi áfram að ganga aftur í önnur 2.400 ár, ef heimurinn
endist.
— ★ —
SÉRFRÆÐINGAR við háskólann í Santiago í Chile hafa einangrað
það hormón í mannslíkamanum, sem stjórnar. vexti manna, segir í
frétt frá Santiago. Hormínið mun hafa fundizt í þvaginu, en maður-
inn, sem fann það, er dr. Fernando Monckberg. Þessi uppgötvun kann
#ð hafa mjög mikla þýðingu.
— ★ —
AMERÍKUMENN gáfu rúmlega 300 milljarða króna til góðgerðastarf-
semi í fyrra, segir The New York Times. Mest af fé þessu fór til
',,virðulegra“ samtaka, en „vafasamar" stofnanir fengu samt 80 mill-
arða.
S. — ★ —
í frönsku borginni Lille hafa stórverzlanirnar í miðborginni
tekið sig saman og útbúið bílastæði fyrir viðskiptavinina og flytja
þá síðan ókeypis þaðan til verzlananna. Segja talsmenn verzlananna,
að umsetningin hafi vaxið mikið við þessa tilhögun. Og þeir bæta
við, með nokkru stolti, að stórverzlanirnar í París séu að búa sig
.undir að fylgja dæmi þeirra.
f. EINN af hinum fjölmörgu “sunnudagsmálurum“ í París fór með
vini sínum utan af landi á Louvre-safnið, og vinurinn hrópaði hrif-
inn upp yfir sig:
— Dásamlegt, kæri vinur, vildir þú ekki eiga svona myndir
4 veggjunum heima hjá þér?
‘ - — O, jú, svaraði sunnudagsmálarinn, en svo miklum tima get
•ég nú ekki eytt í frístundamálunina.
— ★ —
1 Bandarikjunum eru meira en 20.000 -geðlæknar. Þeir eru tæp-
ást nokkurn tíma sammála um nokkurn skapaðan hlut, en út af einu
‘deila þeir aldrei: Langflestir karlmenn eru hræddir við konur sín-
ar. Það hafa milljónir viðtala sýnt.
Goldenfinger-bíll
í eltingarleik
Lækninum, sem sat á barn-
um á hótelinu^ þótti lailt málið
mjög grunsamlegt og augljóst,
að lögreS.an þyrfti að fá um
það að vita. Þarna siat ungur
maður við hliðina á Ijóshærðri
stúlku og var að segja henni
frá sportbílnum sínum . . . bíl
sem hægt var að skipta um
númer á með einu handtaki
og gat gefið frá sér reykský
með því að þrýsta á hnapp.
Læknirinn hlustaði á þessar
viðræður á hóteli í Southhamp
ton nokkur augniablik, en rauk
síðan í símann og tilkynnti
lögreglunni, hvað ha\n hefði
heyrt.
Lögreglan rauk upp til handa
og fóta. Talstöðvarbílar voru
kallaðir upp og gefin lýsing á
bílnum, silfurgrár sportbíll,
sennilega á leið til Nýja skógar
Framhald á 13. síðu.
Pravda afhjúpar hinn seka
- en hinn saklausi slapp
ÞAU yfirvöld í Sovétríkjunum,
sem nýlega settu blaðamann í
fangelsi fyrir ónógar sakir, hafa
orðið fyrir gagnrýni í Pravda, sem
gekk næstum svo langt að stimpla
þessa hegðun sem endurlífgun á
Stalínstímanum.
Pravda skýrði frá því, hvernig
Anatoly Gaskov, sem í blaði sínu
gagnrýndi yfirvöldin í bænum Ar-
mavir í norðurhluta Kaukasus,
var varpað í fangelsi, sakaður um
að hafa rekið fjárkúgun. Var sagt
að hann hefði látið greiða sér fyr-
ir að skrifa niðrandi um fólk í
bænum.
En Pravda gerði sína eigin rann
sókn í málinu eftir að nokkrir
blaðamenn, sem unnu við sama
blað og Gaskov, höfðu snúið sér til
flokksblaðsins. Það kom í ljós, að
sakargiftimar voru reistar á um-
mælum eins manns — sem þar
að auki voru síðar dregin til baka.
—- Að dæma mann fyrir að hafa:
haft í liuga að fremja afbrot og
I það þannig, að viðkomandi geti
ekki sannað hið gagnstæða, minn-
ir mjög á það ástand, sem við minn
umst frá mektarlögum persónu-
dýrkunarinnar, segir í Pravda.
Gaskov var handtekinn eftir að
maður nokkur, sem vann hálfs-
dags vinnu við sama blað og hann
— Sovjetsky Armarvir — hafði
Framhald á 13. sítfu
BÓLUSETNING VIÐ KVEFI
,DR. DAVID TYRELL, yfirmaður
hóps vísindamanna í Salisbury,
skýrði nýlega frá því, að liugsan-
legt væri ,að á árinu 1969 -yrði
unnt að setja á markað bóluefni,
er veiti vérnd íyrir venjulegu
kvefi.
— Það eru heilmörg „ef“ í
þessu sambandiy og ef sú braut,
sem við nú erum á, reynist röng,
getur svo farið áð enn þurfi 50
ára rannsóknir í viðbót. En ég hef
mikla von um, að þetta muni tak-
ást, sagði dr. Tyrell.
Starfshópur dr; Tyrells hefur ný
lega framleitt bóluefni, sem gefur
ónæmi fyrir kvefi, er stafar af á-
kveðinni veiru. Hann upplýsti, að
nú væri unnið að því að finna bólu
eíni gegn fjölda annarra veira.
— Ef það tekst, verðum við að
reyna að framleiðá eitt einstakt
bóluefni, sem eitt sér gefi ónæmi
fyrir flestum þessum veirum, og
það er tröllaukið viðfangsefni,
sagði dr. Tyrell. Síðasta stórvanda
málið verður að ná því að fram-
leiða þetta hugsanlega bóluefni svo
ódýrt, að það komist 'almennt í
notkun.
0 29. des. 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ