BFÖ-blaðið - 01.01.1980, Blaðsíða 1

BFÖ-blaðið - 01.01.1980, Blaðsíða 1
□□ Félagsrit Bindindisfélags Ökumanna ÁVARP FORSETA BFO Góóir félagsmenn. Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleði- legs árs og þakka það sem liðið er. Á tímamótum nýs árs leiða menn oft hugann að hinu liðna og hvað áunnist hefur. Þar kennir margra þátta sem menn hefðu viljað gera öðruvísi eða betur, en fá eigi ráðið því sem liðið er. Mjög blómlegu starfsári Bindindisfélags ökumanna er lokið og nýtt ár með nýjum vonum um árangursríkt starf er að hefjast. í starfi liöins árs ber vissulega hæst, hversu víða og vel tókst að framkvæma "Ökuleikni" sem félagið stóð að í sam- vinnu við Dagblaðið og þann árangur sem sigurvegarar keppninnar gátu sér á er- lendri grund og nánar er vikið að í blað- inu. Vert er að þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn og gerðu framkvæmd keppninnar mögulega. Ekki verður skilið við árið 1979, svo ekki sé getið stjórnarskipta á sambands- þingi BFÖ. Um leið og ég þakka það traust sem mér var sýnt með vali í stjórnarstarf, vil ég þakka fráfarandi forseta, Sveini H. Skúlasyni, frábært starf að málefnum fél- agsins. Það er ekki ætlun mín að biðjast afsök- unar á formi jólakveðju til ykkar góðir félagsmenn, þótt að þessu sinni reyndist nauðsynlegt að hún væri í formi happ- drættismiða. Ljóst er að lítið er gert án fjármagns, og þvy veröur eftir því að leita. Á liðnu ári var margt gert og breytt til bóta. Víða er unniö að bættri umferðar- menningu, bættum hag bíleigenda, að fyrir- byggjandi bindindisstarfi og starfi til hjálpar áfengissjúkum. Þakka skal það sem vel er gert og víst er að maklegur hróður er engum of góður, en betur má ef duga skal. Árið 1979 er síst betra umferðarár, er varðar slys og umferðaróhöpp, en fyrri ár. Almenn bindindissemi hefur ekki öðlast það fylgi sem ein dugar til minnk- unar áfengisvandaniam og áfram er baráttu þörf. í byrjun hvers árs ræða menn og skipuleggja starfið á árinu. Við er\im full eftirvæntingar og vona um að okkur takist að leggja baráttunni lið. Ein- staklingurinn gerir áætlanir og gerir jafnvel heitstrengingar um ætlanir sínar á árinu, og er það vel. Það er oft ótrúlegt hvað hægt er að gera ef gengið er til starfs með jákvæðum huga og treyst er á samvinnu félaganna. Það er ósk mín og von að allir félags- menn BFÖ leggi svo fram krafta sína á árinu 1980, að eftir því verði tekið, og færi þannig Bindindisfélag ökxmanna nær markmiðum sínum í baráttunni fyrir bindindi og bættri umferðarmenningu. Gleðilegt ár Gunnar Þorláksson, forseti BFÖ. AKTU ALDREI INN A GATNAMÖT NEP1A FULLUISSA ÞIG UM A€ ÞAÐ SÉ ÖHÆTT' Langflest umferðardhöpp verða þegar aðalbrautar— eða almennur umferðar— róttur er ekki virturT

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.