Brautin - 01.06.1962, Page 5
Þessu til sönnunar mætti nefna mörg
dæmi, en örfá skulu látin nægja að þessu
sinni.
Maður einn, er ók eftir Keflavíkurvegi
fyrir nokkrum árum mætti þá m a. langferða-
bifreið á miklum hraða eftir miðjum vegin-
un án þess að bifreiðarstjórinn sýndi minnstu
tilraun til að aka bifreið sinni nær sínum
vinstri vegarhelming. Til að forðast harka-
legan árekstur, tók maðurinn á fólksbifreið-
inni það ráð að stýra henni út af veginum,
en lenti við það í hraungjótu og hlaut
skemmdir á bifreið sinni. •
Svipað atvik þessu kom fyrir undir
Ingólfsfjalli fyrir tveimur árum síðan, en
maðurinn á fólksbifreiðinni slapp að því
leyti betur, að hann gat rennt út á sléttan
mel.
Ekki er það óalgengt að með þessu akst-
urslagi sínu, neyði ökumenn langferðabif-
reiða bifreiðastjóra á minni bifrciðum til að
fara utar á ótryggar vegbrúnir heldur en
samræmanlegt er fullu öryggi.
Fyrir nokkrum árum síðan, er ég, sem
þessar línur rita, ók bifreið minni milli
Akureyrar og Reykjavíkur og var kominn
nokkuð norður fyrir Blönduós, kom á móti
mér að sunnan áætlunarbifreið frá Reykja-
vík. Vegurinn var þarna bæði breiður og
mjög góður. Góðum spöl áður en langferða-
bifreiðin mætti mér, nam ég staðar eins
langt út á minni vinstri vegarbrún og ég
komst, og beið þar hinnar bifreiðarinnar.
Um leið og hún fór framhjá með ofsa
hraða heyrðist hár hvellur og bifreið mín
nötraði við, og efa ég ekki, að hvellur þessi
hafi einnig heyrzt af þeim, er i langferða-
bifreiðinni voru. Ég þeytti horn bifreiðar
minnar, til að reyna að vekja athygli öku-
manns langferðabifreiðarinnar á því að eitt-
hvað hefði skeð, en hann hélt sfnum 80-90
km. hraða án minnsta hiks.
Er ég aðgætti bifreið mína kom í ljós, að
Þýzkar tölur
um drykkjuakstur
Yfirlcitt mun það talið, að því meira
áfengismagn, sem sé í blóði ökumanns, því
hættulegri sé hann í umferð. Rannsóknir,
sem nýlega hafa verið gerðar í Stuttgart,
gætu þó bent til þess, að þessi regla sé ekki
algild. Rannsakaðir voru 917 ökumenn,
langferðabifreiðin hafði farið það nærri
henni, að hún hafði ekið á hægra afturbrett-
ið og þrýst því inn að hjólbarða.
Dæmi lík þeim, sem hér hafa verið nefnd
þekkja margir þeirra, sem eftir þjóðvegunum
aka, og er ljós sú vaxandi hætta, er slíkur
akstursmáti leiðir af sér með aukinni um-
ferð.
Megin ástæður fyrir hættum þeim, sem
hér hefur verið minnzt á, má eflaust rekja
til þess, að vegir okkar eru malarvegir með
ótryggum brúnum og óhæfum ofaníburði, og
að ökumenn sýna ekki hver öðrum nægi-
lega tillitssemi.
Allir þeir, er ökutækjum stjórna eftir
þjóðvegunum þurfa að gæta þess, að aka
eins utarlega á vinstri vegarhelming og veg-
urinn veitir öryggi til, hvort heldur er á
beinum vegi, í beygjum eða yfir blindar
hæðir. Jafnframt þessu þarf hver ökumaðut
að gera þá kröfu til sjálfs sín að sýna öðr-
um fulla tillitssemi.
Ennfremur eiga ökumenn að gera kröfu
um betri vegaþjónustu hins opinbera, þv£
að á því eiga þeir fullan rétt, þegar hafðar
eru í huga þær miklu fjárhæðir, scm bif-
reiðaeigendur greiða til vegagerðar.
En umfram allt ættu ökumenn að helga
sér kjörorðið: Varúð á vegum úti.
Helgi Hannesson.
BRAUTIN
5