BFÖ-blaðið - 01.01.1983, Side 7
BFÖ BLAÐIÐ
7
■ Bindindi er hluti aimennrar heilsuræktar
Arfellsskilrúm
úr Ijósri nm
Óteljandi möguleikar.
• Henta til skiptinga í stofur of
ganga, allt eftir þínum þörfum.
Sýning laugardaga
A kl. 9—16.
ístil við
furuhúsgögnin.
Skilrúmin
fást með:
BÓKASKÁPUM,
STOFUSKÁPUM,
GLERSKÁPUM
O.M.FL.
Emnig úr eik, í mörgum litum
Heilsuræktarbylgja sú sem undanfarin
ár hefur gengið yfir mörg nágrannalönd
okkar er nú skollin yfir landið. Áhuga-
samir iðkendur fylla heilsuræktarstöðv-
arnar sem spretta upp hver að annarri.
Fólk keppist við að lýsa ágæti þessara
staða og þeirri lífsnautn sem fylgir líkam-
legri hreysti. Er ánægjulegt hversu vin-
sælt þetta er orðið meðal almennings. í
flestum tilfellum fá gestir heilsuræktar-
stöðvanna góð ráð um mataræði, en
fágætt er að komið sé inn á mikið fleiri
þætti í lífsvenjum fólks sem þó eru
mikilvægir með tilliti til árangurs jaeð-.
heilsurækt.
Sífellt fleiri þjóðir og stofnanir sem
vinna að heilbrigðismálum viðurkenna
nú neyslu áfengis og annarra fíkniefna
sem eitt alvarlegasta heilbrigðisvanda-
málið sem hrjáir vestrænar þjóðir nú.
Áhyggjur manna fara vaxandi með auk-
inni vitneskju um samband neyslu þess-
ara efna og ýmissa félagslegra og heilsu-
farslegra vandamála. Fyrst nú síðustu ár
er farið að takast á við þennan vanda af
alvöru, víða með árangri.
í tugi ára hefur fjöldi fólks um allan
heim bent á þann vanda sem áfengis-
neysla veldur og hvatt til aðgerða í þeim
málum. Þau ráð og aðgerðir sem gripið
hefur verið til í tímans rás til að draga úr
þessum vanda eru flest sótt til þessa
fólks.
Lengi hefur vandi sá sem rakinn er til
áfengisneyslu verið talinn fólginn í eigin-
leikum ákveðinna einstaklinga til að
ofnota efnið, þ.e. að verða drykkjusjúk-
ir. Nú er viðurkennt að skaðsemi áfengis
er miklu víðtækari og að drykkjusýki er
aðeins hluti vandans. Má benda á
skoðanir Alþjóðaheilbrigðisstofnunar-
innar í því sambandi. Er því haldið fram
að minnkun á heildarneyslu áfengis sé
eina ráðið til að draga úr því tjóni sem
áfengið veldur. Af þessum ástæðum, svo
og því að fólki hafa ofboðið þær fórnir
sem færðar hafa verið vegna áfengis-
neyslu, hafna margir neyslu áfengis og
annarra fíkniefna. Með því móti verða
menn heldur ekki til þess að hvetja aðra
til neyslu þessara efna. Þessi afstaða
hefur ekki átt upp á pallborðið hjá
almenningi undanfarin ár, en þó má
merkja nokkra breytingu nú. Bindindis-
fólki hefur þótt hægt ganga í því að vinna
gegn því tjóni sem áfengisneysla veldur
og oft fundist það einangrað í málflutn-
ingi sínum vegna lítilla undirtekta. Engu
að síður starfa mörg samtök á þeim
grunni að hafna neyslu vímuefna. Stóðu
t.d. 10 slík samtök að stofnun Samvinnu-
nefndar Bindindismanna snemma árs
1979. Er henni m.a. ætlað að sameina
krafta allfa bindindissamtaka í landinu
og hafa forgöngu í ýmsum málum bind-
indisfólks.
Bindindi er hluti almennrar heilsu-
ræktar. í>ví má ætla að aukinn áhugi á
heilsurækt verði til þess að fleiri hafna
neyslu ávana- og fíkniefna. Fyrir þá sem
viija taka þátt í starfi þar sem skipulega
er unnið að því að gera vímuefni óþörf
í mannlegu samfélagi, er nægur vett-
vangur.
ÁE;
■ Áhugasamur iðkendur fylla heilsuræktarstöðvarnar sem hafa sprottið upp hver
af annarri _
Áfangi
Að öðlast réttindi til að aka bíl er mikill
áfangi á lífsleiðinni. Um leið tekur þú á
þig mikla ábyrgð.
Að eignast bíl er einnig áfangi, sem næst
með ábyrgð og reglusemi í fjármálum.
Reglubundin viðskipti við Landsbankann
auðvelda þér að ná þeim áföngum sem
þú stefnir að í lífinu.
LANDSBANKINN
Baitki allra liindsnummi