Brautin - 01.06.1962, Side 1
IRAUTIN
FÉLAGSRIT
BINDINDISFÉLAGS ÖKUMANNA
1. JÚNÍ 1 962 . 1. ÁRGANGUR
VEGIRNIR OKKAR
Ökumenn hafa allt fram á síðustu
ár verið lítill minni hluti hinnar ís-
lenzku þjóðar. Er það sennilega
megin ástæðan fyrir því, hve óskum
þeirra og réttmætum kröfum hefur
lítið verið sinnt. En nú er orðin
mikil breyting hér á. Nú má full-
yrða, að meiri hluti Islendinga til-
heyri þeim hópi, sem annaðhvort
hefur ökuleyfi, nýtur bíla daglega að
meira eða minna leyti eða hefur
megin .atvinnu sína í sambandi við
þá. Þeir landar eru víst nú orðið fá-
ir, sem ekki eiga á einhvern hátt
meira eða minna undir bílunum
komið. Það gefur því auga leið, að
hægt er að framfylgja kröfunum um
fleiri vegi, en fyrst og fremst betri
vegi með miklu meiri þunga en áð-
ur. Samstaða bíleigenda sem til
þessa hefur ekki verið eins góð og
brautin
ákjósanlegt var, hlýtur nú að eflast
til framgangs þessu máli.
Aðeins nokkur hluti þess fjár-
magns, sem hið opinbera nær inn frá
bíleigendum með allskonar sköttum
og tollum, rennur til vegagerða og
vegaviðhalds. Bíleigendur hafa fyrir
löngu ekki aðeins sætt sig við að
borga vegina heldur telja það nú
vafalaust flestir alveg sjálfsagt. Og
ég fullyrði, að ef þeim yrði gefinn
kostur á betri vegum gegn hærri
sköttum og tollum, þá myndu þeir
flestir kjósa það. En þess þyrfti ekki
með til að bæta úr. Aðeins það, að
tekjur hins opinbera af bílum rynnu
til veganna óskiptar að frádregnum
nauðsynlegum kostnaði við bílaeft-
i