Brautin - 01.06.1962, Page 6

Brautin - 01.06.1962, Page 6
sem allir höfðu valdið slysum og/cða tjón- um vegna ölvunar við akstur. Það kom í ]jós, að þcir ökumannanna, sem ekið höfðu með minna cn i promille áfengismagn í blóði, höfðu að tiltölu valdið flcstum ljót- ustu slysunum og vaxandi upp að i pro- mille: 56% þeiria höfðu valdið stórslysum á fólki, 16% minni háttar meiðslum cn 28% aðeins cignatjóni. Þeir, sem ekið höfðu með áfengismagn í blóði á milli 1 og 2 promille, höfðu í 33% tilfella valdið stórslysum og þcir, scm voru mcð yfir 2 promillc í 35% tlifella. Rannsóknir þessar voru gerðar af N. Mach, en frá þcim skýrði dr. Herbert Hossc í grein í blaðinu ,,Deutsche Verkehrswacht“. Virðast rannsóknirnar greinilega bera mcð sér, að þeir, scm aka undir ,,tiltölulega litl- um áhrifum“, valdi fleiri og stærri slysum en hinir, scm sopið hafa betur á. Dr. Hosse ræðir ýmislegt fleira í þessu sambandi. Hann bendir á hinn sívaxandi þátt ökubyttanna í umferðaslysum í Þýzka- landi og hann bendir á mismuninn á skýrsl- um hins opinbera og reynzlu dómlækna yfir- leitt þ'etta varðandi: Þeir telja að 20% allra slysa og tjóna í bifreiðaumfcrð og 40% allra meiri háttar slysa séu að kenna drykkjuakstri, og cru þetta einmitt þær töl- ur, sem dómlæknar víða um heim teija yfir- leitt nærri lagi. En þessar hundraðstiilur eru ( \ FÉLAGSMÁL \___________________________) Umferðar- og bindindismálasýning íslenzkra ungtemplara og BFO Fyrirhugað cr að halda sýningu þessa scinni hluta júnímánaðar n. k. Leyfi fyrir sýningarplássinu er þegar fengið. Hinsvegar er leyfi lögreglustjóra enn ekki fengið, er þetta cr ritað, en óhugsandi cr annað en að það fáist. Ábyrgð h.f. mun taka þátt í sýn- ingunni og bílafirmum mun boðin þátttaka strax og öll leyfi eru fengin. Það cr Reykjavíkurdeild BFÖ, sem fyrst og fremst vinnur að sýningu þessari f. h. Bindindisfélags ökumanna. Væri óskandi að sýningin hcppnaðist vcl og yrði öllum aðil- um til sóma. samt nær hclmingi hærri en tölur þær, cr opinbcrar hagfræðiskýrslur bcra fyrir fólk. Þetta stafar einkum af því, segir höfundur- inn, að lögreglan getur oft ckki sannað, að um drykkjuakstur hafi vcrið að ræða, enda þótt svo hafi verið, og falla því mörg til- felli brott úr skýrslum, sem þar hcfðu átt að vcra að réttu lagi. Einkum bcr mikið á því upp til sveitanna að drykkjuakstur komist ekki í opinberar skýrslur. Mikill hluti öku- manna, sem valda slysum að nóttu, hverfa af vcttvangi áður cn lögreglan kcmur til skjalanna. Að lokum bendir höfundurinn á, að við þau dauðaslys, þar scm ökumaður hefur ekið einn og er sjálfur hinn eini, sem bíður bana, sé oft lítill áhugi á því, að rannsaka frekar, hvort um hafi verið að ræða akstur undir áhrifum áfengis. ( Motorjördren) 6 BRAUTIN

x

Brautin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Brautin
https://timarit.is/publication/233

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.