BFÖ-blaðið - 01.01.1983, Qupperneq 10
10
BFO BLAÐIÐ
Bifreiðaíþróttir hafa náð miklum vin-
sæidum hér á landi á síðustu árum og er
ekki að efa að slíkt er af hinu góða. Þxr
kenna iðkendum og áhorfendum að
bílar eru aðeins leikföng á lokuðum
vegum eða á þar til gerðum brautum eða
stöðum. Nefna má ökuleikni, kvartmílu-
keppni, rallí, torfærukeppni, rallíkross,
ískross, mótorcross og jafnvel kassabfla-
rallí! Sameiginlegt eiga þessar greinar
bifreiðaíþrótta að draga að sér fjölda
áhorfenda og fréttir af þeim í fjölmiðlum
vekja jafnan athygli. Bæði er að fólk
hefur gaman að fylgjast með keppendum
og einnig koma upp skemmtileg atvik.
Fjöldi þátttakenda er með ólíkindum
mikill og því er nauðsynlegt að hafa
marga til gæslu, bæði til eftirlits með
keppendum og áhorfendum. Oft eru
tveir keppendur í hverju ökutæki, en
oftast einn. Við bætast þjónustaaðilar,
s.s. viðgerðarmenn og aðrir aðstoðar-
menn.
Um leið og viðurkenning hefur fengist
á því að leikni í stjórnun bifreiða geti
kallast íþrótt og leyfi hefur fengist fyrir
bifreiðaíþróttakeppnum hefur stórlega
dregið út ónæði á götum borga og bæja
af völdum bifreiða. Útrás fá áhugasamir
ökumenn á þar til gerðum stöðum, þess
vegna eru bifreiðaíþróttir af hinu góða,
svo ekki sé annað upp talið.
Hér verður nú greint frá einni tegund
bifreiðaíþrótta, það er að segja rallí.
íslenskt orð fyrir íþróttina hefur ekki
fengist, en reynt hefur verið að notast
við orð eins og rall eða þeysa. Fleiri
tillögur hafa heyrst s.s. víðáttuakstur.
Raunréttasta orðið er áfangasprettir,
því rallí gengur út á akstur í áföngum.
Næsta sumar, sumarið 1983, verður
haldin hér á landi í fyrsta sinn alþjóðleg
rallkeppni. Það er franskur maður sem
heldur keppnina, en hann hefur langa
reynslu í keppnishaldi sem slíku og
hvarvetna viðurkenndur. Langt er síðan
hann kom hingað til lands í fyrsta sinn,
en síðasta sumar kom hann gagngert til
þess að kanna aðstæður og fylgjast með
stóru ralli sem hér var haldið. f stuttu
máli má segja að sá franski hafi orðið
stórhrifinn af þeim möguleikum sem
landið býður upp á til rallaksturs. Nú er
undirbúningur undir rallið í sumar kom-
inn langt á veg og eru væntanleg á annað
hundrað ökutæki og keppendur til að
sprcyta sig.
En hvað er rallí? f stuttu máli gengur
það út á akstur á milli áfangastaða og er
galdurinn fólginn í því, að koma í mark
á réttum tíma, hvorki of fljótt né of
seint. Komi bíll of fljótt í mark, bendir
það til þess að ekið hafi verið of hratt og
fá ökumenn því tvöfalda refsingu á við
það að koma of seint. Leiðum er skipt í
ferjuleiðir og sérleiðir. Keppnin fer
aðallega fram á sérleiðum og verða bílar
að koma þar á nákvæmlega réttri sek-
úndu í mark. Ekið er miklu hraðar á
sérleiðum en á ferjuleiðum og er gefinn
upp sá tími sem aka má leiðina á. í
flestum tilfellum verða ökumenn að hafa
sig allan við til að komast leiðina á
uppgefnum tíma og verða raunar að aka
á hámarkshraða allan tímann. Á hlykkj-
óttum vegum reynist það oft erfitt og
tapast mikill tími í beygjum ogá lélegum
vegaköflum. Sérleiðum er yfirleitt valin
staður þar sem vegir eru frekar slæmir,
fáfarnir fjallvegir eru oft nýttir í þeim
tilgangi.
Ferjuleiðir eru tenging á milli sérleiða
og er ekið mjög rólega enda rúmur tími
gefinn til þess arna.
Tveir ökumenn eru í rallbílum, aðal-
ökumaður og aðstoðarökumaður. Aðal-
ökumaður hefur engan annan starfa en
að stjórna bifreiðinni, en aðstoðaröku-
maður sér um tímavörslu og útreikning,
móttöku gagna, skráningu á þau og
afhendingu þeirra.
í upphafi keppni fá ökumenn afhenta
leiðarbók, þar sem skráðar eru leiðirnar
með teikningum, vegalengdum, meðal-
hraða eða tíma sem tekur að aka leiðirn-
ar. Að öðru leyti vita ökumenn lítið um
keppnisleiðir og reynir því talsvert á
skarpskyggni þeirra.
Mikilvægt er að ökutæki séú í góðu
lagi. Undirbúningur hlýtur því óhjá-
kvæmilega að verða mikill og miðast við
hnjask. Öryggisútbúnaður verður því að
vera mikill og er raunin sú að svo
strangar öryggiskröfur eru gerðar að
litlar líkur eru á stórslysum nema öku-
menn aki því gáleysislegar. Nefna má að
allir bílar verða að vera útbúnir með
öryggisgrind, sem kemur í veg fyrir að
yfirbygging bílsins leggist saman í veltu
eða við árekstur og slasi þannig öku-
menn. Ökumenn verða að bera hjálma
og viðurkennd öryggisbelti sem strengd
eru yfir mitti og axlir. í bílunum verða
að vera slökkvitæki, talstöð o.s.frv.
Vegalengdir í röllum eru mismiklar
eftir umfangi keppna eða allt frá
nokkrum hundruðum kílómetra upp í
nokkur þúsund kílómetra, en rallið í
sumar verður hátt á þriðja þúsund
kílómetrar. Eðlilega hlýtur kostnaður-
inn að vera gffurlegur á hvern bíl og
hljóta keppendur að bera þann kostnað
sjálfir.
Hafa þeir því allar klær úti til
fjáröflunar og er sú helsta á þann veg,
að seldar eru auglýsingar á bílana. Ymis
fyrirtæki sjá sér hag í því að kaupa pláss
fýrir nafn sitt á keppnisbíla vegna þeirra
gífurlegu athygli sem röll yfirleitt vekja.
Einnig greiða hin ýmsu bifreiðaumboð
eða framleiðendur fyrir keppendum á
ýmsan hátt, s.s. með ókeypis varahluta-
þjónustu, viðgerðum og kosta flokk
þjónustumanna á meðan á keppni
stendur. Tvímælalaust er að bifreiða-
umboð fá mikla auglýsingu út úr því, ef
bíll þess sigrar í ralli.
Nokkuð hefur verið rætt um hina
alþjóðlegu rallkeppni sem haldin verður
hér á landi næsta sumar. Finnst sumum
að hér sé á ferðinni óhæfa sem bæði
muni skemma vegi og ekki síst náttúru
landsins.
Vegagerð ríkisins hefur lýst
BFOBLAÐIÐ
11
Afgreiðsla Vöruflutningamiðstöðvarinnar
Vöruafgreiðsla opin frá 08.00 -12.00 og 13.00 -17.00
Símaþjónusta frá 08.00 -12.00 og 13.00 -18.00
Athugið að hafa sendingar vei merktar. Merkið brothættar sendingar sérstak-
lega.
Munið að bera saman merkingu á fylgibréfi og vörusendingu
Vöruflutningamiðstöðin hf.
Borgartúnl 21 slml 10440
„fullkomnasta vöruflutnlngamlöstöö landslnsM
Bflaeigendur takið eftir
Frumryövörn og endurryövörn spara ekki einungis peninga, heldur eykur
öryggi yöar í umferöinni. Endurryövörn á bifreiöina viöheldur verögildi henn-
ar. Eigi bifreiöin aö endast er endurryövörn nauösynleg.
• Látid ryðverja á 1—2ja ára fresti.
• Látið ryðverja aö innan á 3ja ára fresti.
• Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu.
BÍLARYÐVÖRNhf
Skeifunni 17
Q 81390
VÉLASTILLING
AUÐSREKKU 51 - KÓPAVOGI - SÍMI 43140
SIGURÐUR ÓLAFSSON
Framkvæmum véla-, hjóla- og
Ijósastillingar með fullkomn-
um stillitækjum.
Höfum fyrirliggjandi:
— Kerti — Kveikjuþræði — Loftsíur
— Platínur — Kveikjulok — Bensínsíur
auk þess ýmislegt fleira fyrir bílinn
því yfir að hún hafi ekkert
við keppnina að athuga né
röll yfirleitt. Hennar álit er það, að röll
skemmi ekki vegi neitt tiltakanlega,
þannig að þau rök eru því úr sögunni. Þá
eru það umhverfisverndarsjónarmiðin.
Þau má alls ekki vanmeta, enda mikið í
húfi. Reynslan hefur þó sýnt að rall-
keppnir hafa eki spillt náttúru landsins
frekar en önnur bílaumferð. Aftur á
móti geta slys alltaf komið fyrir og þarf
ekki rall til. Það sem skiptir þó aðalmáli
er það, að koma má fyrir ákvæðum í
reglum um rallið sem varða náttúru-
verndarmál. Hægt er að herða svo
viðurlög að brottrekstur varði ef ekið er
utan vega af ásetningi. Þetta hafa for-
ráðamenn keppninnar upplýst og er Ijóst
að gífurlegar varúðarráðstafanir verða
gerðar til að fyrirbyggja hugsanleg spjöll
á náttúru landsins.
f upphafi kom fram að hingað til lands
munu koma á annað hundrað keppendur
til að taka þátt í hinu alþjóðlega ralli sem
haldið verður hér á landi í ágúst. Ljóst
er að margir útlendingar munu koma og
þá flestir sem fylgdarmenn erlendra
keppenda. Þessi hópur mun verða undir
miklum aga, fyrir honum verður útlistaö
hvaða náttúruverðmæti eru í húfi og
hvernig eigi að umgangast landið. Einnig
krefst keppnin sjálf mikils aga, því
framkvæmd hennar er mjög flókin. Alla
vega er tækifærið einstakt. Hingað til
lands mun ekki koma jafnstór hópur
undir svo nákvæmu eftirliti, þannig að
ljóst má vera að ef umhverfisverndar-
sjónarmið eiga að ráða viðskiptum við
útlenda ferðamannahópa, þá ætti að
beina athyglinni að smærri hópunum.
í sjálfu sér er það bráðskemmtilegt
fyrir bifreiðaeigendur að velta því fyrir
sér, að með alþjóðlegri rallkeppni hér á
landi, gefst okkur íslendingum tækifæri
til að hagnast á hinum lélegu vegum
okkar. Hugsaðu andartak um það, les-
andi góður, að hingað til lands eru á
leiðinni fjöldi útlendinga til þess eins og
nota vegi landsins, að skemma bílana
sína, - og í þokkabót vilja þeir borga
okkur fyrir þennan greiða. Ef allt er
tekið saman munu íslendingar græða
milljónir króna í formi greiðslna fyrir
vörur, þjónustu, hótelkostnaðar,
bensíns, matar, minjagripa, ferða með
flugfélögum og skipum o.s.frv.
Verði okkur því að góðu.
SS
% 1 f »i
scaran
Smurstöð í Garðabæ
Við hliðina á SHELL bensínstöðinni við Vífilsstaðaveg
Þar bjóðum við bifreiðaeigendum fjölbreytta
þjónustu, meðal annars>
• alhliða smurningsvinnu
• loft- og olíusíuskipti
• endurnýjun rafgeyma og tilheyrandi hluta
• viftureimaskipti, rafgeymahleðsla, ofl. ofl.
Verið velkomin og reynið þjónustuna hjá liprum og vönum mönnum.
Oliufélagið Skeljungur hf.
Smurstöð Garðabæjar
Sími 45200