Brautin - 01.04.1962, Page 6

Brautin - 01.04.1962, Page 6
félög þess, sem umfcrðarmála- og bindindis- félag, enda þótt kröfur þær, sem það gerir til félaga sinna séu strangari en FIB gerir til sinna. Samvinna í milli félaganna gæti því tckist og má takast. En of snemmt cr að spá því enn, hvort hún verður nokkur og hvcrnig hcnni þá verður háttað. Eitt er þó víst: hún gæti orðið á miklu fleiri sviðum en því, sem hér hcfur verið um rætt. Söluumboð BFÖ Bindindisfélag ökumanna hcfur nú fcngið leyfi til umboðssölu og nefnist umboðsverzl- unin Söluumboð BFÖ. Nokkrar áætlanir eru þegar um vissan innflutning og hefur þegar vcrið haft samband við útlend firmu um það. Ekki cr ósennilegt, að félagið gæti í framtíðinni haft umboð fyrir ýmsan inn- flutning, einkum varðandi ökutæki og um- fcrð, en farið vcrður hægt af stað. Stjórn söluumboðsins skipar sambands- stjórnin og er hún ábyrg fyrir rekstri félags- ins. Prókúruhafi cr framkvæmdastjóri BFÖ. Það væri mikil nauðsyn fyrir Bindindis- félag ökumapna, að það framvegis þyrfti ekki að miklu lcyti að byggja rekstur sinn á stvrkjum. Við vcrðum að vísu að sníða okkur stakk eftir vexti, cn rcyna þó smá saman að skipa málum okkar svo sem bræðrafélög okkar á Norðurlöndum gcra, sem sé að afla síns fjár að miklu leyti sjálf. Flciri fjáröflunarleiðir eru til en vcrzlun og viðskipti. Er gerlegt að reyna að stofna til landshappdrættis um t .d. bíla, eins og þcir gera árlega í Norcgi og Svíþjóð. Er BFÖ nógu mannmargt til þess, nógu út- breitt um landið? Er áhugi félaga svo mik- ill, að búast mætti við verulegri hálp þeirra. öðruvísi væri þetta dauðadæmt. Eigum við að stofna til stórs Bingós? Það fara um mig ónot er ég hugsa til þcirra cins og þau nú cru orðin. Hér á landi cr allt of mikið gert að því að lcika á þræði fégyrndar og ó- eðlilcgs gróða, sbr. bílabingóin og milljóna- vinninga í föstu happdrættunum. Þetta geng- ur eins og bráðsmitandi pest um landið. Eigum við að reyna að koma á sérstökum umfcrðardegi í sambandi við t. d. góðakst- ur og selja mcrki? Þetta væri ekki svo erfitt í framkvæmd og gæti gefið nokkuð fé. Fleiri leiðir finnast til fáröflunar cn það þarf samtök til að korna hlutunum af stað. Tillögur ósakst frá félögum. Fjölgun félaga í Bindindisfélagi ökumanna í Svíþóð eru nú 155 þúsundir fullgildra félagsmanna auk földans í unglingadeildunum. MHF hefur mikla blaðaútgáfu. Motorföraren kcmur út hálfsmánaðarlega auk annars félagsrits. Að auki gefur MHF út ýmsa pésa í tonnatali árlega, auk allskonar annarra auglýsinga og opinberra framkvæmda, scm vckja mikla at- hygli. Samt eru það ekki nema um 20% fé- lagsmanna, sem þakka má öllum þessum á- róðri, að gengið hafa í félagið. Hin 80% eru komin inn fyrir persónuleg áhrif félags- manna sjálfra, þ. e. þeir hafa komið með nýja félaga. í Noregi cr munurinn á þessu tvcnnu jafnvcl enn mciri. Svona stcrk eru hin persónulcgu áhrif, svo vænlegt til ár- angurs að tala við kunningja sinn, skýra honum frá félaginu og hvctja hann til að ganga í það. Nú er það að vísu svo, að félagatala BFÖ hlýtur alltaf að takmarkast við þá, sem bindindismenn eru, og tala þeirra í landinu er takmörkuð. En hvortveggja er, að það er ekki nema lítill fjöldi allra bindindismanna á íslandi cnn í BFÖ, og að auki þarf BFÖ bcint að vinna að því, svo scm forseti þcss réttilega mælti á síðasta að- alfundi Reykjavíkurdcildarinnar, að ala upp ungt fólk í bindindissemi með lifandi æsku- lýðsstarfsemi. Á þessu sviði á félagið mik- inn óplægðan akur. Nú skorum við í sam- bandsstórn á ykkur góða félaga: komið á aðalskrifstofuna, eða skrifið þið sem utan •6 BRAUTIN

x

Brautin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Brautin
https://timarit.is/publication/233

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.