BFÖ-blaðið - 01.02.1981, Blaðsíða 8
Hvað er Ansvar?
Flestir þeir er tryggja hjá Ábyrgð vita að
tryggingarfélagið þeirra er einn hlekkur í keðju
tryggingarfélaga er tryggja fyrir bindindismenn, víða um
lönd. Hjáflestum nær vitneskjan ekki lengra. þessvegna
fannst okkur í ritnefnd BFÖ-blaðsins rétt að kynna
starfsemi Ansvarsfélaganna fyrir lesendum. Ansvar,
tryggingarfélag bindindismanna í Svíþjóð var stofnað
1931. Hugmyndin að baki stofnuninni var m.a. sú að
láta bindindismenn njóta þess í iðgjöldum, þ.e. lægri
iðgjöldum, að þeir væru bindindismenn. Einnig var
ætlunin að láta ágóða af rekstrinum, ef einhver yrði
renna að hluta til bindindissamtakanna. Það er óhætt að
segja að þessar vonir hafa rætst. Ansvar hefur boðíð
uppá lægri iðgjöld og einnig hefur félagið styrkt
bindindisstarf í Svíþjóð á myndarlegan hátt. Vegna
hinnar góðu reynslu sem varð af starfi Ansvar í Svíþjóð,
þá vaknaði áhugi í öðrum löndum á því aðfylgja ífótspor
Svíanna. Vegna þeirrar reynslu er þeir höfðu hjá
Ansvar, þá var leitað til þeirra um aðstoð við stofnun
tryggingarfélaga fyrir bindindismenn. Þannig atvikaðist
það að Ansvar í Svíþjóð varð móðurfélag tryggingar-
félaga í 9 löndum. Óll tengjast þessi félög sterkum
böndum í gegnum móðurfélagið, þannig að óhætt er að
kalla félögin Ansvarsfjölskylduna.
Félögin hafa eflst gífurlega í gegnum árin. Árið 1 980
varð heildarvelta Ansvarsfálaganna kr. 61.7 milljarðar
gkr. Ansvarsfélögín höfðu 1980, 66 skrifstofur í 9
löndum. Af þessum skrifstofum eru 32 í löndum utan
Svíþjóðar. Hjá félögunum störfuðu 556 fastráðnir
starfsmenn og þar af 200 utan Svíþjóðar.
Á framansögðu sést að Ansvarskeðjan er geysiöflug.
Það er því á vissan hátt hægt að segja að Ábyrgð sé
langstærsta tryggingarfélag íslands. Ábyrgð hefur ætíð
sinnt því að bjóða bindindismönnum lægri iðgjöld en
önnur tryggingarfélög. Ábyrgð hefur haft forystu á
meðal íslenskra tryggingarfélaga, að auka fjölbreytni í
tryggingum og er það ekki síst að þakka nánu samstarfi
við Ansvarsfélögin. En síðast en ekki síst þá hefur
Ábyrgð styrkt bindindissamtökin myndarlega, frá
stofnun Ábyrgðar 1960 og til dagsins í dag. Ábyrgð
hefur því alla tíð rækt vel tvö af grundvallaratriðum fyrir
stofnuninni, lægri iðgjöldog stuðning viðbindindissam-
tökin.
Utan úr heimi
Mazda 323 bíll ársins í Ástralíu.
Mazda 323 hefur verið tilnefndur sem bíll ársins af
stærsta bílablaði Ástralíu „Wheels". Wheels byrjaði
árið 1963 að velja bíl ársins og er Mazda 323 annar
japanski bíllinn er hlýtur titilinn.
Golf stendur sig vel.
Eftir sex ára og sjö mánaða framleiðslu hafa verið
framleiddar fjórar milljónr Golf bíla. Þeim árangri náði
hinn gamli og góði Volkswagen (bjallan) ekki fyrr en eftir
15 ár.
Daglega eru framleiddir 3250 Golf-bílar og er stór
hluti þeirra með dieselvél (11 60). Salan á Golfinum er
að sjálfsögðu mest í Þýskalandi en Golfinn er einnig
vinsæll utan Þýskalands. Það hafa veriðskráðir 911.000
Golf bílar í Bandaríkjunum, 221.000 í Ítalíu, 200.000 í
Frakklandi, 150.000 í Hollandi, 133.000 í Mexíkó og í
Svíþjóð hafa verið skráðir 90.000 GOLFAR.
Alltaf selst Corolla.
Toyota Corolla var sá bíll er mest var framleitt af árið
1980. Framleiddir voru 771.720 bílar. Þetta var í
sjöunda skipti sem Corollan náði þeim árangri að verða
mest framleiddi bíll ársins. Framleiðsluaukningin frá
1 979 varð 44.301 bíll. Corollan var mest framleiddi bíll
heimsins árin 1 974-1977, 1979 og nú einnig árið 1980.
I Japan náði Corollan þeim einstæða árangri, árið
1980, að verða mest framleiddi bíllinn, tólfta árið í röð.