BFÖ-blaðið - 01.01.1983, Qupperneq 9
BFO BLAÐIÐ
9
l!ll m f 1
B iaUttíÍÍÍWÍB' .
■ Árið 1982 voru fluttir inn 10.500 bílar eða rúmlega 100 bílum fleira en árið áður.
Hugleiding um bíla-
f jölda og bilainnflutning
Ef litið er á skýrslu um bílaeign
nokkurra landa 1. janúar 1982 þá kemur í
Ijós að ísland er þar í 5. sæti á eftir
Bandaríkjunum, Kanada, Nýja Sjálandi
og Ástralíu. Á árinu 1982 voru fluttar
inn 9.843 nýjar bifreiðar, eða svo til
alveg jafn margar bifreiðar og á árinu á
undan. Á árinu 1982 voru fluttir inn
aðeins fleiri notaðir bílar heldur en árið
áður þannig að heildarinnflutningur árið
1982 var 10.500 bílar eða rúmlega 100
bílum fleira en árið áður. Bæði árin voru
fluttir inn um 8.500 nýir fólksbílar og má
reikna með að bílafjöldinn nú í ársbyrj-
un pr. íbúa sé heldur meiri en í fyrra
þannig að verið getur að við höfum
eitthvað nálgast Kanada, Ástralíu og
Nýja Sjáland í fjölda fólksbíla þó svo að
tölurnar frá þeim löndum séu reyndar
eldri eða frá ársbýrjun 1981 og frá miðju
ári 1981. Nokkur munur virðist vera á
heildarbílaeign þar sem fleira er í þessum
löndum af öðrum bílum s.s. vörubílum
og fólksflutningabílum heldur en hér.
Þannig virðist að við séum í 5. sæti af
þessum löndum í, bíleign og einnig að
ísland er hæst Evrópulanda skv. þessum
tölum.
Eitt verður þó að hafa í huga að
töluvert af þeim bílum sem eru á skrá,
eru alls ekki í notkun eða orðnir ónýtir
en ekki verið teknir af skrá. Hvað þetta
er mikið er ekki vitað, en á þessu ári á
að vera hægt a.m.k. fyrir Reykjavík að
sjá hve mikill hluti bíla á skrá þar
hafa komið í skoðun 1982 og þannig
að sjá hvað raunverulegur fjöldi bíla er.
Erlendis hefur þetta verið nokkuð mál
að fá menn til að afskrá bíla, og jafnvel
lögð gjöld á bíla sem endurgreiðist þegar
þeir eru afskráðir, en skráning og úr-
vinnsla er þar fullkomnari en hér þannig
að gera má ráð fyrir meiri skekkju hér á
landi. (
Síðar á árinu fæst nánari vitneskja um
raunverulega bílaeign landsmanna á
grundvelli upplýsinganna um afskrán-
ingu og meðalaldur. Slík vitneskja hefur
veruleg áhrif á spár um bílafjölda, þróun
hans og á spár um bílainnflutning.
Ef litið er nánar á þessa töflu um
bílaeign þá má leiða hugann nokkuð að
því hvernig þessi lönd eru sem hafa
flesta bíla. Kemur í Ijós að hér er
um stór og strjálbýl lönd að ræða sem
flest eru tiltölulega nýbyggð en ekki með
aldalanga hefð í samgöngum með járn-
brautum, á vötnum eða önnur slík
■ Þó að íslendingar hafi ekki haft fullkomið samgöngukerfi s.s. járnbrautir hér á
árum áður þá þjónaði íslenski hesturinn okkur dyggilega. Nú hcfur bíllinn leyst hann
af hólmi og hestamennska orðin vinsæl íþrótt.
■ Töluvert af bílum er á skrá sem alls ekki eru í notkun eða eru orðnir ónýtir. Þegar
skoðun fyrir árið 1983 er lokið er hægt að sjá a.m.k. í Revkjavik hver raunverulegur
bílafjöldi er.
samgöngukerfi eins og mörg Evrópulönd
og greinilegt er að víðáttan gerir mönnum
erfitt fyrir að byggja upp og halda við
almennu samgöngukerfi í löndum eins
og Kanada, Nýja Sjálandi, Ástralíu og
íslandi. Því kannski ekki óeðlilegt að
bílaeign sé meiri í þessum löndum og
kannski ekki síst á Islandi þar sem
einkabíllinn eða bílar almennt eru næst-
um eina samgöngutækið.
Ljóst er að bíllinn hefur gert ísland að
mörgu leyti byggilegt miðað við nútíma-
kröfur og nútíma þjóðfélag og létt
mönnum búsetuna mjög í þessu landi og
má reyndar furðu gegna hve mikil bíla-
eign er hérlendis ef miðað er við álögur sem
lagðar eru á bíleigendur í formi hárra
aðflutningsgjalda, alls konar skatta og
gjalda á akstur og umferð í formi
bensíngjalda o.þ.h. og ekki síst í ljósi
þeirra staðreynda að vegakerfið hér á
landi er mjög ófullkomið og aðeins er
u.þ.b. þriðjungi tekna af umferð og
innflutningi bifreiða varið til vegagerðar.
Bifreiðin er einn stærsti einstakur tekju-
stofn fyrir ríkið þó aðeins sé talað um
þær tekjur sem eru umfram þá upphæð
sem ríkið leggur til vegamála. Umræða
að undanförnu sýnir þó að skilningur er
vaxandi meðal ráðamanna á þörf þess að
bæta úr í vegamálum landsmanna og
mönnum Ijós þau verðmæti sem fara í
súginn vegna hins slæma ástands í
vegamálum.
Bílgreinasambandið
Bílaeign pr. 1.1. '82 Fjöldi íbúa pr. bíl
Land: Fólks- Bílar
bílar: alls:
Bandaríkin 1,9 1,5
Kanada 2,3 1,8
Nýja Sjáland (1/181) 2,4 2,0
Ástralía (36/681) 2,5 2,0
fsland 2,5 2,3
V-Þýskaland 2,6 2,4
Frakkland 2,7 2,4
Sviss 2,6 2,5
Svíþjóð 2,9 2,7
Belgíats (1/1 81) 3,1 2,8
Holland(l/880) 3,1 2,9
Noregur 3,2 2,9
Austurríki 3,3 3,0
Japan 4,8 3,0
Bretland (1/181) 3,6 3,2
Danmörk 3,7 3,2
Finnland 3,8 3,3
JÞS
TOMMA
gerum
\nð alla
bíla..
...jafnframt erum
við með sérstaka
Volvo-þjónustu.
i i Glertxwg l l Gallinn
LokJ LÖKIhf
BIFPEtÐAVERKSTÆÐI
SKUTAHRAUN113
SlMI 54958
Arnarkjör
Lækjarfit, Garðabæ
Sími 51460 Opið Virka daga 9-19 Sunnudaga 9- 15
Egla bréfabindin
frá Múlalundi
Múlalundur
Hátúni 10, Reykjavík
Sími 38400
Heimili ferðamannsins
í miðborginni
City Hótel
Ránargötu 4a, Reykjavík
Sími 18650 (4 línur)
Komið og spreytið ykkur
Billiardstofan
Klapparstíg 26, Reykjavík
Sími 13934
TILLITSSEMI
-ALLRA HAGUR
S___ _/
||UJgERQM»