Brautin - 01.06.1962, Qupperneq 8
Ábyrgð h.f. tryggir bíla
íslenzkra íerðamanna
erlendis
Nú getur Ábyrgð h.f. gefið út tryggingu,
sem gildir í flestum Evrópulöndum. Trygg-
ingartaki félagsins getur greitt iðgjaldið í
íslcnzkum gjaldeyri og fær þá hið svokall-
aða „græna kort“, sem sýnt skal við tollaf-
greiðslu þegar komið er inn í hvert land.
Tryggingin kostar (viðbótariðgjald) krónur
300.00 fyrir einn mánuð og kr. 200.00 fyrir
hvern mánuð þar fram yfir.
Það var Ansvar Insurance í London sem
hcfur hjálpað til að koma þessari tryggingu
á og getur Ábyrgð h.f. nú veitt þeim trygg-
ingartökum sínum, sem erlendis fara með
bíla þessa nauðsynlegu tryggingu, sem þeir
hingað til hafa þurft að kaupa í hverju
landi fyrir sig, mun dýrari, og þurft að
greiða crlendan gjaldeyri fyrir.
Tryggingin gildir ekki með neinni ákveð-
inni tryggingarupphæð, heldur með þeirri
upphæð, sem er lögboðin í hverju landi,
sem ferðast er um. Þetta er mikill kostur,
því íslcnzka ábyrgðartryggingin tekur til
miklu lægri tryggingarupphæðar cn tíðkast í
Evrópu.
Saltausturinn í Reykjavík
í Tímanum, föstudaginn 27. apríl s. 1.
birtist viðtal við Jón Sveinsson, véltækni-
fræðing. Telur hann, að saltausturinn á göt-
ur Reykjavíkur muni kosta bifreiðaeigendur
árlega um 75 milljónir króna í eyðilögðum
verðmætum vegna riðátu í bílunum.
Jón getur þess í viðtalinu, að Kaupmanna-
hafnarbúar, sem áður fyrr jusu salti á götur
sínar í snjó og hálku ,hafi nú algcrlega
bannað þctta, en dreyfi sandi um þær í
staðinn. Var ákvörðun þessi tekin eftir ítar-
legar rannsóknir á áhrifum saltsins á bíl-
ana.
Bindindisfélag ökumanna hefur áður op-
inberlega rætt um skaðnæmið af saltaustri á
götur. Tekur Brautin mjög eindregið undir
álit tæknifræðingsins þetta varðandi. Eru
ráðamenn Rcykjavíkurbæjar á þeirri skoðun
að ckkert ráð sé til við hálkunni annað en
saltið, cða gcra þeir sér ekki enn grein fyrir
áhrifum salts á stál? Höfum við efni á að
sóa verðmætum okkar gengdarlaust fremur
en aðrar þjóðir? Eða er komin einhver ó-
viðeigandi stífni inn í málið.
„Óskaðlegt salt“ á götunum ræðum við
ekki um, það er of fáránlegt.
Sparið per kílómeter
með