Alþýðublaðið - 29.12.1964, Síða 11
22:19 í hörkuleik
FH HAFÐI YFIRBURÐI
■GEGN HAUKUM 33:15
Á ÞRIÐJA DAG JÓLA hclt
íslandsmótið í handknattleik á-
fram að Hálogalandi og voru þar
leiknir tveir leikir í I. deild. —
FH g.iörsig'raði Hauka með 33
mörkum gegn 15, og Fram vann
Víking í spennandi leik með 22.
mörkum gegn 19.
★ FRAM-VÍKINGUR 22:19.
Leikur Fram, íslandsmeistar-
anna og Víkings, botnliðsins á ný-
afstöðnum Reykjavíkurmeistara-
móti, var geysispennandi frá upp-
hafi. Sigur Fram, 22:19, verður
þó að teljast sanngjarn eftir
gangi leiksins, en Víkingur á
heiður skilið fyrir góða og harða
baráttu.
í fyrri hálflcik var Víkingur
yfirleitt með yfirhöndina, það
var annaðhvort jafnt eða eitt mark
yfir. í hálfleik var jafnt, bæði
liðin skoruðu 9 mörk.
Framarar voru sterkari í síð-
ari hálfleik, þó að sigur þeirra
væri ekki öruggur, fyrr en staðan
STAÐAN
I. DEILD
KR-Víkingur
Ármann-Fram
Haukar-FH
Víkingur-Fram
17:17
24:22
15:33
19:22
Staðan í I. deild er nú
þessi:
Nú er lokið fjórum leikj-
um í 1. deild íslandsmótsins
í handknattleik. Úrslit hafa
orðið sem hér segir:
FH
Árm.
Fram 1
KR
Vík.
Ilaukar
L U J T M St.
1 1 0 0 33:15 2
1 1 0 0 24:22 2
2 1 0 1 44:43 2
1011 17:17 1
2 0 1 1 36:39 1
1 0 0 1 15:33 0*
var' 22:18, nokkrum mínútum fyr
ir leikslok. Tveimur Víkingum
var vísað af leikvelli undir lokin
og það hafði mikil áhrif á liðið,
eins og gefur að skilja.
í liði Víkings bar mest á Brynj-
ari í markinu, sem varði mjög
vel, Þórarinn Ólafsson skuraði
flest mörkin og með sama áfram-
haldi kemur hann fyllilega til
greina í landslið okkar. Pétur var
hinn ákveðni og rólegi skipuleggj
andi Víkingsliðsins. Liðið lék afar
taktiskt og það svo, að íslands-
meistararnir máttu hafa sig alla
við til að hljóta bæði stigin.
Hjá Fram bar mest á Gunn-
laugi og Guðjóni, en liðið er nokk
uð jafnt. Markverðirnir eru þó
veika hliðin hjá Fram.
Leikinn dæmdi Reynir Ólafsson.
★ FH — HAUKAR 33:15.
FH var sterki aðilinn í leik
Hafnarfjarðarfélaganna á sunnu-
dagskvöldið og eftir 9:1 í byrjun
leiksins, var varla vafi á því hvort
félagið myndi hljóta sigurinn. —
Haukum tókst þó aðeins að rétta
hlut sinn fyrir hlé, en þá var
staðan 13:9.
í síðari liálfleik hafði FH algjör-
lega yfirburði og vann glæsilega
sigur eins og fyrr segir, 33:15.
Þeir Ragnar Jónsson og Páll
Eiríksson voru beztu menn FII
og skoruðu flest mörkin. Það er
greinilegt, að Haukar þurfa að
herða sig, ef dvöl þeirra i 1.
deild á að standa lengur yfir en
í eitt ár.
Karl Jóhannsson Á. dæmdi leik-
inn með prýði.
Páll Eiríksson, FH, er hér að skora í leik FH gegn Ilaukum á
sunnudag. — Myndir: Sv. Þ.
★ Ungverjar hafa alls þreytt 407
landsleiki í knattspyrnu. Þeir hafa
sigrað í 226 leikjum 83 lokið með
jafntefli og 98 leikir hafa tapast.
★ Borgin Sapporo í Japan hef
ur sótt um að halda Vetrarleikana
1972. Talið er að góð framkvæmd:
Olympíuleikanna í haust muni
verða til þess að auka líkurnar á
að Japanir fá Vetrarleikana.
★ Norðmenn munu þreyta sjö
landsleiki í knattspyrnu næsta ár.
Þeir leika við Luxemburg, Júgó-
slavíu, tvívegis, Finnland, Frakk-
land_ Danmörk, Svíþjóð. Auk þess
þreyta Norðmenn nokkra ungl-
ingaleiki.
\
MMWMMMWMMMMWWWMW
★ Myndin er af bandaríska
hlauparanum Gerry Lind-
gren, en hann er aðeins 18
ára gamall. Hann sigraði eins
og kunnugt er í 10 km. hlaup
inu í keppni Sovétríkjanna
og Baiidaríkjanna s.l. sumar
og var 150 metrum á undan
Rússanum Ivanov. Banda-
ríkjamenn reikna með miklu
af honum á næstum árum.
vmMMtMMMMMMmMMMM
Þórarinn Ólafsson, Víking, er stöðugt vaxandi leikmaður. Hann átti
góðan leik gegn Fram og á myndinni er hann að skora.
Desemberhefti
íþróttablaðsins
er komið út
DESEMBERHEFTI íþróttablaðs
ins kom út rétt fyrir hótíðirnax. Af
efni blaðsins má nefna greinina
Si^urssalt ^íþróttaár er /It'nn á
enda, frásögn af ársþingum fjög-
urra sérsambanda, greinar um
landsleiki í handknattleik og heim
£Ókn danska félagsins Ajax. Þá
ritar Benedikt Jakobsson fróðlega
grein, sem hann nefnir, Á hvern
hátt er hægt að auka íþróttastarf
ið, Ólafur Júlíusson skrifar um
mælingar fyrir íþróttavöllum, Em
il R. Hjartarson ritar grein, sem
hann nefnir Áhuginn er fyrir
hendi, en það skortir leiðbeinend
ur, einnig er íþróttaannáll í blað-
inu sem prýtt er fjölda mynda.
SÁTU FUND RÁÐHERRA-
NEFNDAR EVRÓPURÁÐS
Ráðherranefnd Evrópuráðsins
hélt fund í París 18. og 19. des.
Norski ráðherrann, Halvard Lan-
ge, stjórnaði fundinum. Fulltrúar
íslands voru ambassadorarnir Pét-
ur Eggerz og Pétur Thorsteinsson.
Ráðherrarnir ræddu um tolla-
viðræðurnar, sem fram fara á veg
um GATT, og um viðskiptabanda-
lögin í Evrópu. Þá fjölluðu þeir
um samstarf ríkjanna í Vestur-
Evrópu ög Norður-Ameríku og
þann áhuga, sem fram hefur kom-
ið á að þingmenn í þessum ríkj-
um haldi með sér fundi. Rætt yar
einnig um þéóun mála í Austur-
Evrópu og hugsanlegar afleiðing-
ar þeirrar þróunar. Kom glöggt
fram í umræðunum, að Evrópu-
ráðsrikin eru ekki sem slík aðili
að flokkamyndun á alþjóðavett4
vangi, en eru reiðubúin til sam-
starfs við önnur ríki innan þeirra
marka, sem stofnskrá Evrópuráðs-
ins setur. - .
Teppahreinsun
Hreinsum teppi og húsgögn |
í heimahúsum, fljótt og vel. |i
Fullkomnar vélar.
jj
Teppahraðhreinsuniiii
Sími 38072.
ALÞÝDUBLAÐIÐ — 29. des. 1964 lt