Alþýðublaðið - 29.12.1964, Page 15
lega hættulegt að láta hugann
hverfa um of frá starfinu og láta
sig um leið dreyma einhverja
kjánalega drauma, sem aldrei
gátu rætzt. Hún vissi að sjálfrar
sín vegna ætti hún að reyna að
hafa sem minnst samband við
Kevin.
Hún herti upp hugann og
sagði: — Mætti þetta ekki bíða
svolítið. Ég er að ganga frá
skýrslu .veana ráðstefnu, sem
verður haldin hér í grendinni
bráðlega um smithættu á sjúkra-
húsum. Þetta er heilmrkið mál og
við eigum upDtökin að því og
viljum þess vegna gera okkur far
um að leggja eitthvað merkilegt
til málanna. Þar að auki verður
hin árlega spítala-hátíð um næstu
heigi og þá verður hér heilmikið
um að vera. Borgarstjórnn sjálfur
ætlar að koma í heimsókn og
allskyns frægir skemmtikraftar
munu leika listir sínar hér.
— Allt í lagi, þú hefur sigur
í þessari lotu, sagði Kevm og
þótti bersýnilega miður. Þá get-
ur ekki orðið úr þessu næstu
þrjár helgar, það er greinilegt.
En ég tek engar afsakanir gildar
um næstu helgi þar á eftir, og þá
verður rósagarðurinn minn líka
í fullum skrúða, svo þú rétt ræð-
ur því hvort þú svíkur mig.
— Það er samt alls ekki víst,
að ég geti komið þá, sagði Ruth
og var nú komin í hreinustu
vandræði, en greinilegt var að
liann heyrði ekki það sem hún
sagði, eða vildi ekki heyra það,
því hann kvaddi og lagði símtól
ið á.
Það var erfitt fannst Ruth að
einbeita sér að vinnunní eftir
þetta samtal þeirra. Hún var
alltaf öðru hverju að hugsa um
live gaman mundi að vera eina
helgi á "VVoodleigh og reika þar
; um hinn yndislega garð í fylgd
með Kevin.
Hún hafði samt svolitið sam-
vizkubit, því þrátt fyrir allan
áhuga Kevins á spítalanum, þá
hafði hann ekki minnst einu orði
á Len Bellamy, og ekki einu
sinni spurt hvernig hann hefði
það.
Það var kannski sérstaklega af
þessari ástæðn bún spurði sér
stakiega eftir liðan hans, þegar
hún fór á stofugang.
— Honum fer mjög vel fram
núna, sagði Ennis hjúkrunar-
kona. Hann er farinn að hafa
stjórn á vöðvunum, alveg eins
og læknirinn var búinn að spá.
Hann er farinn að nota bendurn
ar heilmikið, meðal annars til áð
skrifa bréf.
— Jæja, einmitt það, sagði
Ruth. Hún hafði ímyndað sér að
liann mundi ekki beint gefinn
fyrir bréfaskriftir. Hann skrif-
ar þá liklega fjölskyldu sinni í
Kanada eða vinum sínum úr
hernum, sagði hún hálfspyrjandi.
Hjúkrunarkonan hristi höfuð-
ið. — Þetta eru afskaplega dul-
arfull bréf. Við höfum allar boð
izt til að póstleggja þau fyrir
hann, en hann setur þau alltaf
sjálfur í pokann hjá bréfberun
um, þegar hann kemur á spítal
ann. Sjúklingarnir kunna ann-
ars afskaplega vel að meta þá ný-
breytni yðar að láta bréfbera
koma með bréf og taka við þeim
á stofunum^ því þótt starfsfólk
ið eða gestir séu beðin fyrir bréf
getur alltaf misfarizt að þau kom
ist tímanlega í póstinn. ' .
Nú hýrnaði yfir Ruth. Þetta var
í fyrsta sem eii^hver hrósaði
þeim breytingum, sem hún
hafði gengist fyrir frá því að hún
tók til starfa, ef dr. Cort var
undanskilinn.
— Bellamy er heppinn ungur
maður hélt Ennis áfram er þær
byrjuðu stofuganginn á deild
hennar. Það kemur til hans bréf
á hverjum einasta morgni og það
bregst aldrei. Nemarnir eru allt-
af að stríða honum á að hann
eigi kærustu einhvers staðar, en
þér vitið nú annars hvernig þær
láta alltaf. Þær vita að bréfin,
sem hann fær eru póstlögð hérna
í borginni og eru því alltaf að
spyrja hann hvort hún fari ekki
að heimsækja hann, og hvort
bréfin sem hann sé að skrifa séu
öll til hennar.
Nú varð Ruth heldur betur
undrandi. Það var henni ánægja
að vita að Bellamy skyldi ekki
vera eins vinasnauður og hún
liafði haldið, en samt var mjög
skrýtið að aldrei skyldi neinn
koma að heimsækja hann, eins
og Ennis hafði sagt henni. Hún
hafði sannarlega viljað spjalla
svolítið við piltinn, en þessi heim
sókn gaf hvorki tækifæri né til-
efni til þess. Aðstoðarkona henn
ar og deildarhjúkrunarkona voru
báðar í för með henni, og aldrei
fannst henni hún hafa fundið
eing greinilega þann vegg sem
aðskildi hana og sjúklingana.
Svona varð þetta víst að vera.
Hún varð að treysta starfsfólk:
sínu til að sjá um velferð sjúkl-
inganna. Þegar hún kom að rúmi
Len Bellamys, spurði hún hann
hvernig hann hefði það, og sagði
honum að bráðlega yrði hann að
fara að ráðfæra sig við endurhæf
ingarsérfræðing spítalans, svo
lrann yrði reiðubúinn að taka að
sér nýtt starf, þegar þar að
kæmi.
SÆNGUR
Sí-Vj.*
Endurnýjum gömlu sængurnar.
Seljum dún- og fiðurheld ver.
NÝJA FEÐHRHREINSUNIN
Hverfisgötu 57A. Sími 16738.
<
SÆNGUR
REST-BEZT-koddar
Endurnýjum gömlu
sængurnar, eigrum
dún- og fiðurheld ver.
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængur —
og kodda af ýmsum
stærðum.
DÚN- OG
FIÐURHREINSUN
Vatnsstíg 3. Síml 18740.
vvwwwwwwwwwwtw
Pilturinn gretti sig svolítið.
Það er búið að skrifa fyrirtæk-
inu, sem ég átti að byrja hjá, en
það ep þegar búið að ráða mann
í minn stað. Þeir voru ekki von-
miklir-um að hjá þeim mundi
losna annað starf á næstunni.
Mér skilst meira að segja, að
þeir séu í óða öhn að segja upp
starfsfólki vegna þess að þeir
voru sviknir um einhvern verk-
samning, sem búið var að lofa
þeim.
Það þykir mér ákaflega leitt
að heyra, sagði Ruth, og það
þótti henni vissulega. En þú skalt
ekki hafa alltof miklar áhyggj-
ur af þessu. Þú verður alla
vega að taka þér alllangt frí, og
við látum athuga alla möígu-
leika eins vel og kostur er. Það
verður áreiðanlega hægt að
finna þér starf við hæfi. Ég veit
að þegar einar dyr lokast á
mann, opnast alltaf einhverjar
aðrar fyrr eða síðar.
— Já, það er nú reyndar satt,
sagði Len Bellamy og það virt-
ist heldur léttast á honum brún
in. — Svona slys eru náttúrlega
grábölvuð og fyrst hélt ég að
þetta væru endalok mín, en hver
veit nema ég eigi eftir að fá betra
starf heldur en það sem ég missti
af.
— Það vona ég svo sannarlega,
sagði Ruth. Og svo verðurðu að
taka þér gott frí og hvílast vel,
og þá dugar nú ekki að flakka um
allar trissur með bakpoka á bak-
inu og vegakort í hendinni.
— Mikið leið Ruth annars bet
ur núna. Þetta virtist ætla að
verða ágætur dagur. Len Bella-
my var á batavegi, og þetta virt
ist leika í lyndi. Seinna um morg
uninn sá hún Nonu tilsýndar þar
sem hún var önnum kafin á
barnadeildinni, og hún leit bet-
ur út en áður, þótt enn væri
hún föl.
Eftir því sem Ruth gat bezt séð,
þá var Nona önnum kafin og
ánægð. Þemnan morgun samdi
Ruth frið við dr. Cort. Hann
kom stikandi eftir ganginum á
barnadeildinni, hann hafði verið
að líta á barn, sem búið var að
láta ganga undir margháttaðar
rannsóknir. Þau hittust fyrir ut-
an dyr barnadeildarinnar. Þau
voru þarna ein eitt augnablik því
aðstoðarkona Ruthar hafði orðið
eftir inni á deildinni stundar-
korn.
Á barnadeildinni voru ævin-
lega hávaði og ærsl því allmörg
barnanna höfðu fótavist. Þau
fengu að hafa leikföng inni hjá
sér og meira að segja lítinn sand
kassa svo það var sannarlega allt
annað en auðvelt að fá þau til
að vera róleg og hljóð, jafnvel
þegar yfirhjúkrunarkonan kom í
heimsókn. Einn af rollingunum
hafði hlaupið út á eftir Ruth og
vildi endilega fá að leika við
hana, en ein h.iúkrunarkonan
kom og fór aftur með hann inn
í sandkassann og lét hann sér
það sæmilega lika. Einmitt í þess
ari andrá bar John Cort að. Ruth
var hlæjandi og svolítið rjóð í
andliti. — Þetta er dásamleg
deild, sagði hún. Hér er alltaf
eitthvað að gerast. Börnin lifa
bara fyrir daginn í dag og eru
ekki að hafa áhyggjur af morgun
•deginum eins og fullorðna fólk
ið. Ég held að við mættum gjama
taka þau okkur til eftirbreytni.
Það verkar alltaf á mig eins og
hressingarlyf að koma hérna inn,
þó ekki sé nema á örfáar mínút-
ur.
— Samt finnst sumum bama-
deildirnar á sjúkrahúsum alltaf
vera dapurlegir staðir, sagði Johh
Cort.
i'
— Það hefur mér svo sannai*
lega aldrei fundist, sagði Ruth,
Það getur stundum verið hálf
dapurlegt að hjúkra gömlu fólkj.
jafnvel þó það sé ekki alvarlega
veikt eða liði ekki ákaflega illa.
Ég býst við að þér vitið að éjg
var um tíma í Suður Frakklandi,
og þar hjúkraði ég móður minni
í þrjá mánuði áður en ég korit
hingað til Marbury.
John Cort roðnaði og hún sá
roðann breiðast hægt um allt
andlit hans. Ég vildi að ég hefði
vitað það sagði hann eins og
hálfpartinn við sjálfan sig. Ég
hafði ekki hugmynd um þettá,
og ég votta yður samúð míná.
Ruth var hrærð en jafnfram dálít
ið rugluð. Hvers vegna skyldi
hann taka þetta svona nærri sér.
— Mamma var afskaplega sterk
byggð sagði hún, og ég er viss
um að hún naut þess í ríkum
mæli að eyða nokkrum síðustu
dögunum þarna suður frá.
John Cort bölvaði sjálfum sér
í sand og ösku fyrir að vera svona
skammsýnn kjáni. Hann var
samt vanur að dæma fólk ekki
eftir ytra útliti, en nú hafði hon
um sannarlega orðið á í mess-
unni og það heldur betur. Hann
hafði verið alltof fljótur að kom-
ast að niðurstöðu varðandi Ruth
Ellsson. Hann liafði aðeins dæmt
hana eftir fötunum, sem hún var
í og eftir miðunum á farangri
hennar. Hann hafði talið hana
vera eina af þeim, sem í Mar-
bury var kallað fína fólkið, en
það voru einkum dætur og eigin-
konur ríkra iðjuhölda. Hann
hafði líka ef til vill verið á
móti slíku fólki að ósekju. í hrein
skilni sagt þá var þessi andúf
hans á þessu fólki gömul, — al-
veg síðan í námsárum hans. Þá
hafði hann orðið yfir sig ástfang
inn af stúlku sem hét Molly.
Tik aV mér hvers konar þýfflnf-
sr úr og é ensku
EIÐUR GURNASON.
IBegiltur dómtúlkur og skjala-
býfandi.
Skiphoiti 51 — Sími 32933.
. Skal samt horfa á sjónvarpið, þótt þú setjir mig í skammarkrókinn.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 29. des. 1964 15
vi